Lifi Norðanverðir-Vestfirðir eða kannski Lifi Ísafjörður?

Frábært og löngu tímabært framtak hjá þeim sem stóðu að undirbúningi þessa fundar. Yfirskriftin: Lifi Vestfirðir! - Að mínu mati hálfgert rangnefni. Á fundinum hefur varla verið nokkur maður frá sunnanverðum kjálkanum, enda ófært á milli eins og gengur og gerist að meðal tali 87 daga á ári (1/4 hluta úr ári geta íbúar Vestur-Barðarstrandarsýslu ekki ferðast norður til Ísafjarðar, sem á að heita þeirra byggðarkjarni, án þess að keyra a.m.k. 639km - leið sem liggur suður í Búðardal, um yfir Laxárdalsheiði og þaðan strandir, Stengrímsfjarðarheiði og loks Ísafjarðardjúp - í stað þeirra 172km sem vegurinn yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar teygir sig yfir. Þeir gætu reyndar flogið frá Bíldudal til Reykjavíkur og þaðan til Ísafjarðar og greitt fyrir það í kringum kr20.000 en það er tæplega spennandi möguleiki heldur). Leitt þykir mér að sjá að svo mikið hafi þurft að ganga á áður en "Vestfirðingar" tóku við sér. Tilkynningar um 35 uppsagnir hjá fyrirtækjum á svæðinu komu fram á tæpri viku og er það eflaust helsta tilefni fundarins.
Ég velti því fyrir mér hvort fundurinn hefði verið haldin ef þessi störf hefðu tapast með jöfnu millibili á lengra tímabili, segjum 18 mánuðum. Hefði verið blásið til sóknar ef að meðaltali 2 af þessum 35 hefðu misst vinnu sína í hverjum mánuði á eins og hálfs árs tímabili? Það efa ég.
Farið er fram á flutning 100 opinbera starfa til Ísafjarðar. Það er hið besta mál, en hverju þjónar það utan Ísafjarðar? Hverju þjónar það utan Skutulsfjarðar? Ef af slíkum flutning verður skyldu þá 35 störf flytjast til gamla ísafjarðarkaupstaðar í Skutulsfirði, 5 í Hnífsdal og svo 10 á hvert af hinum 3 "úthverfum" sem til viðbótar heyra undir Ísafjarðarbæ, þ.e. Þingeyri, Flateyri og Suðureyri? Það verður spennandi að fylgjast með því. Við megum heldur ekki gleyma restinni af Vestfjörðum. Hvað með Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Bolungarvík, Súðavík,Strandir og Reykhólahrepp?

Það má ekki einblína á björgun Ísafjarðar. Er það öflugur Ísafjörður sem er fyrst og fremst nauðsynlegur öflugum Vestfjörðum eða eru öflugir Vestfirðir nauðsynlegir öflugum Ísafirði?
Nauðsynjar beggja þátta haldast auðvitað í hendur.


mbl.is Stjórnvöld standi við margítrekuð loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður polli.

Níels A. Ársælsson., 12.3.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

takk

Ársæll Níelsson, 12.3.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband