Færsluflokkur: Bloggar

Stormur

Það er víst stormur að koma yfir landið (Danmörku). Frekar óspennandi og reglulegur viðburður í lífi vestfirðings en Daninn er að missa sig, enda hreyfir hér sjaldan vind og snjó hafa þeir ekki séð í næstum 14 ár. Vejdirektoratets_sn_415422y

Smellið á myndina til að fylgjast með framgöngu stormsins.

 

http://politiken.dk/indland/article891994.ece


Golden Shower - Smásaga (Ekki fyrir Viðkvæma)

Ég var í fyrstu ekki alveg viss um að ég væri að berja á réttar dyr. Þegar  hurðinni var skyndilega hrundið upp, skall ljóshærður kollur barmagóðrar stúlkunar á andliti mínu og efinn hvarf líkt og notaður smokkur niður um klóakrör. Í gegnum ljósrauðan móðuna sá ég glitta í eftirvæntingarglottið sem lék um þrýstnar varir hennar, í þann mund sem hún reif í hárið á mér og dró mig inn.

Hún hafði sagt mér að ég mætti búast við hverju sem væri. Engu að síður komu þessar móttökur mér þægilega á óvart. Hún skipaði mér að legjast á stofugólfið, sem ég gerði eins og hlýðinn hundur. Það var ekki fyrr en ég var kominn á bakið og horfði upp eftir henni að ég sá gestgjafann almennilega. Hún hafði staðið við gefin loforð. Svartir hnésokkar, rautt minipils og alltof lítil hvít skyrta. Líkt og stókostlega drusluleg skólastelpa. Ekki það að ég væri mikið fyrir skólastelpur. Fullorðnar konur í klæðnaði sem minnti á skólastelpur var hinsvegar annað mál. Auk hefðu risavaxin brjóstin eyðilagt alla tálsýn um að um raunverulega skólastelpu væri að ræða.

Áður en hugsanir mínar runnu stjórnlaust ofan í kolsvart blætisdýpið var meðvitund minni kippt harkalega aftur inn í stofuna. Léttklædda lauslætisdrósin rak támjóa skó sína ákveðið á milli lappa minna. Manndómur minn öskraði á vægð. Skilaboðin skoluðust til á leið um raddbönd mína og hljóðið sem lék um varir mína báðu, af brenglaðri fryggð, um meira. Stúlkan neitaði að láta það eftir mér. Þess í stað færði hún sig úr nærbuxunum og kastaði þeim í andlit mitt. Hún sagði mér að nota þær til að binda fyrir augun á mér. Ég efaðist stórlega um að þær væri nægilega efnismiklar til að hylja mér sín nema að mjög takmörkuðu leyti. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég sá ekkert.

Skyndilega hitnaði mér á bringunni. Ég skyldi ekki hvernig það gat gerst. Var hún að hella á mig vatni? Hvar hafði hún fengið það? Ég hafði ekki orðið var við nein glös eða könnur af nokkru tagi á stofuborðinu. Hún hafði heldur ekki vikið sér frá mér á meðan ég batt fyrir augu mín og hefði því ekki getað sótt vatn á meðan ég ekki sá til. Þá fann ég lyktina. Þetta var ekki vatn svo mikið var víst. Það tók mig augnablik að átta mig á vægum keimnum af ammoníaki. Hún var að pissa á mig. Hún sagði mér að opna munninn. Ég hlýddi. En það lenti ekki þvag í munninum á mér. Ég fann hvernig peysan mín blotnaði meir og meir. Hlandið lak eftir síðum mínum og undir bakið á mér og ég fann hvernig meira að segja ikea-mottan undir líkama mínum var tekin að hlandblotna. Hún flissaði lítið eitt yfir vandræðagangnum í mér á meðan munnur minn leitaði volgum straumnum. Hún sagði að það væri erfiðara fyrir stelpur að miða. Ég fann hvernig bunan strauktst við höku mína. Ég opanði meira og fann loks hvernig nokkrir dropar lentu á tungu minni. En svo ekkert. Það var of seint. Hún hafði tæmt þvagblöðruna yfir bringuna á mér áður henni tókst að hitta upp í mig.

- Höfundur ókunnur


The Informant

Skellti mér í bíó í gær og set því inn smá gagnrýni á myndina.

 

The Informant

2009-09-the-informant-matt-damon.jpgÁgætis mynd þar sem frammistaða Matt Damons er eftirtektarverðust. Ég er mikill aðdáandi
Steven Soderbergh en mér fannst hann svolítið ráðviltur við leikstjórn þessarar myndar. Myndin er byggð á bók Kurt Eichenwald og fjallar um Mark Whitacre, sem á síðasta áratug síðustu aldar starfaði um nokkura ára skeið sem uppljóstrari fyrir FBI og hjálpaði til við að varpa ljósi á verðsamráð á matvælamarkaði. Sagan er áhugaverð og er ýmislegt í henni sem kemur á óvart. Það er greinilegt að bókin hefur verið í skondnari kantinum en umvörpun sögunar í kvikmyndaform hefur svo að einhverju leyti þynnt húmorinn. Að lokum fer svo að leikstjórinn veit varla hvort hann er að gera gamanmynd eða drama. Það kemur svo sem ekki niður á framvindu sögunnar en gerir áhorfendum eilítið erfitt fyrir.

Myndina er engu að síður vel þess virði að sjá þó það sé kannski óþarfi að taka sprettinn í næsta kvikmyndahús. Það má vel bíða eftir að hún út á DVD. Eins og áður sagði þá er það frammistaða Matt Damons í hlutverki Marg Whiteacre sem heldur myndinni uppi. Um leið var þó skemmtileg nostalgía fólgin í því að sjá Scott Bacula í einu af aðalhlutverkunum.

Fyrir þá sem ekki muna eftir Scott Bacula þá lék hann aðalhlutverkið í 80´s sci-fi þáttunum Quantum30c5b1358503296a1987f74a1d20e7fe.jpg Leap. Lítið hefur farið fyrir honum síðan, aðallega aukahlutverk í kvikmyndum sem fara beint á leigur og gestahlutverk í misgóðum sjónvarpsþáttum.

 


Smán

Þetta er nú meira ekkisens fíflið hann Ragnar Jörundsson.
Mátti ekki til þess hugsa að rollurnar væru úti í vetur og gætu jafnvel farið sér að voða. 7 rollur enduðu svo ævina með því að hrapa fyrir björg á flótta undan "smölunum".

Manni verður hugsað til Höllu sem fleygði af bjargi frekar en að fylgja sýslumanni.

Ragnar er fífl og ég skal glaður segja það þráðbeint í andlitið á honum ef ég verð svo óheppinn að hitta hann einhvern daginn.

Björgunarsveitarmenn sem létu hafa sig út í þessa vitleysu mega skammast sín. Ég veit að fyrir hönd sveitunga minna þá geri ég það.


mbl.is Nítján kindur heimtar af Tálkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra dagbók

Um síðustu helgi fór ég ásamt kennurum og nemendum skólans til Póllands. Eftir 12 tíma siglingu til Swinouscjie (eða eitthvað í þá áttina) tók við 6 tíma rútuferð til Sopot. Þar gistum við á hóteli sem upprunalega var byggt af pólskri verksmiðju á tímum Kommúnismans, í þeim tilgangi að senda þangað verkamenn sína í 2 vikna sumarfrí með fjölskyldur sínar. Þetta var þó ekki sumarleyfisferð hjá okkur, heldur vorum við þarna sem gestir á leiklistarhátíð.
Fyrir utan það að sprella úti á götu með leðurgrímu á andlitinu (Commedia Dell´Arte ekki Texas Chainsaw) þá tók ég kraftútsýnisgöngu um Gdansk, synti í þrígang í 8 gráðu heitu Eystrasaltinu (vindjakkaklæddu konurnar sem leita að rafi í flæðarmálinu ráku upp stór augu í hvert sinn), borðaði sushi og gekk út á 1 km langa trébryggju. Gweði svo sem ýmislegt fleira en þetta bar hæst.

Á föstudaginn var svo síðasti skóladagurinn hjá bekknum mínum og um kvöldið var lokasýningin. Undarleg tilhugsun að þessu tímabili lífs míns skuli vera lokið.
Næstu tvær vikur fara svo í að undirbúa kaffihúsið og heimferð okkar Alexanders. Við feðgar förum til Íslands eftir tvær vikur til að undirbúa opnun Kaffi Sæla og aðstoða við fermingarveislu yngsta bróður míns. Auður og Tristan fljúga til íslands tveim vikum síðar, þegar Auður er búinn með sitt nám.

Kaffi Sæla opnar þriðjudaginn 2. júní.


Kosningakompás mbl

 

 

Flokkur

Samsvörun
Borgarahreyfingin (O)90%
Samfylkingin (S)80%
Lýðræðishreyfingin (P)80%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)80%
Frjálslyndi flokkurinn (F)76%
Framsóknarflokkur (B)73%
Sjálfstæðisflokkur (D)58%

 

 


Kaffi Sæla

Lógo2Þá er það opinbert. 2. júní opnar Kaffi Sæla á Tálknafirði. Ég verð lokaður inni á kaffihúsi í allt sumar svo að Tálknfirðingar, nærsveitamenn og þeirra gestir geti gengið að góðum kaffibolla vísum. Auðvitað verða einnig léttar veitingar, í föstu formi og fljótandi. Ég ætla að bjóða upp á reglulegar uppákomur, s.s. lifandi tónlist, einleiki og spurningakeppnir. Þegar hafa 5 trúbadorar boðað komu sína en þeir dreifa sér á 3 kvöld.

Fyrsta starfshelgin er um sjómannadagshelgi og í tilefni opnunarinnar verður mikil gleði á Kaffi Sæla. Birgir Olgeirsson spilar hjá okkur á föstudeginum, óvæntir gestir koma í heimsókn á laugardagskvöldinu auk þess sem stefnt er á að frumsýna glænýjan og frumsaminn einleik í tilefni Sjómannadags.

Búið er að opna heimasíðu fyrir kaffihúsið. Slóðin er http://kaffi.westfjords.com . Síðan er ennþá í vinnslu en fólk getur samt skoðað hana og fylgst með gangi mála.

BANNER22


X-O

Ég hugsa að ég myndi skella mér í framboð ef ég væri á Íslandi. Borgarahreyfingin, er hún ekki bara málið?


Hahaha

“Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá hafnar Sjálfstæðisflokkurinn aðild að Evrópusambandinu...”
Sigurður Kári Kristjánsson, á landsfundi í dag

 


Skoðanakönnun

Ég vill hvetja alla lesendur til að taka þátt í skoðanakönnunni hérna til hliðar. Lesendur eru einnig hvattir til að viðra skoðanir sínar á möguleikunum sem upp eru gefnir eða jafnvel koma með eigin tillögur.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband