Enga þingmenn í kosningaham.

Það hefur sýnt sig síðustu daga, bæði í þingsal og í fjölmiðlum, að þingmenn ertu komnir í blússandi kosningabaráttu. Eitthvað sem margir þeirra vöruðu reyndar við að myndi gerast ef boðað yrði til kosninga fljótlega. Þessar viðvaranir voru svo notaðar sem rök gegn því að kjósa "strax". Mér sýnist reyndar á öllu að þeir sem hvað mest vöruðu við þessu séu margir hverjir hvað síst saklausir af því að velta sér upp úr prófkjörsdrullunni. Nýliðanir í stjórnarandstöðu hafa tekið sér til fyrirmyndar sinn höfuð andstæðing, hvern þeir gagnrýndu óhikað forðum, og stunda frammíköll að hans gamla sið. Þingmenn eyða miklu púðri þessa dagana í greinarskrif og ræðulestur þar sem helst er fjallað um hvað hinir séu miklir asnar en þeir sjálfir æðislegir.

Ég legg til að sitjandi þingmönnum verði hverjum og einum bannað að taka þátt í kosningabaráttunni. Helst verði þeim bannað að bjóða sig fram fyrr en í (þar)næstu kosningum. Með því móti getur fólk sem stendur utan þings þessa dagana séð um baráttuna um atkvæðin á meðan þeir sem á þingi sitja geta ótruflaðir einbeitt sér að baráttunni við kreppuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að bæta við nokkrum hugmyndum:

Þingmaður má ekki eiga hlutabréf, fyrirtæki eða sitja í stjórnum fyrirtækja, hlutafélaga eða eignarhaldsfélaga. Þetta á einnig við um maka viðkomandi. Eignir systkina og náskyldra ættmenna skulu vera á tæru.  Við getum frekar hækkað laun alþingismanna á móti.

 Að lokum legg ég til að allir stjórnmálaflokkar verði lagðir niður.

Benni (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband