Undna hnéð

Í köldu og röku veðri, líku því sem hefur verið undanfarið hérna í Danmörku,  finn ég oft til í vinstra hné. Ástæðan mun vera gömul íþróttameiðsl. Í alvöru. Ég reif eitthvað í hnénu þegar ég datt á andlitið eftir frækilega snjóbrettabunu niður Snæfellsjökul. Var aðeins nokkra metra frá endapunkti þegar andlitið vildi endilega troða sér í snjóskafl. Fæturnir fengu ekkert að vita af þessari ráðagerð fyrr en það var orðið of seint. Þeir spíröluðust því um hvern annan án þess að taka tillit til hnésins. Af þeim sökum þá hefnir hnéð sér á mér núna 10 árum síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Karl Gröndal

Skíði eru af engum toga íþrótt þannig þú getur ekki sagt að þetta sé íþróttameiðsl. Skák er meiri íþrótt heldur skíði.

Benedikt Karl Gröndal, 26.2.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Benedikt Karl Gröndal

Orðið "heldur" á að vera "en". Ég biðst afsökunar. Ég mun samt ekki draga þessa staðhæfingu til baka.

Benedikt Karl Gröndal, 26.2.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Var ekki á skíðum, ég var á snjóbretti.

Ársæll Níelsson, 26.2.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband