Svona gengur

Cabarettinn í síðustu viku gekk vel. Salurinn var pakkaður upp í rjáfur og það komust færri að en vildu. Við vorum beðin um að hafa aðra sýningu en af ýmsum ástæðum var ákveðið að afþakka boðið. Sýngingin var tekin upp og ég mun setja mín atriði á netið von bráðar.

Við erum byrjuð að nema Commedia Dell´arte. Ég geri því leikhúsformi betur skil þegar ég veit meira um það sjálfur. Við komum til með að vera með Commedia sýningu á leikhúshátíð í Póllandi í byrjun maí auk þess sem við eigum að geta sýnt styttri númer á einhverjum af mörgum opnum sviðum hátíðarinnar. Lokasýningin er svo mánudaginn 11 maí. Einhverjir nemendur úr bekknum mínum hyggjast þó fara saman á hátíð í Silkeborg tveimur vikum seinna og sýna eitthvað af því sem við höfum verið að vinna að í vetur.

Annars stefnir í rosalega strákahelgi. Auður er að fara til Stokkhólms á föstudag og verðum við feðgar því bremsulausir fram á sunnudagskvöld. Við undirbúning helgarinnar komum við allir með tillögur að skemmtilegri helgi. Ég stakk upp á ferð í dýragarðinn, Alexander vildi fara á strippstaði og Tristan stakk upp á bjórsmökkunarferð. Veit ekki hvort að við komumst yfir þetta allt á einni helgi - Tristan tekur tvo lúra á dag - þannig að það gæti verið að við sleppum dýragarðinum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru alöru menn, synir þínir

Birgir Olgeirsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:44

2 identicon

Á meðan þessari hlegi stendur, hlustið þá á syndir feðganna með Bubba.

Birgir Olgeirsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Og gamla frænka ætlaði að stinga uppá barnabíói... greinilegt að hún fylgist ekki með hraðri "þróun" unganna sinna.

Lilja Einarsdóttir, 24.3.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband