Færsluflokkur: Bloggar
Ég verið verið að glíma við bakeymsli síðan á mánudag. Eitthvað hef ég farið of geyst af stað í skólanum eftir 10 daga afslöppun. Áðan rifjaðist það upp fyrir mér að fyrir 5 árum glímdi ég við sama vandamál og varð það mér þá innblástur bloggfærslu sem birtist á gamla blogginu mínu. Í stað þess að koma með nýja færslu um núverandi meiðsl þá hef ég ákveðið að endurbirta fyrrnefnda færslu.
Hún birtist fyrst á saeli.blogspot.com þann 22. febrúar 2003.
Furðulegur dagur.
Ég tognaði í bakinu í gær eftir hörð átök við dauðann fisk. Í dag fór ég svo í pollinn til að reyna að losna við eymslin sem ég hlaut af.
Þar sem ég flatmagaði í heiti vatninu gerði allt í einu hríðarbyl, ég beið í 5 mínútur og þá stytti upp og sólin læddist framhjá skýjunum. Ég lá og fylgdist með hvernig bjartir geislar sólarinnar fylltu fjörðinn og þá kom ég auga á sílspikaðan smáfugl sem stóð á steini rétt hjá. Hann kastaði á mig kveðju og á móti kastaði ég í hann steingerðum svissneskum geitarosti sem átti leið hjá. Fuglinn vankaðist við höggið og synti hræddur af stað. Ég dreif mig af stað á langskipinu mínu og elti hann. Þegar ég var alveg að ná honum sprakk hjá mér dekk og ég þurfti að skipta um glussabrakket. Á meðan á þessu stóð sveif Jón Sigurðsson framhjá á bleiku sykurskýi og kallaði mig frelsishetju og eins og hendi væri veifað óx grenitré út úr nefinu á honum og hann fór að hlæja. Handann við hornið beið græni kallinn með annan fótinn í blautri steypu og hinn í súkkulaðimjólk. Hann kallaði mig aula og snýtti sér í dauða mús. Ég kallaði hann asna og hélt svo áfram a hjóla.
Ég er orðinn mun skárri í bakinu en mér veitti samt ekkert af fleiri pollaferðum til að laga það betur. Veit samt ekki hvort ég þori að fara meira í pollinn á næstunni af því að Einar Ben hótaði að rassskella mig með ljóðabók ef ég kæmi aftur.
Ég held að ég leggi mig bara, er orðinn hálf skrýtinn í hausnum.....skyldu útrunnar vöðvaslakandi töflur hafa þessi áhrif?
Bloggar | 20.2.2008 | 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skýrir sig sjálft
Bloggar | 14.2.2008 | 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandaríkjaþing samþykkti í gær að banna svokallaðar vatnspyntingar, þrátt fyrir skilaboð frá Hvíta húsinu þess efnis að neitunarvaldi verði beitt á slík lög. Það voru demókratar á þinginu sem komu lögunum í gegn en þar eru þeir í meirihluta.
Flestir repúblikanar voru hins vegar á móti frumvarpinu sem setur leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, skýrar reglur um hvernig standa skuli að yfirheyrslum yfir grunuðum mönnum. Þar á meðal er sett bann við vatnspyntingum sem leyniþjónustan hefur viðurkennt að hafa beitt á grunaða hryðjuverkamenn.
Með vatnspyntingum er átt við það þegar vatni er hellt yfir vit manns svo honum finnst hann vera að drukkna. (#)
Gott framtak hjá Demókrötum. Hræðslu og áróðursvél Hvíta hússins hótaði að beita neitunarvaldi sem sýnir enn og aftur tvískinnungsháttinn í þessum hræsnurum.
Mér skilst að eftir seinni heimstyrjöldina hafi Bandaríkjastjórn tekið af lífi nokkra japanska herforingja fyrir að beita slíkum pyntingum á bandaríska ríkisborgara.(#) Það er því alveg ljóst að þessu liði er lítt umhugað um mannréttindi annarra þjóða nema það komi þeim sjálfum til góða. Þeir telja sumar aðferðir aðeins pyntingar ef aðrir nota þær gegn þeim en noti þeir sömu aðferð þá er það réttlætanleg yfirheyrslu aðferð.
(#)
Í myndbrotinu hér að neðan reynir Bush að komast hjá því að viðurkenna notkun "waterboarding" , segist ekki vilja gefa óvininum færi á að aðlagast yfirheyrsluaðferðum þeirra.
Seint á síðasta ári var sett saman nefnd sem átti að varpa ljósi á það hvort Bandaríkin beittu pyntingum við yfirheyrslur sínar á stríðsföngum. Háttsettir menn innan stjórnarinnar lugu blákalt að nefndinni trekk í trekk þar til einn þeirra missti út úr sér að þeir hefðu í mesta lagi notað "waterboarding" á 3 fanga. Úbs. Þá þurftu menn að byrja upp á nýtt í að ljúga sig út úr þessu með því að teygja á hugtakinu til að geta afsakað þessa aðferð sem "alternative interrogation method" sem nýlega hafi verið tekin upp og verði ekki notuð aftur. Stuttu síðar sendi Hvíta húsið hinsvegar frá sér tilkynningu þar sem þeir áskilja sér rétt til að nota þessa aðferð aftur við sérstakar aðstæður.
Hér til hliðar sést hvar bandarískir hermenn nota "waterboarding" á óþekktan fanga í Víetnam stríðinu. Undarlegt í ljósi þess að stríðið í Víetnam er háð 20 árum eftir að bandaríkjamenn taka japanska hermenn af lífi fyrir að nota slíkar aðferðir og rúmum 40 árum áður en yfirvöld viðurkenna að hafa "nýlega" tekið upp þessa aðferð.
Þetta er svolítið eins og reykingarmaðurinn sem er alltaf að hætta að reykja, gerir það eftir hverja sígarettu.
Nánar má lesa um "waterboarding" hér.
Bloggar | 14.2.2008 | 10:05 (breytt kl. 18:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á þetta myndband sem sýnir nokkra meðlimi Bush-stjórnarinnar tala í hringi varðandi Írak, gereyðingarvopnin og innrásina.
Guði sé lof að 8 ára vitleysa er senn á enda.
Bloggar | 14.2.2008 | 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætla ekki að skrifa heillangt matarblogg en langaði að deila þessu með einhverjum.
Þegar kom að því að undirbúa kvöldmatinn stóð ég, einu sinni sem oftar, frammi fyrir því að hafa ekki hugmynd um hvað ætti að vera í matinn. Það eina sem ég átti ófrosið voru kjúklingabringur og því urðu þær fyrir valinu. Kjúklingabringur hafa verið nokkuð oft á matseðlinum hjá mér eftir að við fluttum út og því eru þessar örfáu uppskriftir sem ég hef hingað til stuðst við farnar að vera leiðinlegar. Ég ákvað því að prófa eitthvað nýtt, eldhússpuni.
Sullaði saman ólívuolíu, hunangi og safa úr einni appelsínu. Marineraði bringurnar í þessu í hálftíma, brúnaði þær á pönnu og henti svo inn í ofn í 20 mín.
Í sósuna notaði ég nýkreistan appelsínusafa, mjólk, rjóma, kjúklingakraft og smá appelsínubörk (bara ysta lagið, þetta appelsínugula) .
Bar þetta svo fram með timjan-kartöfum og salati.
Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, sérstaklega þegar það virkar sem það og gerði í þetta sinn.
Bloggar | 13.2.2008 | 21:37 (breytt kl. 21:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjölskyldan hefur fengið úthlutaða íbúð á Tröröd kollegie frá og með 1. mars. Flutningur er því yfirvofandi sem er ljúfsárt. Kosturinn við þetta er að húsnæðisútgjöld (þ.m.t. leiga, hiti, rafmagn, vatn og internet) lækka um sléttan helming - heildarferðakostnaður hækkar reyndar um DKK 1.000 en þrátt fyrir það er sparnaðurinn umtalsverður. Ólétt eiginkona mín fagnar því að flytja á jarðhæð og sleppa við tröppuklifur og sonur minn mun eflaust gleðjast yfir litla garðinum sem tilheyrir verðandi heimili okkar. Ókostirnir eru örlítið lengri ferðatími til og frá skóla, meiri fjarlægð í þjónustu auk minna úrvals og að lokum lengri biðtími á milli lesta og strætisvagna.
Okkur hefur liðið mjög vel hérna í Sydhavn. Undanfarið hafa þó runnið á okkur tvær grímur varðandi almennt öryggi hér í hverfinu. Í síðustu viku særðust 3 menn í skotárás við lestarstöðina okkar (nei, lestarstöðin skaut ekki á þá né þeir á hana), Sjælör station, þar af einn alvarlega þó enginn lífshættulega. Árásin var talin tengjast uppgjöri gengja vegna hnífstunguárásar við Nörreport station fyrr í vetur. Þetta, ásamt nokkrum sprengjuárásum á söfnunarhylki fyrir ál og gler, hefur gert það að verkum að okkur hlakkar bara nokkuð til að flytja í sveitasæluna þarna 20 km fyrir norðan Köben, þrátt fyrir að um sé að ræða 17fm smærri íbúð.
Maðurinn sem ég leigi af hringdi í mig í gær og tjáði mér að hann kæmi í dag ásamt mögulegum leigjanda. Þar sem ég sagði íbúðinni ekki upp með þriggja mánaða fyrirvara þá er það mér nokkuð mikilvægt að nýr leigjandi finnist til að taka við íbúðinni strax um mánaðarmótin svo að ég þurfi ekki tímabundið að greiða af tveim íbúðum. Því var mér mikið í mun að íbúðin væri sem mest aðlaðandi. Þar sem ég er í vetrarfríi þessa vikuna þá hafði ég nægan lausan tíma í dag sem ég nýtti eftir fremsta megni í hreingerningar ( að það hafi tekið allan daginn sýnir kannski að reglulegum þrifum á heimilinu er ábótavant). Ég skúraði (sem er hvergi leiðinlegra en hérna þar sem við erum með hvítþvegin viðargólf - ég sakna parkets) dustaði af, loftaði út, viðraði teppi og sængur, setti í 2 þvottavélar og tók að sjálfsögðu til. Svo til að kóróna meiköppið á íbúðinni þá setti ég skál fulla af litskrúðugum ávöxtum á matarborðið, keypti blómvönd og pottablóm og bakaði köku. Á slaginu 17, þegar von var á gestunum, fékk ég textaskeyti með þeim skilaboðum að þessu væri frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda hins mögulega leigjanda.
Íbúðin hefur þó aldrei litið betur út.
Bloggar | 12.2.2008 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Danski bjórinn er greinilega eitthvað að hægja á fattaranum hjá mér.
Bloggar | 11.2.2008 | 21:11 (breytt kl. 21:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftirfarandi er tekið úr frétt af visi.is.
Nú er komið nóg," segir Bubbi Morthens og á þar við útlendingahatrið sem hann segir hafa verið að aukast jafnt og þétt undanfarið. Bubbi er orðinn pirraður og ætlar að láta til sín taka.
Þeir eru náttúrulega upp til hópa idjótar, eins og sést best á þeirri uppákomu sem varð klukkan tvö í dag," segir Bubbi sem gerir sér vel grein fyrir að alltaf séu einhverjir svartir sauðir innan um.
Hvað gerðist klukkan tvö í dag?
Bloggar | 11.2.2008 | 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á bloggi sýnu bendir Egill Helgason á þetta kosningapróf . Það er þannig uppbyggt að maður krossar við það sjónarmið sem fellur best að þínu eigin varðandi þá 14 málaflokka sem standa hæst í forkosningunum í BNA. Einnig er maður látinn merkja við mikilvægi hvers flokks fyrir sig. Prófið segir sig sjálf. Verð að viðurkenna að það eru nú einhverjir flokkar þarna sem ég hef ekkert alltof mikið vit á, eins og til dæmis skattamálin (sé einungis tekið tillit til málaflokksins í BNA). Ég tók þó prófið til gamans og verð að viðurkenna að niðurstöðurnar koma mér ekki á óvart. Skondið að sjá alla frambjóðendur Demókratana skora jafn hátt (hver í ósköpunum er annars þessi Gravel?) og sömuleiðis ánægjulegt að sjá hvað ég á lítið sameiginlegt með Repúblíkönum. Það sem kemur mér mest á óvart er að svo virðist sem McCain sé hlynntur hjónaböndum samkynhneigðra.
Mikið vona ég að Demókratar sigri svo þegar loks kemur að forsetakosningunum.
Að neðan má sjá niðurstöður prófsins.
Below are the candidates ranked by how much you agree with their stances.
![]() | Barack Obama Score: 48 Video | Agree Immigration Stem-Cell Research Abortion Social Security Line-Item Veto Energy Marriage Environment | Disagree Iraq Taxes Health Care Death Penalty Gun Control Education |
![]() | Mike Gravel (það hlýtur að hafa | Agree Iraq Immigration Stem-Cell Research Abortion Social Security Marriage Death Penalty Environment | Disagree Taxes Health Care Line-Item Veto Energy Gun Control Education |
![]() | Hillary Clinton Score: 48 | Agree Immigration Stem-Cell Research Abortion Social Security Line-Item Veto Energy Marriage Environment | Disagree Iraq Taxes Health Care Death Penalty Gun Control Education |
![]() | Ron Paul Score: 36 | Agree Iraq Taxes Health Care Social Security Line-Item Veto Marriage Death Penalty Education | Disagree Immigration Stem-Cell Research Abortion Energy Gun Control Environment |
![]() | Mitt Romney Score: 17 | Agree Taxes Stem-Cell Research Health Care Energy Gun Control | Disagree Iraq Immigration Abortion Social Security Line-Item Veto Marriage Death Penalty Environment Education |
![]() | John McCain Score: 10 | Agree Immigration Taxes Health Care Marriage | Disagree Iraq Stem-Cell Research Abortion Social Security Line-Item Veto Energy Death Penalty Gun Control Environment Education |
![]() | Mike Huckabee Score: 1 Video | Agree Health Care | Disagree Iraq Immigration Taxes Stem-Cell Research Abortion Social Security Line-Item Veto Energy Marriage Death Penalty Gun Control Environment Education |
Bloggar | 7.2.2008 | 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í huga minn kemur atvik úr enskutíma einum í grunnskólanum á Tálknafirði þegar ég var í 7. bekk að mig minnir. Fljótlega eftir að tíminn byrjaði urðum við strákarnir allt í einu fyrir einhverjum undarlegum áhrifum. Við hlupum um á borðum og stólum og fleygðum á milli okkar skóladóti sem síðan endaði allt í einni hrúgu úti í einu horni skólastofunnar. Þegar skóladótinu hafði verið fleygt til hliðar þá fengu borð og stólar að fjúka í annað horn. Greyið kennarinn, skólastjórafrúin Björk, fékk okkur með engu móti til að hætta látunum. Við lestur þessarar fréttar geri ég mér loks grein fyrir því hvað réði athöfnum okkar, við vorum greinilega andsettir einhverskonar ærsladraugum. Stelpurnar sluppu alveg frá téðum draugum en voru þess í stað gripnar óstöðvandi ofsahlátri. Þar sem Björk greyið hefur greinilega haft litla reynslu af því að kveða niður drauga þá varð hún á endanum dauðskelkuð og hljóp snökktandi út.
![]() |
Andsetnir nemendur í Úganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.2.2008 | 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar