Af skrifum, veikindum og kabarett.

Þá er ég kominn í vetrarfrí frá skólanum. Sá fyrir mér 12 daga sælu. Afslöppun, gæðastundir með fjölskyldunni, lestur og ritun. Afslöppunin hefur enn sem komið er ekki verið ánægjuleg eða fullnægjandi. Ég er nefnilega búinn að vera með einhverja pest síðan um helgina.

Eitthvað hefur mér þó tekist að lesa. Er til dæmis að lesa ævisögu Johnny Depp. Áhugaverð bók um einn af mínum uppáhaldsleikurum og fyrirmyndum. Ég er líka búinn að vera að glugga í handrit frá íslenskum leikritahöfundi. Ástæðan er sú að verkið fjallar um viðfangsefni sem á að vera umfjöllunarefni einleiks sem er á teikniborðinu hjá mér. Ég er líka að lesa The Writers Journey sem kemur mér vonandi að gagni á nálægri framtíð.
Fyrir 26. feb þarf ég svo að hafa lokið við að semja eina limru, 3-5 mínútna uppistand og eitt kabarett lag með textum og sporum (allt á ensku).  Bekkurinn verður svo með Kabarett sýningu þann 16. mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband