Breytt ritstjórnarstefna

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá hefur ekki verið minnst á pólitík eða kreppu á þessu bloggi í nokkurn tíma. Þetta er liður í áætlun ritstjórnar að lyfta þessu bloggi á hærra plan og auka trúverðugleika þess. Þess í stað verður reynt að einblína á áhugaverða hluti, s.s. handþurrk, inngróin andlitshár, veðrið og fleira áhugavert. 

Ég vona að þetta leggist vel í lesendur bloggsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ok. En þú varst samt hárbeittur og fínn.

Hlakka til að lesa um handþurrk, inngróin andlitshár, veðrið og fleira áhugavert :D

Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:24

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Takk fyrir það Gústi.

Þetta er þó kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá mér. Ég efast um að ég nái að halda mig frá því að skrifa um pólítík, sérstaklega í ljósi þes að kosningar eru í nánd. Ég veitti því hinsvegar athygli að ég var nánast hættur að blogga nema að það væri um pólitík, ef ég hafði ekkert um pólitík að segja þá lá bloggið í dvala. Því vil ég breyta, enda var það aldrei mitt markmið að vera bara enn einn pólitískt fabúlerandi moggabloggarinn.

Ársæll Níelsson, 27.2.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband