Færsluflokkur: Bloggar
Á bloggi sínu þann 28. mars fjallar Einar K. Guðfinnson um "málefnafátækt" stjórnarandstöðunar í Norðvestur-kjördæmi, sem hann segir hafa birst sjónvarpsáhorfendum í kosningasjónvarpi stöðvar 2 á dögunum. Eitt risastórt O er það sem hann kallar svör andstöðunnar við spurningunni um hvað þyrfti að gera til að laga hér ástandið í atvinnu- og byggðarmálum. Auðvelt er að gagnrýna en erfiðara að koma með svör. Það hlakkar í honum af þessu tilefni og sjálfur gagnrýnir hann gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir að gera ekkert gagn heldur einungis vera á móti og koma með með allsherjarlausnir..... eða eitthvað í þá áttina.
Sjálfur ber hann engar lausnir á borð, og þó hann geri það ekki akkurat í umræddum pistli, þá stingur hann yfirleitt hausnum í sandinn, vegsamar meingallað ástandið og reynir að telja okkur trú um að þetta sé það besta sem okkur býðst, þ.e. ástandið eins og það er í dag. Flokkur hans hefur ekkert fram að færa nema enn fleiri nefndir og ítrekaðar lygar og fíflagang.
Við Einar og hans kammerata hef ég aðeins þetta að segja, a.m.k í bili: Frekar vel ég þá menn sem sjá að breytinga er þörf, þó allsherjarlausnirnar séu ekki til staðar, frekar en menn blindaða af taumlausri flokkatryggð og afneitun.
Bloggar | 30.3.2007 | 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vestfirðingar eiga að þegja og vera sáttir við þær "Gríðarlegu vegaframkvæmdir" sem þeir eiga von á á næstu árum. Þetta vill Einar K. Guðfinnsson meina í pistli sem hann ritar á BB, eða þannig skil ég hann allavega. Hann segir þessar framkvæmdir "þær mestu í manna minnum" og er það kannski ekki að undra, hér hefur varla nokkuð verið bætt frá því um miðja síðustu öld (jæja, ég er að ýkja, Norður-Vestfirðingar fengu Djúpveginn sinn). Og hvað með það þó fleiri verkefni hafi ekki áður verið á dagskrá samtímis í vegagerð á Vestfjörðum? Þýðir það að þetta sé nóg fyrir okkur? Það held ég nú varla. Við höfum þurft að sitja á hakanum í allt of lengi og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir (og gleymum því ekki að áætlanir yfirvalda hafa nú oftar en ekki breyst) eru aðeins brot af því sem okkur ber og höfum beðið stillt og prúð eftir svo lengi sem ég man eftir mér.
Fussum svei, hættum að skála einum veggöngum. Setjið tappann aftur í flöskuna og skálið þegar við höfum fengið það sem við eigum skilið.
Bloggar | 21.3.2007 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var reyndar búinn að vera að skrifa heljar færslu um málefni líðandi stundar, svona eins og Alþingi og atvinnuástand á Vestfjörðum en tapaði þeirri færslu fyrir klaufaskap. Ég nenni ekki að reyna að skrifa það- allt aftur þannig að ég skelli bara inn þriðju upprifjun.
föstudagur, maí 21, 2004
Yfirþyrmandi löngun til að rita hér skemmtilegan og safaríkan pistil, svona til tilbreytingar, hefur gripið um sig í hjarta mínu.
Vika er síðan ég kom með almennilegan pistil og þar á undan liðu heilar tvær viku. Inn á milli átti ég reyndar eina og eina skítafærslu sem engann veginn nær að flokkast sem góður pistill.
Ég var vaknaður nokkuð snemma í morgun - miðað við mann sem hvergi þarf að vera mættur fyrr en klukkan 14.00 - og hefði því verið tilvalið að gera eitthvað af viti eins og til dæmis að þrífa vistarverur mínar, brjóta saman þvott eða annað kellingalegt. Í örvæntingafullri leit minni að einhverju - bara einhverju! - öðru til að gera við tíma minn - til virðast of upptekinn til að sinna ofangreindum húsverkum - þá skellti ég mér á fréttavefi netsins og hóf þar lestur.
Það er svo sem fátt nýtt í fréttum, þetta er alltaf sami skíturinn.
Misþyrmingar BNA hermanna í Írak eru afsakaðar með því að benda á hvað þetta var miklu verra hjá Saddam, í von um að almenningur hugsi sem svo; "af tvennu illu, þá eru kanarnir kannski skárri kostur." Afhverju er í lagi að vera smá vondur bara af því að einhver annar var alvondur?
Á vefnum gagnauga.is má finna viðtal við uppgjafahermann sem fór stoltur í vinnuna á herjum degi síðustu 12 árin. Eftir komuna heim frá Írak fór hann að berjast á móti stríðsrekstri stjórnvaldanna sem hann fylgdi áður í blindni. Það sem opnaði augu hermannsins voru orð lífshættulega særðs borgara frá Bagdad; "Afhverju myrtuð þið bróðir minn? Við gerðum ekkert."
-
"Ísraelsher myrti 50 saklausa flóttamenn í leit sinni að göngum vopnasmyglara. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði og báðust því afsökunar á þessu öllu saman."
Ég sé alveg fyrir mér 10 vígamenn sem standa inni í bárujárnskofanum sínum uppteknir við að hlaða á sig sprengjum og hríðskotabyssum. Myndir af nýföllnum afkvæmum og ættingjum fylla vasa þeirra og grænar grímur hylja tárvot andlit. Meðan þeir gera sig klára fyrir hefndaraðgerðir, kyrja þeir bænir til fallina ástvina og til Allah, sem uppi á himnum er í óðaönn við að undirbúa veislu til heiðurs þeim.
Rétt áður en þeir halda út í opinn dauðann, kemur hlaupandi til þeirra ung kona sem heldur á blaði. Hún réttir forsprakka hópsins blaðið sem á er prentuð fréttatilkynning frá Ísraelsher. Forsprakinn les upphátt afsökunarbeiðni hersins. Fólkið er allt þögult um stund, lítur svo fljótandi augum hvert á annað, vígamennirnir kasta af sér vopnum og allir fallast grátandi í faðmlög. Engin ástæða er lengur til að hefna, herinn segir að þetta hafi verið óvart, vígamennirnir fara hver til síns heima og uppi á himnum hefst Allah handa við að fjarlæga músastiga og diskókúlur úr loftinu.
Hérna á klakanum er lítil hætta á því að ég fái loftskeyti upp í rassgatið og hef ég því aðeins áhyggjur af niðurstöðum prófa og smá kulda á tánum.
Lífið er gott.
Bloggar | 16.3.2007 | 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mánudagur, október 18, 2004
Ég fell stundum í einhver mikinn trans þar sem streymir um mig einhver aragrúi pælinga sem í sjálfu sér eru með öllu vita gagnslausar, þar er iðulega fæst enginn botn á málið. Ekki alls fyrir löngu sat ég á bekk við fjölfarna götu í höfuðborginni. Þar sem ég virti fyrir mér allt fólkið sem átti leið hjá, fólk sem ég hafði aldrei áður séð, leiddi ég hugann að því hvernig lífi þeirra er háttað.
Afhverju skildi ég vera ég en ekki gaurinn sem keyrði framhjá mér á rauða bílnum. Ekki svo að skilja að mér þætti hann öfundsverður, hann var manonsþræll á ljótum bíl sem hann hafði skreytt með sorglegu glingri hins auma bílahnakka. Færir það manni gleði að líma plastdrasl utan um sjálfrennibassaboxið sitt, að geta ekki skroppið út í verslun án þess að hljóta ævarandi skaða á heyrn eða að brjóta hljóðmúrinn á leið niður Ártúnsbrekkuna?
Konan sem gekk framhjá mér og talaði af miklum eldmóð um köttinn sinn, við ósýnilegan áheyranda, var nokkuð áhugaverð. Ekki það að mér leiðist að tala við sjáanlegt fólk eða barmi mér yfir því að eiga ekki kött. Síður en svo. Kettir eru ógeðslega lífverur og mér þykir skemmtilegast að fá viðbrögð í samræðum mínum. - Samræður er að tala saman en samræði er að stunda kynlíf, eins gott að gera ekki ásláttarvillu á daglegum samskiptum og slysast til að ríða einhverjum sem maður ætlar bara að spjalla við. - Maður getur samt ekki annað en pælt. -"Að pæla" er ekki fallegt orð.- Ég velti því fyrir mér hvernig hennar lif er. Þegar hún fer út í búð, reynir hún þá að borga við ómannaða búðarkassann eða lætur hún undan normi samfélagsins og fer í röðina þar sem sjáanleg afgreiðslupersóna er við störf?
Það er til alls konar fólk. Það er óumflýjanlegur sannleikur að ég er ég sjálfur og get lítið gert til að sporna við því, enda engin ástæða til. Ég er sáttur við þann mann sem mér var falið að vera. Hann er fallegur og skemmtilegur en þó laus við sjálfsdýrkun og hroka.
Bloggar | 14.3.2007 | 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á næstu dögum ætla ég að birta nokkrar af mínum uppáhaldsfærslum am fyrra bloggsvæði mínu, saeli.blogspot.com . Veit tæplega hvað knýr þessa ákvörðun mína en kannski langar mig til að kynna nýja lesendur fyrir gamalli snilli, hugsanlega er það nostalgía sem ræður för eða ef til vill leti. Hvað sem því líður þá kemur hér fyrsta upprifjun.
þriðjudagur, október 04, 2005
Þegar svona kalt er í veðri og rigningin tekur á sig þéttari eðlismassa þá finnst mér varla þess virði að standa úti og njóta þess að reykja mína sígarettu. Óþægindin sem orsakast af kuldanum og bleytunni kaffæra ánægjunni sem gjarnan fylgir góðum reyk. Löngunin sem grípur minn nikótínháða líkama, að loknum leiðinlegum raungreinatíma (sama hvort heldur er eðlisfræði eða stærðfræði, því allt er þetta viðbjóður), verður þó stundum yfirsterkari óþægindaótta mínum og ég læðist bakvið skóla og kveiki mér í eitrinu mínu. Ekki líður þó á löngu áður en kuldinn er farinn að nísta mig inn að beini og ég gefst upp, rétt búinn að með hálfan stautinn. Hálfreykt sígarettann endar í stampinum og með því nær peningasóun mín nýjum hæðum, því ekki einungis hef ég eytt ágætis summu í algjöra vitleysu heldur er ég líka farinn að fleygja vitleysunni frá mér ókláraðri.
Ekki ósvipað því að yfirgefa bíósal í hléi myndar.
Bloggar | 13.3.2007 | 01:30 (breytt kl. 01:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært og löngu tímabært framtak hjá þeim sem stóðu að undirbúningi þessa fundar. Yfirskriftin: Lifi Vestfirðir! - Að mínu mati hálfgert rangnefni. Á fundinum hefur varla verið nokkur maður frá sunnanverðum kjálkanum, enda ófært á milli eins og gengur og gerist að meðal tali 87 daga á ári (1/4 hluta úr ári geta íbúar Vestur-Barðarstrandarsýslu ekki ferðast norður til Ísafjarðar, sem á að heita þeirra byggðarkjarni, án þess að keyra a.m.k. 639km - leið sem liggur suður í Búðardal, um yfir Laxárdalsheiði og þaðan strandir, Stengrímsfjarðarheiði og loks Ísafjarðardjúp - í stað þeirra 172km sem vegurinn yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar teygir sig yfir. Þeir gætu reyndar flogið frá Bíldudal til Reykjavíkur og þaðan til Ísafjarðar og greitt fyrir það í kringum kr20.000 en það er tæplega spennandi möguleiki heldur). Leitt þykir mér að sjá að svo mikið hafi þurft að ganga á áður en "Vestfirðingar" tóku við sér. Tilkynningar um 35 uppsagnir hjá fyrirtækjum á svæðinu komu fram á tæpri viku og er það eflaust helsta tilefni fundarins.
Ég velti því fyrir mér hvort fundurinn hefði verið haldin ef þessi störf hefðu tapast með jöfnu millibili á lengra tímabili, segjum 18 mánuðum. Hefði verið blásið til sóknar ef að meðaltali 2 af þessum 35 hefðu misst vinnu sína í hverjum mánuði á eins og hálfs árs tímabili? Það efa ég.
Farið er fram á flutning 100 opinbera starfa til Ísafjarðar. Það er hið besta mál, en hverju þjónar það utan Ísafjarðar? Hverju þjónar það utan Skutulsfjarðar? Ef af slíkum flutning verður skyldu þá 35 störf flytjast til gamla ísafjarðarkaupstaðar í Skutulsfirði, 5 í Hnífsdal og svo 10 á hvert af hinum 3 "úthverfum" sem til viðbótar heyra undir Ísafjarðarbæ, þ.e. Þingeyri, Flateyri og Suðureyri? Það verður spennandi að fylgjast með því. Við megum heldur ekki gleyma restinni af Vestfjörðum. Hvað með Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Bolungarvík, Súðavík,Strandir og Reykhólahrepp?
Það má ekki einblína á björgun Ísafjarðar. Er það öflugur Ísafjörður sem er fyrst og fremst nauðsynlegur öflugum Vestfjörðum eða eru öflugir Vestfirðir nauðsynlegir öflugum Ísafirði?
Nauðsynjar beggja þátta haldast auðvitað í hendur.
![]() |
Stjórnvöld standi við margítrekuð loforð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.3.2007 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er greinilegt að árásarmaðurinn hefur ekki haft tök á því að kalla út Guðrúnu Kristínu Guðmannsdóttur til að ljúga fyrir sig, annars hefði hann getað sloppið betur.
Skemmtilegt að sjá að það komast ekki allir vitleysingar upp með að valsa um brjótandi nef saklausra samborgara líkt og Óttar Gunnarsson.
![]() |
Fangelsi fyrir að nefbrjóta tvo menn |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | 7.3.2007 | 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Karlmaður var í lok síðustu viku sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. |
"Karlmaður var í lok síðustu viku sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Var manninum gert það að sök að hafa í desember 2004, slegið annan karlmann á heimili hans í miðbæ Ísafjarðar, nokkur hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Læknir staðfesti að viðkomandi væri nefbrotinn og þurfti maðurinn að vitja læknis í Reykjavík til að rétta brotið af. Skýrsla var tekin af ákærða vegna málsins hjá lögreglu í byrjun nóvember 2005 og neitaði hann alfarið að hafa valdið áverkum mannsins. Þótti framburður ákærða og konu sem var í för með honum umrædda nótt trúverðugari en framburður þess sem ráðist var á og manns sem var húsgestur hjá honum og varð vitni að atburðinum. Var því ákærði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu og bótakröfu að fjárhæð 391.735 krónur vísað frá dómi. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun Hilmars Ingimundarsonar hrl., 60.258 krónur, og málsvarnarlaun Sveins Andra Sveinssonar hrl., 272.904 krónur."
_______________________________________________________
Bloggar | 27.2.2007 | 18:09 (breytt kl. 18:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einu sinni bloggaði ég mikið. Skrifaði mislanga pistla um allt og ekkert, skoðanir, pælingar eða jafnvel bara hálfgerða Haiku brandara. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir. Um daginn ákvað ég að þeysast aftur fram á bloggvöllinn og hugsaði mér að skrifa mikla og skemmtilega pistla, um málefni líðandi stundar, sem einkenndust af hugsjón. Það hefur mér ekki enn tekist. Þess í stað spyr ég hverjum sé ekki sama um hvað Britney er að gera.
Í nótt dreymdi mig að ég væri að leggja á borð. Það var stór veisla að fara að bresta á og ég var kominn í tímahrak með undirbúning borðhaldsins. Ég hvílist illa þegar ég dreymi að ég sé að vinna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt hendir mig. Draumar mínir hafa iðulega verið fullir af blóðguðum fiski, útflöttum pizzum eða uppreistum veggjagrindum, allt eftir því í hvaða vinnu ég er hverju sinni.
Afhverju getur mig ekki dreymt það sem mér finnst skemmtilegast við vinnuna? Þessa dagana eru það samtöl mín við vinnuufélaga mína sem og skemmtilega gesti. Ég hef gaman af því að ræða við skemmtilega gesti sem hingað koma í mat eða gistingu, sérstaklega ef þeir eru erlendir ferðamenn. Ekki það að þeir séu endilega skemmtilegri en þeir íslensku. Mér þykir einfaldlega alltaf skemmtilegt að brýna tungumálakunnáttu mína. Skemmtilegast er þó ef enska er móðurmál þeirra, þá geri ég mitt besta til að laga framburð minn að upprunastað viðkomandi og tefli fram öllum þeim orðaforða sem mér er unnt að koma inn í samtalið án þess að bregða út af umræðuefninu. Ég hef gaman af því þegar þeir hrósa enskukunnáttu minni og ég fæ tækifæri til að gefa þá útskýringu að ég hafi hlotið þjálfun mína af því að horfa á "Police Academy" myndirnar en ekki af því að búa erlendis. Já, ég er svo sannarlega frábær.
Bloggar | 21.2.2007 | 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, er ekki komið nóg af þessu? Hverjum er ekki sama?
![]() |
Britney sögð hafa staldrað stutt við á meðferðarstofnun í Malibu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2007 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1388
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar