Upprifjun #1

Á næstu dögum ætla ég að birta nokkrar af mínum uppáhaldsfærslum am fyrra bloggsvæði mínu, saeli.blogspot.com . Veit tæplega hvað knýr þessa ákvörðun mína en kannski langar mig til að kynna nýja lesendur fyrir gamalli snilli, hugsanlega er það nostalgía sem ræður för eða ef til vill leti. Hvað sem því líður þá kemur hér fyrsta upprifjun.

 

þriðjudagur, október 04, 2005

Þegar svona kalt er í veðri og rigningin tekur á sig þéttari eðlismassa þá finnst mér varla þess virði að standa úti og njóta þess að reykja mína sígarettu. Óþægindin sem orsakast af kuldanum og bleytunni kaffæra ánægjunni sem gjarnan fylgir góðum reyk. Löngunin sem grípur minn nikótínháða líkama, að loknum leiðinlegum raungreinatíma (sama hvort heldur er eðlisfræði eða stærðfræði, því allt er þetta viðbjóður), verður þó stundum yfirsterkari óþægindaótta mínum og ég læðist bakvið skóla og kveiki mér í eitrinu mínu. Ekki líður þó á löngu áður en kuldinn er farinn að nísta mig inn að beini og ég gefst upp, rétt búinn að með hálfan stautinn. Hálfreykt sígarettann endar í stampinum og með því nær peningasóun mín nýjum hæðum, því ekki einungis hef ég eytt ágætis summu í algjöra vitleysu heldur er ég líka farinn að fleygja vitleysunni frá mér ókláraðri.
Ekki ósvipað því að yfirgefa bíósal í hléi myndar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband