Færsluflokkur: Bloggar

Korn vs. Mugison

Steinar kom í heimsókn síðastliðinn þriðjudag og dvaldi hjá fjölskyldunni þar til í dag. Þar sem Steinar kom út til að slappa af þá var ekki mikið álag á gestgjöfunum að labba um allar trissur og skoða borgina, sem var ágætt. Hins vegar var farið út að borða, kíkt í einn verslunarleiðangur og farið á tvenna tónleika.

Við Steinar fórum sem sagt á tónleika með KORN í KB Hallen síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmtum okkur ágætlega. Upplifunin fannst mér þó ekki jafn góð og þegar ég fór á tónleika sem hljómsveitin hélt á Íslandi hérna um árið. Getur verið að sú staðreynd að tveir hinna upprunlegu meðlima hafa síðan þá yfirgefið hljómsveitina hafi eitthvað um það að segja. Það eru David trommuleikari og Head gítarleikari, og í stað þeirra hafa komið tveir ónefndir tónlistarmenn auk hljómborðsleikara og bakraddaöskrara sem eru hrein viðbót. Til að kóróna allt saman þá forfallaðist Munky, sem er þá eini upprunalegi gítarleikarinn, og í hans stað var enn ein ónefnan. Þarna voru því aðeins söngvarinn Jonathan Davis og bassaleikarin Fieldy sem fulltrúar upprunalega bandsins með fjóra varamenn sé til halds og trausts. Mér leið því pínulítið eins og Guns and Roses aðdáenda myndi líða á tónleikum með Axl Rose í dag.
    Seinni tónleikarnir sem við fórum á voru með Mugison á laugardagskvöldið. Hann var svo elskulegur að setja okkur á gestalista og kunnum við honum miklar þakkir fyrir það. Gestir þar voru um það bil 400 (1/10 af gestafjölda KORN tónleikana) og voru þar íslendingar í stórum meirihluta, við Steinar giskuðum á um 80%.  Mér fannst það miður. Tónleikarnir voru alveg magnaðir. Mugison opnaði með upphafslagi nýju plöturnar, Mugiboogie, og lagði þannig línurnar fyrir restina af tónleikunum sem aðallega voru samsettir af lögum þeirrar plötu. Hann tók þó 3 lög af fyrri plötum, þar á meðal Murr murr (stórkostlegur flutningur á því lagi, veggir og gólf nötruðu) enda hefði hann ekki komist upp með annað. Tónleikarnir voru alveg hreint stórkostlegir og hann fór létt með að toppa KORN tónleikana. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessum rólega hlédræga manni gjörsamlega breytast í villidýr þegar hefur gítarinn og míkrafón fyrir framan sig.


Íbúð óskast

Eins og áður hefur komið frá hér á blogginu þá munum við eyða sumrinu við leik, störf og fjölgun mannkyns heima á Íslandi í sumar. Í ljósi þess þá erum við á höttunum eftir húsnæði þar sem fjölskyldan getur hreiðrað um sig á meðan á dvölinni stendur. Frá júní byrjun til loka ágúst. Þar sem lítið af húsgögnunum okkar passa ofan í ferðatösku komum við einnig til með að þurfa að fá þau lánuð og því ekki verra ef einhver er með mubblumbúna íbúð sem hann má missa þessa 3 mánuði.

Best er að taka fram að það er ekki nóg að íbúðin sé á Íslandi heldur þarf hún einnig að vera annaðhvort á Ísafirði eða Suðureyri.

Endilega setið ykkur í samband við mig ef ykkur dettur eitthvað í hug.


Reef n´ Beef

Eiríkur og Fanný voru hérna í Köben í byrjun janúar og létu það yfir sig ganga að eyða smá tíma með mér og fjölskyldunni. Ég kann þeim þakkir fyrir göngutúrana en þó sérstaklega fyrir boðið á ástralska veitingastaðinn Reef n´Beef. 45a2949e37d46
Ég hafði heyrt nokkuð af þessum stað og séð hann auglýstan. Var mjög spenntur yfir tilhugsuninni um að smakka á kengúru og krókódíl. Ég pantaði mér því hvort tveggja. Ég pantaði Bush Tucker Menu en hann samanstóð af kengúru carpaccio í forrétt, krókódílahala með hollandaise sósu í aðalrétt og Bunya hnetu pavlóvu rúllu í eftirrétt. Þessu skolaði ég niður með glasi af Craneford Shiraz.  Það besta við máltíðina var án efa rauðvínið sem var það allra besta sem ég hef smakkað. Hver sopi var eins og fullnæging fyrir bragðlaukana. Kengúran var góð, en sennilega voru það mistök að panta hana í forrétt því að carpaccio á það til að bragðast mest af ólívuolíunni sem helt er yfir það. Ég smakkaði reyndar beikonvafða kengúrusteik hjá Auði og hún var alveg frábær. Meyrara kjöt hef ég sjaldan smakkað. Krókódíllinn var án efa vonbrigði kvöldsins, hann var mjög svipaður en þó örlítið verri en mjög þurr kjúklingabringa, áhugaverðast við þann rétt voru þó án efa bláu kartöflurnar. Pavlóvan var einnig hrikalega góð líkt og aðrir eftirréttir sem pantaðir voru við borðið. Death by chockolate tók bikarinn fyrir skemmtilegustu nafngiftina. Ég smakkaði einnig forréttinn hjá Auði, en hún pantaði sér Smoked Emu Rolls sem var nokkuð áhugaverður. En ég hef sjaldan hrifist af reyktu fuglakjöti og tók því engin heljarstökk af hrifningu yfir Emúanum. Það var þó gaman að smakka á nýju hráefni.

Ég get eindregið mælt með staðnum. Í heildina litið var maturinn mjög góður og framsetningin skemmtileg. Staðurinn var hlýlegur, andrúmsloftið þægilegt og þjónustan góð.


Vorið 2004

MIkynning2

Ársæll Níelsson og Kristín Ólafsdóttir voru fulltrúar viðskiptabrautar út á við. (Mynd tekin af bb.is)

Mér er það óskiljanlegt að ekki hafi verið fleiri nýnemar á viðskiptabraut haustið 2004.


Broslegt

Mér finnst þetta nokkuð broslegt.

Mótmæli_-..

 

Mér sýnist aðdragandinn vera nokkurn veginn sá sami og þegar skytturnar 3 og d´Artagnan B Eggerts hrifsuðu völdin fyrir rúmum 100 dögum.

Fylkingar benda hinsvegar hvor á aðra og rífsat um hver var meira óheiðarlegur við hvern og hvenær, hvar og við hvaða tilefni.
  Við máttum þetta alveg, þau byrjuðu!
  Já, en við köstuðum bara einum snjóbolta. Hann var meira að segja lítill!
 Okkar var ekkert mikið stærri!
Víst, óggsla stór og svo köstuðuð þið líka tveim soliðs.!

Ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess hvor borgarstjórnin er betri eða verri. Mér finnst bara hlægileg viðbrögð nýjustu fráfarandi borgarstjórnar og fylgismanna hennar í ljósi þess hvernig sú stjórn var mynduð. á þessu tvennu er aðeins stigs munur.

 Þess vegna hló ég upphátt þegar mér barst þessi mynd í vefpósti frá Ungum jafnaðarmönnum fyrr í kvöld.


mbl.is Töldu Margréti með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurkoma

Handbolti, ríkisstjórnin og embættisveitingar og Kvótakerfið og SÞ.
Flott, þá er ég búinn að blogga um það.

Lífið hefur aftur fallið í sína normal rútínu hér í Köben eftir heimkomuna frá Íslandi. Erum strax búinn að bóka farið fyrir næstu heimsókn sem verður um páskana. Ætlum þá að eyða viku á Súgandafirði, kíkja á Aldrei fór ég suður og vonandi hitta fullt af vinum sem maður annaðhvort hitti ekki eða hitti allt of stutt yfir hátíðarnar.

Erum svo líka búin að ákveða að eyða sumrinu á Vestfjörðum. Ég hef fengið ljómandi gott atvinnutilboð og við viljum vera sem næst ættingjum þegar næsta barn kemur í heiminn. Akkurat, þú giskaðir á það. Eigum von á öðru barni þann 16. júlí. Takk fyrir það.

Þetta er gott í bili. Borgar sig ekki að byrja á stórri færslu eftir langt hlé.


Árni svíkur Vestfirðinga með nýju fjárlagafrumvarpi

Árni Matt heldur áfram, í skjóli nýju ráðherrastöðu sinnar, að r*ða vestfirðingum, í endaþarminn. Bolvíska pappaglasið er komið í gamla stólinn hans Árna, þar sem það segir já við öllu sem Hafró hendir í hann. Á meðan getur Árni andað rólega og snúið sér að nýjum leiðum til að leggja Vestfirði í eyði, í það minnsta gera sem minnst til að koma í veg fyrir það. Vestfjarðarskýrslan sem login var upp á vestfirðinga í aðdraganda kosninga er opinberlega orðin verðlausari en klósettpappír með áprentuðum dollaraseðlum. Þrátt fyrir þetta þá trúir bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna á Ísafirði ennþá í blindni á sinn flokk. Afneitun. Skýrslunni, eins þunnur pappír og hún var, átti aldrei að fylgja eftir. Tilgangur hennar var einungis að þagga niður í langþreyttum vestfirðingum og dingla fyrir framan þá eins og gulrót fyrir asna, þar til öldurnar hefði lægt og sjálfstæðismenn hefðu tryggt sér völd í 4 ár í viðbót.

Fjárlaganefnd sker niður tillögur Vestfjarðaskýrslunnar

 


Úreltar merkingar almenningssalerna

Hvernig stendur á því að ennþá er hægt að finna almenningssalerniznak_wc sem merkt eru með myndum eins og þessari? Þetta er auðvitað argasti dónaskapur!
Nú á dögum er næstum því eins algengt að sjá karlmenn í pilsi eins og konur og kona í kjól er álíka algeng sjón og kona í viðtali í Silfri Egils.

Ég legg til að skipuð verði nefnd grafískra hönnuða til að leggjast yfir þetta mál og finna sem fyrst tákn sem betur lýsa muni kynjanna nú á dögum.

Ég gef nefndinni góðfúslegt leyfi til aðUntitled-1 hafa myndina hér að neðan til hliðsjónar.

 

 


Nýr banner

Var að fikta mig áfram í gegnum Photoshop og bjó til nýjan banner á bloggið.

Feedback?


Grímugerð lokið

Á föstudaginn lauk grímugerðarnámskeiðinu. Námskeiðið var ljómandi skemmtilegt og fræðandi. Áður en námskeiðið hófst hafði ég á orði að ég vildi óska að ég gæti gert jafn fagmannlega grímu og þær sem kennararnir höfðu með til að sýna okkur. Og viti menn, held barasta að mér hafi tekist það.

Þetta var langt ferli, aldrei hefði ég trúað því hvað þetta var langt og flókið.
Fyrsta einn og hálfan daginn var unnið að því að móta útlit grímunnar úr leir. Að því loknu var steypt negatífa í gifs. Á þriðja degi var unnið að því að setja pappamassa inn í negatífa gifsmótið. Hér er búið að pússa niður gifs- og trélímsblöndunaTil þess voru notaðar tvær tegundir af pappír sem einungis er til sölu á Ítalíu. Alls voru settar fjórar umferðir, tvær af hvorri pappírstegund. Á fjórða degi var gríman tekin úr mótinu, kantar hennar klipptir til og límdir aftur og skorin út augu. Síðan bárum við á þær gifs og trélímsblöndu til að styrkja þær,Búið að skerpa útlínur og andlitsdrætti pússuðum þær upp og grunnuðum svo loks með akrýlmálningu. Hvítur grunnur að utan en svartur að innan. Fimmta og síðasta daginn máluðum við grímurnar til að skerpa útlínur og andlistdrætti áður en þær voru svo málaðar með blöndu af einhverskonar fljótandi biki (sem einungis fæst á Ítalíu) og terpentínu. Hlutfallið á milli biksins og terpentínunnar fór eftir því hve dökk gríman átti að vera.Gríman tilbúin

Námskeiðinu er sem sagt lokið og þá hefst aftur reglubundin kennsla í skólanum. Vinnum með nýju grímurnar þessa vikuna og svo aðrar tegundir á næstu vikum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband