Kaffi Sæla

Lógo2Þá er það opinbert. 2. júní opnar Kaffi Sæla á Tálknafirði. Ég verð lokaður inni á kaffihúsi í allt sumar svo að Tálknfirðingar, nærsveitamenn og þeirra gestir geti gengið að góðum kaffibolla vísum. Auðvitað verða einnig léttar veitingar, í föstu formi og fljótandi. Ég ætla að bjóða upp á reglulegar uppákomur, s.s. lifandi tónlist, einleiki og spurningakeppnir. Þegar hafa 5 trúbadorar boðað komu sína en þeir dreifa sér á 3 kvöld.

Fyrsta starfshelgin er um sjómannadagshelgi og í tilefni opnunarinnar verður mikil gleði á Kaffi Sæla. Birgir Olgeirsson spilar hjá okkur á föstudeginum, óvæntir gestir koma í heimsókn á laugardagskvöldinu auk þess sem stefnt er á að frumsýna glænýjan og frumsaminn einleik í tilefni Sjómannadags.

Búið er að opna heimasíðu fyrir kaffihúsið. Slóðin er http://kaffi.westfjords.com . Síðan er ennþá í vinnslu en fólk getur samt skoðað hana og fylgst með gangi mála.

BANNER22


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband