Til hamingju Víkarar!

Já, þetta eru sannarlega gleðitíðindi fyrir þá sem ferðast um Óshlíðina. Umferðaröryggið orðið talsvert meira. Hefði kannski verið betra að fara með innri gangamunan lengra inn í Skutulsfjörð til að losna við umferð sem annars fer, líkt og nú, í gegnum þrönga einsteefnusgötu, en látum það liggja milli hluta.

Ánægjulegt að sjá göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar þarna á áætlun. Betra hefði auðvitað verið að þau göng væru efst á blaði og að samhliða þeim eða í beinu framhaldi væri framkvæmdir við Dynjandisheiði því að núverandi ástand þar verður til þess að Dýrafjarðar-Arnarfjarðargöngin breyta litlu um umferðaröryggi og fjölda "opina daga" á leiðinni á milli suður og norðurfjarðanna. En þetta er ágætis byrjun. Ég læt samt vera að missa mig í gleðinni, enn eru a.m.k. 3 ár í að ráðast eigi í þessi göng og því nægur tími fyrir stjórnvöld að færa þessa framkvæmd enn einu sinni neðar á lista ef eitthvað "mikilvægara" kemur upp á.


mbl.is Bæjarstjórnir fagna jarðgangaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband