Skoðanakönnun

Ég vill hvetja alla lesendur til að taka þátt í skoðanakönnunni hérna til hliðar. Lesendur eru einnig hvattir til að viðra skoðanir sínar á möguleikunum sem upp eru gefnir eða jafnvel koma með eigin tillögur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég valdi Fönix, það stysta af þeim sem var á íslensku. Ertu í startholunum með kaffihús eða er þetta eitthvað skólaverkefni?

Gylfi (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Er í startholunum. Láta langþráðan draum rætast og redda mér sumarvinnu.

Ársæll Níelsson, 25.3.2009 kl. 22:30

3 identicon

Ég valdi Kaffisælu, vil íslenskt nafn !  Hlakka til -  gangi þér vel !

Guðrún (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:22

4 identicon

Langi Mangi ætti nú vel við þig :-)

Á þetta að vera á Ísafirði?

Gló magnaða (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 07:38

5 Smámynd: Ársæll Níelsson

Takk Guðrún.

Nei, Eygló. Það yrði á Tálknafirði. Fínn sunnudagsbíltúr að skreppa frá Ísó og koma til mín í bröns.

Ársæll Níelsson, 26.3.2009 kl. 08:30

6 identicon

Mér líst best á KaffiSæla af þessum valmöguleiku og mér finnst að þú ættir að efa út vikulegt fréttabréf í leiðinni sem héti Tálknmálsfréttir :)

Benni (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:39

7 identicon

Mér finnst það ætti að vera KaffiSæla vegna þess að það er kúl.

Æðislegt blogg Ársæll. Líklega það besta sem Ég hef séð... 

Fönix  ...Ekki svo kúl. 

Óskar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:23

8 identicon

KaffiSæla er eitthvað pínu Rabbabarinn/Lúbarinn/Zanzibar fílingur. Hvað með Kaffihús Sæla?

Ef þú verður með brönsj þá mæti ég tóts! Megapæling að Reykjafjarðarsundlaugarklúbburinn mæti til dæmis eftir góða sundnótt.

Tinna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:39

9 Smámynd: Ársæll Níelsson

Benni, þetta er ein besta hugmynd sem ég hef heyrt. Reynar eru líkur á því að það væri aðeins ein málsgrein í fréttablaðinu nema ég fari út í einhvern kjaftasögustíl.

Óskar: Ég greini sneið af kaldhæðni í þessari athugasemd þinni.

Tinna: Orðaleikurinn fór ekki framhjá mér. Er ekki svo viss um að það sé svo slæmt þar sem algengara er að sjá bar endinguna í slíkum orðaleikja nafngiftum.
Kaffihús Sæla hljómar ágætlega en á Tálknafirði er það afi sem er þekktur sem Sæli ekki ég. Þannig að ef KaffiSæla dansar á línunni með að vera tengd við rangann mann þá stekkur Kaffihús Sæla langt yfir hana.

Ársæll Níelsson, 27.3.2009 kl. 00:05

10 Smámynd: Ársæll Níelsson

PS. Reykjafjarðarsundlaugarklúbburinn fengi að sjálfsögðu góðan bröns á nettum afslætti.

Ársæll Níelsson, 27.3.2009 kl. 00:14

11 identicon

Ég er svo einföld að ég vel KaffiSæla, orðaleikurinn á bakvið það gerðir það svo kósý. Tálknafjörður er svo einfaldur að það má ekki flækja of.

Helga (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:20

12 identicon

Ég er strax farinn að hlakka til sundferðar í Reykjafjörð og brönss á Tálknafirði.  Ég kaus KaffiSæla.

Haukur (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:19

13 Smámynd: Durtur

Kaus kaffisæla afþví þú gleymdir að inklúderæsera "Café Korgur" sem mér finnst augljósa valið.

Durtur, 28.3.2009 kl. 18:52

14 Smámynd: Ársæll Níelsson

Já, why didn´t I thunk it? Snilldar hugmynd.

Ársæll Níelsson, 28.3.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband