"Unglingaleikhúsið Morrinn á Ísafirði hefur brátt starfsemi sína en það hefur starfað á sumrin síðan árið 1999. Síðasta sumar tók Kómedíuleikhúsið við listrænni stjórn Morrans. Í sumar verður leiklistarneminn og Tálknfirðingurinn Ársæll Níelsson leikstjóri og tekur hann við af Birni Gunnlaugssyni sem leikstýrði hópnum í fyrrasumar. Ársæll hefur verið viðriðinn leiklist á norðanverðum Vestfjörðum undanfarin misseri, til að mynda lék hann í Sæluhelgarleikritinu Nörd og tók þátt í Act alone í fyrra. Hann er nú að nema leiklist við The Commedia School í Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að mikil aðsókn sé í Morrann og því varð að efna til áheyrnaprufu sem lauk seinni partinn í gær. Prufunum stjórnuðu Kómedíuleikarinn, Eva dansari og Inga söngkona. Morrastarfið er fjölbreytt, ekki bara leikur heldur reynir líka nokkuð á dans, söng og spilerí, segir á bloggsíðu Kómedíuleikhússins."
(Frétt af bb.is)
Jæja þá er það opinbert. Framundan er spennandi sumar.
Einhver snillingur ritaði athugasemd við fréttina þar sem viðkomandi heldur því fram að fyrirbærið, þ.e. Morrinn, sé gott dæmi um aumingjaskap og leti nútímaunglinga.
Það má vera að unglingar í dag séu eitthvað latari en þeir voru á árum áður. Ég get hinsvegar lofað því að krakkarnir eru ekki þarna til að hafa það náðugt, vonandi til að skemmta sér og öðrum en ekki til að liggja í leti. Líkt og fram kemur í fréttinni munu krakkarnir taka á móti fjölda skemmtiferðaskipa, setja upp leikþátt sem fluttur verður í leikskólum og margt fleira. Ég þekki þó nokkra fullorðna einstaklinga sem gegna slíkum störfum þó verða þeir seint sakaðir um aumingjaskap. Andlega og líkamlega verður sumarið meira krefjandi fyrir krakkana í Morranum en þá sem eyða sumrinu með hrífu í hönd eða liggjandi á maganum að þykjast reyta arfa. Að sama skapi munu þau líka skemmta sér miklu betur.
Bloggar | 26.5.2008 | 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir mánuði síðan fluttum við úr Sydhavn hverfinu í Köben á Tröröð Kollegie í úthverfi Kaupmannahafnar. Kollegíið samanstendur af nokkrum raðhúsum á einni hæð. Við erum því komin með smá garð sem erfinginn er nokk sáttur við.
Viku eftir flutning fór ég ásamt skólasystkinum mínum til Silkeborgar þar sem við tókum þátt í "Performance Festival" sem haldið var af The Performance House sem er nýstofnaðu lýðháskóli sem einblínir á sviðslistir. Þar fluttum við sögurnar okkar af Storytelling sýningunni úr skólanum.
Eftir heimkomuna tók við tveggja vikna svitabað. Heitasta Hvítasunnuhelgi Danmerkur í 10 ár.
Um síðustu helgi fór bekkurinn svo til Svendborg á suður Fjóni. Þar tókum við þátt í alþjóðlegu trúðafestivali. Frábært tækifæri sem ég hafði mjög gaman af. Því miður voru ekki margir trúðar þarna af þeirri gerð sem ég ber virðingu fyrir. Flestir voru heimskulegir karakterlausir afmælistrúðar sem treystu eingöngu á asnalegt props til að vekja hlátur. Þó lærði ég mikið. Einstaka hlutir veittu mér innblástur þó að fleira hafi hjálpað mér að gera mér grein fyrir hvaða stefnu ég vill ekki taka trúðinn minn. Áhugaverðast voru vinnustofurnar sem ég sótti, fyrir utan hið svokallaða Mime Workshop, og lærði ég meðal annars að djöggla hatta, búa til blöðru fígúrur og nokkur töfrabrögð. Auk þessa þá sýndi ég hluta úr atriðinu sem ég hef verið að setja saman, hljóp um tún með ofbeldisfulla leikskólakrakka á eftir mér í einn og hálfan tíma auk þess sem ég vafraði um göngugötur bæjarins og lék hundakúnstir fyrir gesti og gangandi. Allt þetta var að sjálfsögðu gert í fullum skrúða sem Djonní Glamúr. Djonní hefur sem sagt sett plötusnúða ferilinn á bið og er orðinn trúður.
Næsta föstudag er svo trúðasýning í skólanum og eftir það eru aðeins tvær vikur eftir af skólanum.
Bloggar | 20.5.2008 | 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir skólann í dag þá rölti ég, líkt og venjulega, að Nordhavn station, þaðan sem ég ætlaði að taka lestina. Eftir því sem ég nálgaðist stöðina var mér æ ljósara að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Óvenju mikill fjöldi fólks var á leið í gagnstæða átt við mig. Ég skildi seinna að það hefur verið á leið á Österport sem er næsta stöð suður af Nordhavn. Í kringum Nordhavn station var búið að strengja plastborða og lögreglan var önnum kafin við að snúa umferð og vísa gangangi vegfarendum frá. Uppi á pallinum sá ég glitta í kyrrstæða lest og lögreglu- og slökkviliðsmenn. Samkvæmt þeim fréttum sem mér hefur tekist að grafa upp um málið þá varð kona fyrir aðvífandi lest. Eftir því sem ég kemst næst þá hafa tildrög slyssins hafa ekki verið gerð opinber.
Bloggar | 15.4.2008 | 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í gær náði lífaldur minn fjórðung úr hundraði (ég þakka öllum sem sendu mér samúðarkveðjur). Af því tilefni fór ég með fjölskyldunni í Bakken. Ég plataði Benna með mér svo að ég hefði einhvern til að koma með mér í rússíbanana. Þunguð eiginkona minn var ekki fýsilegur ferðafélagi. Benni stóð sig vel, vældi eins og smástelpa í báðum rússíbönunum og jók þar með töluvert skemmtanagildi ferðanna. Ég var sorglegur og einn í einu tæki sem reyndi að framkalla hjá mér uppköst. Því tókst ekki. Í fjórða tækið hafði ég Alexander með til að halda í höndina á mér og róa mig. Hann stóð sig vel, sat grafkyrr og alvarlegur í fanginu á mér á meðan hringekjan snérist á ójöfnum teinunum. Við Benni reyndum einnig skotfimi okkar í tveimur bökkum. Í fyrri bakkanum skutum við niður grunlausar aldósir vopnaði gúmmíboltum og teygjubyssum. Ég skaut niður tvær af fimm í fimm skotum en Benni náði að fella þær allar. Hann fékk að launum bláan bangsa sem hann með semingi gaf Alexander. Í seinni bakkanum vorum við vopnaðir bögum og örvum. Við erum ekki að fara að vinna til neinna verðlauna á því sviði.
Um kvöldið fórum við Auður á Reef ´n Beef. Þriðja heimsóknin þangað á stuttum tíma. Þeir fara vonandi fljótlega að eigna okkur sér borð. Ég fékk mér hráan túnfisk í forrétt. Geggjaður réttur sem hreinlega lak ofan í maga. Nautakjöt og risarækjur urðu fyrir valinu sem aðalréttur. Þó að sjávarréttar sósan sem fylgdi hafi bragðast ágætlega þá lét ég hana vera. Það hefði verið móðgun við þetta meyra kjöt að bleyta það og fela bragðið í sósunni. Eftirétturinn kvöldsins var bakað epli með reyktum Mascarpone osti. Einstaklega skemmtilegur og vel heppnaður réttur. Í þremur heimsóknum á staðinn hef ég aldrei pantað mér það sama, fyrir utan rauðvínið sem er og verður altaf Craneford Shiraz, og stefni á að halda þeirri reglu þar til ég hef keypt alla réttina á matseðlinum.
Dagurinn var hinn ánægjulegasti.
(Þeir sem gleymdu að senda mér afmæliskveðju skulda mér stóran pakka.)
Bloggar | 13.4.2008 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Síðastliðin laugardag fór bekkurinn minn á smá flakk. Við fjölmenntum á Hovedbanen og tókum saman rútu yfir til Svergie. Þegar til Málmeyjar var komið þá fórum við í heimsókn til bekkjarsystra minna tveggja sem þar búa. Þar var slegið upp partý. Þemað var franskt en þó var lítið um kossa og frjálsar ástir. Hinsvegar var drukkið rauðvín og snæddar baquettur, ostar og vínber, svo fátt eitt sé nefnt. Eina kjötmetið sem var á boðstólnum var Fois Gras og kann ég Benna bestu þakkir fyrir það.
Þetta var í fyrsta skipti sem bekkurinn er allur saman kominn utan skólans. Að þvi tilefni höfðu margir líst því digurbarkalegir yfir að nú skyldi dottið í´ða. Fögur fyrirheit sem rættust ekki nema að takmörkuðu leyti. Aðeins einn náði á stig ölvunar en það var hvolpurinn hann Benni. Fyrir vikið stuðlaði hann að áhugaveðri lestarferð heim þar sem hann var óhræddur við að gefa sig á tal við hvern sem var.
Á sunnudaginn var ég hálf slompaður. Líklegt að hinar ýmsu rauðvínstegundir hafi haft þar eitthvað um að segja. Ég lét mig samt hafa það að líta inn á Variete á sunnudagskvöldið (vanrækti fjölskylduna sem sagt stórkostlega þessa helgina). Téður atburður er mánaðarlegt "opið svið" þar sem söngvaskáld og aðrir sviðslistamenn geta komið og flutt stutt atriði. Meðal atriða voru tvær sögur eftir nemendur Kómedíuskólans, stutt "jöggl" atriði eftir Petteri (kærasta Heidi sem er með mér í bekk) og tónlistaratriði annars tengdasonar skólans. Í heildina litið var þetta ágætis kvöld þó að mér hafi fundist of mikið af söngvaskáldum. Kynnir kvöldsins stóð upp úr. Á stultum, í gervi nornar, tróndi hin furðulega Signe (fyrrverandi nemandi við skólan) yfir áhorfendum á milli atriða og blaðraði einhverja vitleysu um piparkökuhús.
Í gær var ég ennþá frekar slappur og sleppti því að mæta í skólann. Vissi að ég myndi ekki missa af miklu. Ég mætti ekki heldur í Acrobatics í morgun en dröslaði mér í skólann eftir hádegi til að vera með í trúðatíma hjá Ole. Hefði ekki viljað missa af honum en heilsan var orðin afar léleg í lok dags. Ég er því farinn að halda að sunnudagsslompið hafi kannski átt rætur sínar að rekja í eitthvað annað og meira en fjölbreytta rauðvínsneyslu á laugardag.
Klukkan er nú tæplega 22.00 hér í DK og ég er farinn í rúmið eins og gamall kall.
Bloggar | 8.4.2008 | 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð að viðurkenna að ég græt það ekki að vera fjarri heimalandinu þessa dagana.
Þó svo að staða krónunnar komi nokkuð illa við mig - hefði átt að vera löngu búinn að eyða öllu í danskar krónur - þá er gott að vera laus við bensínkaup og 30% hækkun á matvöruverði (strangt til tekið er ég samt að upplifa slíka hækkun. . . þar fór það). Ástandið í innflytjendamálum finnst mér einnig vera óspennandi - ég þori þó tæplega að skrifa meira um það hér, ég gæti verið úthrópaður rasisti - en kunningi minn þurfti að flytjast búferlum og finna sér vinnu utan sinnar menntunar vegna þess hve erfitt er að keppa um verkefni við erlenda verkamenn á þrælakjörum (það er ekki erlendu aðilunum að kenna og ég geri mér grein fyrir því). Ég get ekki séð sama sem merkið á milli endurskoðunar innflytjendalaga og rasisma. En það má ekkert segja upphátt um slíkt. Einnig er bannað að vera á móti stóriðju því þá er maður á móti uppbyggingu. Hvaða bölvaði molbúaháttur er það? Er ekki á móti uppbyggingu. Vil endilega byggja upp vegakerfi Vestfjarða, sjávarútveginn, menninguna, menntunina og atvinnulífið. Ég vill hinsvegar ekki byggja upp stóriðju.
Annars hef ég það líka fínt hér í vorinu sem skall á í vikubyrjun. Auk þess er Danmörk flöt og þar af leiðandi eru engar Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar til að ergja sig yfir.
Eitt finnst mér þó leiðinlegt við að vera ekki á Íslandi þessa dagana og það er að ég missi af möguleikanum á því að fá hlutverk í Dagvaktinni. Ekki misskilja mig, ég elska Ísland. Raunar er ég svo stoltur af landi og þjóð að sumum bekkjarfélögum finnst nóg um hvað ég - og raunar Benni (hinn íslendingurinn) líka - tölum mikið um Ísland. Ég held reyndar að þetta sé krankleiki sem hrjáir marga, ef ekki flesta, Íslendinga. Vestfirðingarnir 7 sem ég ferðaðist með til Ítalíu um árið voru a.m.k engu betri.
Annars var ég að velta því fyrir mér hvort að ég gæti í sumar, að loknu trúðanámskeiðinu, húkkað mér far með leigurellu hinna trúðana til Íslands. Vonandi að ríkistjórnarmeðlimir verði á ferðinni um Köben um það leyti.
Bloggar | 3.4.2008 | 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég og Oddur fórum í smá rúnt um Skutulsfjörð um páskana og tókum myndir. Réttara sagt þá tók hann myndir af mér. Ég bað hann um það því mig hefur í nokkurn tíma langað til að eiga smá safn af myndum af mér sem líta svolítið "pro" út. Ein ástæða er hugsanlega sú að ég get verið óttalega sjálfkynhneigður. Aðal ástæðan er þó sú að ég vildi eiga myndir fyrir portfolio. Eitthvað fyrir leikarann mig til að nota sem kynningarefni á vörunni. . . . sem sagt mér.
Alls voru teknar um 170 myndir ef ég man rétt. Við völdum svo um 60 myndir sem Oddur tók til eftirvinnslu.
Með færslunni læt ég fylgja 4 af þeim 11 myndum sem Oddur hefur þegar sent mér. Allar myndirnar má finna í myndaalbúminu hér til hliðar. Fleiri myndir bætast svo við eftir því sem þær berast frá Oddi.
Bloggar | 2.4.2008 | 19:28 (breytt kl. 19:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég byrja á að þakka Benna Gröndal fyrir ábendinguna í athugasemd sem hann setti við síðustu færslu. Jú Benni, nú skal ég sýna lífsmark.
Fjölskyldan fór til Íslands yfir páska. Þar eyddum við viku í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum mínum á Suðureyri. Þar var meðal annars að finna nóg af ættmennum sem ólm vildu leika barnapíur og stuðluðu þar með að því að við hjónin gátum eydd góðum tíma í að hitta vini og kíkja á rokkhátíðina. Það er skemmst frá því að segja að hátíðin var vel heppnuð. Það hefur þó komið fram hjá ýmsum öðrum og ég nenni því varla að eyða miklu púðri í að skrifa meira um hana. Verð þó að segja að Eivör var alveg stórkostleg og hún Marta mín ásamt Mysterious bandinu sínu stóð sig eins og hetja.
Við lentum aftur í Köben síðastliðinn miðvikudag. Vorum kominn um hádegisbil og eftir að hafa skilað farangrinum og Auði heim þá skruppum við Alexander í skólann. Þar rétt náði ég í skottið á síðasta tíma þess dags og fékk tækifæri til að sýna Ole söguna mína. Daginn eftir var það svo sögu sýningin. Mætingin kom skemmtilega á óvart, tæplega 80 gestir. Áhorfendur voru hressir og skemmtilega móttækilegir fyrir hinum mismunandi sögum sem við bárum fyrir þá. Samnemendur mínir sýndu allir sína bestu frammistöðu til þessa og það kom sterklega í ljós hverslags næring orkan frá áhorfendum er. Sérstaklega kannski þegar unnið er með þetta form, þar sem maður þarf að vera í góðum tengslum við áhorfendur.
Ef ég man rétt þá sýndum við 11 sögur. Þar af voru 4 sögur með aðeins einum leikara. Ég og Benni vorum með 2 af þessum 4 og áttu sögurnar okkar það að auki sameiginlegt að vera þær einu sem ekki voru gamansögur. Þrátt fyrir þetta (eða kannski einmitt vegna þessa) var þeim vel tekið. Ég fattaði það rétt fyrir sýningu að þetta væri í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég vildi ekki láta hlægja að framkomu minni á sviðinu. Það var svolítið ógnvekjandi að hugsa til þess að það sem ég fæ yfirleitt mesta orku úr var nokkuð sem ég vildi alls ekki heyra. Mér tókst þó að flytja söguna af áður óþekktu öryggi og fékk góðar viðtökur. Bekkjarsystir mín hafði það eftir vini sínum sem var í áhorfendahópnum, að ég væri með góða og útvarpsvæna sögumannsrödd. Nokkuð sem kemst ofarlega á lista yfir hrós sem hafa glatt mig hvað mest.
Daginn eftir hófst trúðatímabilið. Nefin voru sett upp við hátíðlega athöfn og fíflalætin byrjuðu. Við fengum þó að komast að því að fíflalæti virka sjaldnast hjá trúðnum (það blívar bara hjá einhverjum Bandarískum afmælistrúðum). Nánar um það síðar.
Þetta verður lengsta námslotan til þessa, heilar 10 vikur. Hingað til höfum hefur lengsta lotan verið 6 vikur að mig minnir.
Ég læt þetta duga að sinni.
Bloggar | 1.4.2008 | 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það styttist í Íslandsferð. Sjö tímar þar til við lendum við Leifstöð.
Við máluðum í gær íbúðina sem við flytjum vonandi í eftir páska. Þetta var sennilega einn leiðinlegasti dagur sem Alexander hefur upplifað. Sif hjálpaði til sem varð til þess að við náðum að klára þetta í gær. Gott mál.
Rosalega hefur þessi dagur liðið hægt . . . .
Bloggar | 16.3.2008 | 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég grét þegar ég horfði á þetta.
Stundum vonar maður að til sé helvíti.
Bloggar | 14.3.2008 | 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1331
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar