Svona gengur

Cabarettinn í síðustu viku gekk vel. Salurinn var pakkaður upp í rjáfur og það komust færri að en vildu. Við vorum beðin um að hafa aðra sýningu en af ýmsum ástæðum var ákveðið að afþakka boðið. Sýngingin var tekin upp og ég mun setja mín atriði á netið von bráðar.

Við erum byrjuð að nema Commedia Dell´arte. Ég geri því leikhúsformi betur skil þegar ég veit meira um það sjálfur. Við komum til með að vera með Commedia sýningu á leikhúshátíð í Póllandi í byrjun maí auk þess sem við eigum að geta sýnt styttri númer á einhverjum af mörgum opnum sviðum hátíðarinnar. Lokasýningin er svo mánudaginn 11 maí. Einhverjir nemendur úr bekknum mínum hyggjast þó fara saman á hátíð í Silkeborg tveimur vikum seinna og sýna eitthvað af því sem við höfum verið að vinna að í vetur.

Annars stefnir í rosalega strákahelgi. Auður er að fara til Stokkhólms á föstudag og verðum við feðgar því bremsulausir fram á sunnudagskvöld. Við undirbúning helgarinnar komum við allir með tillögur að skemmtilegri helgi. Ég stakk upp á ferð í dýragarðinn, Alexander vildi fara á strippstaði og Tristan stakk upp á bjórsmökkunarferð. Veit ekki hvort að við komumst yfir þetta allt á einni helgi - Tristan tekur tvo lúra á dag - þannig að það gæti verið að við sleppum dýragarðinum.   


Ofurblogg

Nú verður sko bloggað!!

 

 

 

 

 Ég reyni bara aftur. . . .

 

 

 


Huldufólk

Ég flutti þessa sögu á Storytelling sýningu í skólanum fyrir ári síðan. Söguna fann ég í gegnum þjóðsagnasafn Snerpu.


Kvótalof

Merkilegt hvað margir eru farnir að ræða um kvótakerfið allt í einu. Það mætti halda að það væru kosningar í nánd. Einhverra hluta vegna legg ég takmarkaðan trúnað á allt sem frambjóðendur rita um kvótamál, fyrir utan þá sem bjóða sig fram innan raða Sjálfstæðisflokksins og mæra kerfið í sínum skrifum.


Cabaret

Bekkurinn vinnur nú að því að leggja lokahönd á þau atriði sem verða sýnd á Cabaret sýningu sem við stöndum að næstkomandi mánudagskvöld. 18 atriði eru komin á dagskrána en suðræni leynigesturinn, sem líður einstaka sinnum yfir gólfið, er ekki talinn með.

cabaret_logo2Margir virðast telja að Cabaret sé ekki Cabaret nema hann innihaldi Lizu Minnelli, jazz og stórsveit. Þetta er misskilningur sem á vafalaust rætur sínar að rekja til kvikmynda eins og Cabaret og söngleiksins Chicago.Cabaret er settur saman af mörgum stuttum atriðum sem innihalda dans, söng eða gamanmál. Uppistand, leikþættir og jafnvel limrur eiga þar gjarnan erindi innan um sönginn og dansinn.

577275_f520Eins og áður sagði þá eru 18 atriði komin inn í dagskrána. Þar af eru 5 sem ég tek þátt í  - ef ekki eru talin þau tvö atriði sem ég sé um að kynna. Ég verð með uppistand, syng einsöng í söngþætti eftir mig og Auði - hef tvo leikara mér til halds og trausts, tek sporið í anda Bollywood-mynda, blotna í súrrealískri barsenu og túlka að lokum raunir söngvara í hæfileikakeppni. (Nokkuð mikill söngur sé tekið tillit til þess að ég fór í black-out af stressi þegar ég tók sjálfur þátt í söngkeppni).

Að lokum læt ég fljóta með nokkrar limrur sem ég samdi fyrir verkefni í upphafi þessarar námslotu;

Þetta er sagan um Benna
Sem upplifði tímana tvenna
Svo lennt´ann í krísu
En verkaði ýsu
Er hann fór loks í vinnu að nenna

Benni was always a mess
Because he suffered from stress
Although he could smile
Every once in a while
While prancing around in a dress

A student from The Commedia School
Tried not to look like a fool
While walking around
Dressed as a clown
And standing up on a stool

Þess má geta að engin þessara limra rataði inn í sýninguna.


Happadagur

Ég fann á mér í morgun að þetta yrði góður dagur. Aldrei hefði ég þó getað trúað því að hann yrði jafn góður og raun ber vitni.
Þegar ég opnaði tölvupóstinn minn þá biðu mín þar eftirfarandi skilaboð;
You have won a BMW X6 CONCEPT CAR 2009 and £750,000.00GBP
contact Barr Freeman Sandler, BMW Agent.
(leturbreyting og undirstrikun er mín)

bmw_x6_concept_2009-1-copy

Þvílík heppni. Ég þurfti ekki einu sinni að taka þátt á neinu happdrætti til að vinna.


Sumarið ´95

Sumarið 1995 reyndi ég að klæða mig eins og Jordan Catalano. Ég átti meira að segja eins hálsmen og hann.  Hann var aðal málið. Stuttu krullurnar mínar ullu mér vonbrigðum. Seinna sama ár þegar orðið var of kalt fyrir rifnar gallabuxur, stuttermabol og fráhneppta skyrtu (köflótta) þá skipti ég yfir í klæðaburð að hætti 2Pac. Ég og Árni vinur minn gengum um í víðum úlpum og höfðum vasaklúta á hausnum. Þetta var eftir að við horfðum á "Above the rim". Við töluðum alltaf um "Ape of th rim". Hnúturinn bundinn framan á enni. Við hættum að notast við þann höfuðbúnað þegar Gunnlagur kennari sagði að við litum út eins og skúringakellingar. Fyrr um árið höfum við sett saman safnkasettu með bestu rapplögunum sem við komum höndum á. Það var ekki úr miklu að moða og því fékk Shaq merkilega mikið vægi á kasettunni. Við reyndum að selja kasettuna. Árni hannaði coverið og ég annaðist ljósritun. Við seldum held ég engin eintök af Rapp ´95. Tókum kasettuna reyndar fljótlega af markaði eftir að starfsmaður sjoppunar leiddi okkur í sannleikan um höfundarrétt.

jordancatalano 2pac


Breytt ritstjórnarstefna

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá hefur ekki verið minnst á pólitík eða kreppu á þessu bloggi í nokkurn tíma. Þetta er liður í áætlun ritstjórnar að lyfta þessu bloggi á hærra plan og auka trúverðugleika þess. Þess í stað verður reynt að einblína á áhugaverða hluti, s.s. handþurrk, inngróin andlitshár, veðrið og fleira áhugavert. 

Ég vona að þetta leggist vel í lesendur bloggsins.


Undna hnéð

Í köldu og röku veðri, líku því sem hefur verið undanfarið hérna í Danmörku,  finn ég oft til í vinstra hné. Ástæðan mun vera gömul íþróttameiðsl. Í alvöru. Ég reif eitthvað í hnénu þegar ég datt á andlitið eftir frækilega snjóbrettabunu niður Snæfellsjökul. Var aðeins nokkra metra frá endapunkti þegar andlitið vildi endilega troða sér í snjóskafl. Fæturnir fengu ekkert að vita af þessari ráðagerð fyrr en það var orðið of seint. Þeir spíröluðust því um hvern annan án þess að taka tillit til hnésins. Af þeim sökum þá hefnir hnéð sér á mér núna 10 árum síðar.


Þurrkur

Ég er búinn að þjást af miklum handaþurrki síðustu mánuði. Þetta byrjaði í lok október, lagaðist á meðan ég var á Íslandi yfir hátíðarnar en tók sig svo upp þegar ég kom aftur hingað út. Í síðustu viku byrjaði ég hinsvegar að bera á mig handáburð af mun meiri reglu en fyrr. Eftir það hefur þurrkurinn batnað til muna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband