Góð byrjun á deginum.

Ég vaknaði í morgun við Alexander þar sem hann sat við hlið mér með bangsa í fanginu. Hann klappaði mér um kollinn á meðan hann sagði mér sögu. Þegar sögunni lauk söng hann stutta vísu, spennti svo greipar og fór með Faðirvorið. Síðan kyssti hann mig, sagði góða nótt og trítlaði fram í stofu þar sem hann kveikti á sjónvarpinu. Ég renndi mér fram úr og við borðuðum saman Weetabix á meðan við horfðum á japanska teiknimynd með norsku tali.

25 hlutir um mig.

1. Ég heiti Ársæll.

2. Ég er stoltur faðir tveggja drengja.

3. Ég er með þrjár geirvörtur.

4. Á mér draum um að leika á móti Johnny Depp.

5. Mér finnst gaman að elda.

6. Uppáhaldsmaturinn minn er nautalund með frönskum og bernaise.

7. Uppáhaldsdrykkurinn með er gott Shiraz rauðvín.
´
8. Uppáhalds tónlistarmennirnir mínir eru Marilyn Manson og Cat Stevens.

9. Uppáhaldshljómsveitirnar mínar eru Live og Korn.

10. Ég stefni á að komast á Oasis tónleika innan fjögurra ára.

11. Uppáhaldsleikararnir mínir eru Johhny Depp, Sean Penn og Viggo Mortensen.

12. Ég grét fyrst þegar ég sá City of Angels.

13. Mér líður best í Tálknafirði.

14. Ég hef ferðast til 6 landa utan Íslands.

15. Ég kynntist konunni minni í sumarbúðum þegar við vorum 9 ára gömul.
´
16. Ég trúi á Guð.

17. Minn versti ókostur er skapið í mér.

18. Minn besti kostur er skapið í mér.

19. Ég hef áhuga á sögu, bókmenntum, matargerð, leiklist, kvikmyndum og pólítík.

20. Ég kann ekki að tefla.

21. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru, Friends, How I met you mother, CSI, Heroes og Lost.

22. Uppáhalds kvikmyndin mín er The Dark Knight.

23. Ég stefni á að sækja tvenn námskeið í ár, í áhættuleik og bar flairing (barkúnstir að hætti Tom Cruise í Coctail)

24. Ég er feiminn.

25. Ég kastaði einu sinni vatni í ískápinn heima hjá vini mínum.

Hinn sameiginlegi óvinur

Eyjubloggarinn Björgvin Valur birti um daginn skemmtilega færslu þar sem hann lýsir eftir Sigmundi Framsóknarformanni. Mér þótti færslan nokkuð skondin. Enn skondnari þótti mér athugasemdin sem Stefán Bogi gerði við téða færslu. Þar hneykslast hann á Björgvini fyrir að ráðast á Framsókn og bendir honum á að betur færi honum að einbeita sér að því að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn sem væri sameiginlegur óvinur Samfylkingar og Framsóknar.

Telja Framsóknarmenn sig virkilega heilagar kýr eftir að hafa boðist til að verja minnihlutastjórnina falli?


Tileinkað Geir

    

What have I got to do to make you love me
What have I got to do to make you care
What do I do when lightning strikes me
And I wake to find that you're not there
What do I do to make you want me
What have I got to do to be heard
What do I say when it's all over
And sorry seems to be the hardest word
It's sad, so sad
It's a sad, sad situation
And it's getting more and more absurd
It's sad, so sad
Why can't we talk it over
Oh it seems to me
That sorry seems to be the hardest word
What do I do to make you love me
What have I got to do to be heard
What do I do when lightning strikes me
What have I got to do
What have I got to do
When sorry seems to be the hardest word

Enga þingmenn í kosningaham.

Það hefur sýnt sig síðustu daga, bæði í þingsal og í fjölmiðlum, að þingmenn ertu komnir í blússandi kosningabaráttu. Eitthvað sem margir þeirra vöruðu reyndar við að myndi gerast ef boðað yrði til kosninga fljótlega. Þessar viðvaranir voru svo notaðar sem rök gegn því að kjósa "strax". Mér sýnist reyndar á öllu að þeir sem hvað mest vöruðu við þessu séu margir hverjir hvað síst saklausir af því að velta sér upp úr prófkjörsdrullunni. Nýliðanir í stjórnarandstöðu hafa tekið sér til fyrirmyndar sinn höfuð andstæðing, hvern þeir gagnrýndu óhikað forðum, og stunda frammíköll að hans gamla sið. Þingmenn eyða miklu púðri þessa dagana í greinarskrif og ræðulestur þar sem helst er fjallað um hvað hinir séu miklir asnar en þeir sjálfir æðislegir.

Ég legg til að sitjandi þingmönnum verði hverjum og einum bannað að taka þátt í kosningabaráttunni. Helst verði þeim bannað að bjóða sig fram fyrr en í (þar)næstu kosningum. Með því móti getur fólk sem stendur utan þings þessa dagana séð um baráttuna um atkvæðin á meðan þeir sem á þingi sitja geta ótruflaðir einbeitt sér að baráttunni við kreppuna.


Einar Q. sýnir merkilega lítinn skilning.

Eftirfarandi málsgreinar ritaði Einar Q. Guðfinnsson á bloggsvæði sitt fyrr í vikunni;

"Einu sinni var stjórnmálaflokkur sem sagði að árangursríkast væri að stjórnmál byggðust á samræðum en ekki átökum. Þess vegna ætti að leita lausna á grundvelli pólitískra umræðna, en ekki tilskipana. Þessi flokkur hét Samfylking.

Svo var það annar flokkur sem lagði líka í umræðum, áherslu á mikilvægi þess að menn ættu þess kost að ræða málin, undirbúa þau vel og gefa sem flestum kost á aðkomu við undirbúning mála. Þessi flokkur hélt upp á tíu ára afmæli sitt nú um helgina og heitir Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Nú vitum við að það var ekki orð að marka þetta. Þessir flokkar eru í ríkisstjórn - í minnihlutaríkisstjórn - og hafa ekkert gert með fyrirheit sín, en stjórna þess í stað í tilskipana og "vér-einir-ráðum" stíl." (#)

Einu sinni var stjórnmálamaður sem sagðist ekki geta stutt ríkistjórn sem ekki gerði breytingar á kvótakerfinu. Hann vildi þó ekki afnema kvótakerfið en í hans huga var þó ævinlega ljóst að breytingar og það tafarlausar breytingar væru óhjákvæmilegar. Þessi maður hét Einar K. Guðfinnsson.

Svo var það stjórnmálamaðurinn sem lagði líka áherslu á að halda handfærabátum fyrir utan þetta sama kvótakerfi. Hann lofaði því í ræðum og riti að tryggja hag sjávarbyggðanna og gera sitt til að tryggja að trilluflotanum yrði haldið inni í dagakerfinu. Þessi maður vék nýlega sæti sjávarútvegsráðherra og heitir Einar K. Guðfinnsson.

Og nú vitum við að það var ekki orð að marka þetta. Þessi loforð, auk fjölda annarra innantómra loforða, tryggðu honum brautagengi og þingsæti. Þessi loforð treystu tak flokks hans á stjórnartaumnum eitt kjörtímabil fyrir tilstilli trúgjarnra vestfirðinga.

Einar Q ætti manna best að skilja að maður segir eitt til að fá atkvæði en gerir annað þegar rennur á mann sú gleðivíma sem hlýst af setu í nálægð við rjúkandi kjötkatlana. 

Fyrir um 4 árum lagði Einar Quisling fram atkvæði sitt til stuðnings afnáms dagakerfisins. Sem formaður sjávarútvegsnefndar á árunum 1999 til 2005 og sjávarútvegsráðherra á árunum 2005 til loka nýliðins janúarmánaðar gerði hann ekkert sem líta má á sem tilraun til breytinga á kvótakerfinu, í það minnsta ekki á þann veg sem hann hafði áður lofað.

Svo launar kálfurinn ofeldið.


Stjórnkerfislegur vampírismi

Um daginn horfði ég um stund á þátt á National Geographic. Þátturinn fjallaði um ýmiskonar samfélagsleg tabú, svo sem Scarification og Vampírisma. Í hlutanum um Vampírisma fengum við að fylgjast aðeins með parinu Steven og Jane.
Bæði tilheyra þau gothic neðanjarðar menningarsenu fólks sem lítur á sig sem vampírur. Fyrir flestum er þetta einhverskonar blæti, líkt og drag, smá helgar útrás fyrir þrám sem ekki allir vilja viðurkenna fyrir sínum nánustu. Þó eru til dag-vampírur. Fólk sem hversdagslega tekur goth-lúkkið skrefinu lengra og sverfir neglur sínar svo þær líkist klóm og lætur setja krónur á augntennur sínar til að ná heildarmyndinni. Steven var í þættinum sagður einn af 50 einstaklingum í Bandaríkjunum  sem vitað væri til að féllu í ýktasta flokkinn. Hann þarf reglulega að drekka blóð annars upplifir hann alvarleg fráhvarfseinkenni.
Jane er undirgefinn vampíra, hún drekkur aldrei blóð en leyfir Steven að nærast sínu. Í hvert sinn drekkur Steven u.þ.b. 3-4 matskeiðar af blóði úr Jane og getur sá skammtur dugað honum í nokkra mánuði í senn áður en löngunin gerir aftur vart við sig. Með skurðhníf dregur hann grunna skurði í maga eða bak ástkonu sinnar. Stundum skefur hann blóðið upp með hnífnum og sleikir af honum eða sýgur beint úr sárinu. Hann trúir því að blóðsins þurfi að neyta áður en það verður kalt og það "deyr".

Parið lýsir þessari sem afskaplega innilegri og bindandi upplifun. Hann er háður blóðgjöf hennar og Jane er svo undirgefin að þrátt fyrir sársaukann og heilsuógn þá segist hún lifa fyrir þetta. Blóðgjafirnar skilgreina hana.

Eftir að hafa horft á þennan þátt varð mér hugsað til sambands Sjálfstæðisflokksins við íslensku þjóðina. 


Af skrifum, veikindum og kabarett.

Þá er ég kominn í vetrarfrí frá skólanum. Sá fyrir mér 12 daga sælu. Afslöppun, gæðastundir með fjölskyldunni, lestur og ritun. Afslöppunin hefur enn sem komið er ekki verið ánægjuleg eða fullnægjandi. Ég er nefnilega búinn að vera með einhverja pest síðan um helgina.

Eitthvað hefur mér þó tekist að lesa. Er til dæmis að lesa ævisögu Johnny Depp. Áhugaverð bók um einn af mínum uppáhaldsleikurum og fyrirmyndum. Ég er líka búinn að vera að glugga í handrit frá íslenskum leikritahöfundi. Ástæðan er sú að verkið fjallar um viðfangsefni sem á að vera umfjöllunarefni einleiks sem er á teikniborðinu hjá mér. Ég er líka að lesa The Writers Journey sem kemur mér vonandi að gagni á nálægri framtíð.
Fyrir 26. feb þarf ég svo að hafa lokið við að semja eina limru, 3-5 mínútna uppistand og eitt kabarett lag með textum og sporum (allt á ensku).  Bekkurinn verður svo með Kabarett sýningu þann 16. mars.


Sjónvarpsþáttur

Er ekki einhver þarna úti sem er til í að skrifa með mér handrit að sjónvarpsþætti?
Formatið er nokkuð opið.


Buffoon

Það er Buffoon sýning hjá okkur eftir viku. Þeir sem vita ekki hvað Buffoon er geta gúgglað það.

Eftirfarandi skilgreining er fengin af heimasíðu leikhópsins Buffoons Needle

Buffoon is a complex style which opens the door to an extraordinary dramatic dimension. The grotesque and misshapen appearance of the Buffoons gives them an endless range of expressive possibilities.

The style is visual, open and exaggerated. Mystic and tragedy is mixed with mockery and criticism of the human way of life. In a direct and provocative way the buffoons are mirroring society through “organized madness” on the edge of parody.

Buffoons are outcasts. They are refused by society and have nothing to loose, and Opole-07-moa-stinetherefore they turn sacred values into amusing parodies. They are superior mankind and take no sides except their own.

With their grotesque and morbid humour the Buffoons make the audience laugh at humanity’s appalling behaviour, only – with a twist of tragic-like seriousness – to turn and make the viewer choke on their own laughter. Their incredible group-solidarity and fellowship leaves the audience feeling lonely and vulnerable. In this respect, the Buffoon is like a mirror in which the audience sees itself and the acts of humanity in a different light.


Lecoq þróaði þetta sem leikhúsform í kringum 1970. Myrkraverur sem búa við áberandi líkamslýti. Útskúfaðar úr heimi hina venjulegu nema til skemmtunar. Deila óhikað á venjulegt fólk og eru til fyrst og síðast fyrir sig og sína. Félagsverur, nautnalegar og óskammfeilnar. Komast upp með skarpari ádeilur og blygðunarleysi vegna útlitsins.

Gríðarlega krefjandi, krefst einbeitningar og hömluleysis. Hlutirnir skýrast betur með hverjum deginum og maður uppgötvar (ljótt orð) eitthvað nýtt í hvert skipti sem maður fer í búninginn. Eigum væntanlega eftir að uppgötva nýja hluti á sjálfri sýningunni.

Minn Buffoon er hálfgerður eyðimerkur kroppinbakur í þröngum buxum. Dig it! Með staf og hristur.
Pínulítið eins og risastórt jólaskraut vegna rauðu skikkjunnar. 

Er eitthvað búinn að rembast við að skrifa skarpa ádeilu til að flytja. Hefði allt eins getað prumpað á pappír. Kannski að ég geri það bara. Dreg niður um mig á sviðinu og rek við á dagblað. Get ég ekki tengt það við einhverskonar pólitíska yfirlýsingu eða djúpa samfélagsrýni? Svona eins og að pissa á stelpu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband