Kæra dagbók

Um síðustu helgi fór ég ásamt kennurum og nemendum skólans til Póllands. Eftir 12 tíma siglingu til Swinouscjie (eða eitthvað í þá áttina) tók við 6 tíma rútuferð til Sopot. Þar gistum við á hóteli sem upprunalega var byggt af pólskri verksmiðju á tímum Kommúnismans, í þeim tilgangi að senda þangað verkamenn sína í 2 vikna sumarfrí með fjölskyldur sínar. Þetta var þó ekki sumarleyfisferð hjá okkur, heldur vorum við þarna sem gestir á leiklistarhátíð.
Fyrir utan það að sprella úti á götu með leðurgrímu á andlitinu (Commedia Dell´Arte ekki Texas Chainsaw) þá tók ég kraftútsýnisgöngu um Gdansk, synti í þrígang í 8 gráðu heitu Eystrasaltinu (vindjakkaklæddu konurnar sem leita að rafi í flæðarmálinu ráku upp stór augu í hvert sinn), borðaði sushi og gekk út á 1 km langa trébryggju. Gweði svo sem ýmislegt fleira en þetta bar hæst.

Á föstudaginn var svo síðasti skóladagurinn hjá bekknum mínum og um kvöldið var lokasýningin. Undarleg tilhugsun að þessu tímabili lífs míns skuli vera lokið.
Næstu tvær vikur fara svo í að undirbúa kaffihúsið og heimferð okkar Alexanders. Við feðgar förum til Íslands eftir tvær vikur til að undirbúa opnun Kaffi Sæla og aðstoða við fermingarveislu yngsta bróður míns. Auður og Tristan fljúga til íslands tveim vikum síðar, þegar Auður er búinn með sitt nám.

Kaffi Sæla opnar þriðjudaginn 2. júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nákvæm stafsetning er Świnuojście.

Fínt að vera í Póllandi.  Ég var oft í næsta bæ við Sopot; Gdynia.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.5.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband