But we have your money

Kunningi minn frá Hollandi var að segja mér frá því að þegar Hollendingar höfðu skorað fyrra markið þá hafi nokkrir Íslenskir áhorfendu breitt úr borða sem á stóð "But we have your money" (En við erum með peningana ykkar).
Við vorum sammála um að það væri gott djók.
mbl.is Holland vann Ísland, 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímaskekkja

Í fyrradag bankaði hjá mér póstberi. Bað mig um að kviita fyrir móttöku umslags frá Íslandi. Í umslaginu var peningur. Ég leit á dagatalið. Jú, árið er 2008.

Hagfræðiprófessor vill taka upp norsku krónuna

Frétt af visir.is 

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands vill að Íslendingar taki upp norsku krónuna. Þetta kemur fram í viðtali vefsíðunnar E24.no við Þórólf.

Í viðtalinu segir Þórólfur að stjórn Seðlabanka Íslands sé rúin trausti og muni verða það næstu tíu árin. Vandamálin á Íslandi séu tilkomin vegna tilrauna með fljótandi gengi og verðbólgumarkmið frá árinu 2001. (öll fréttin)

já, afhverju ekki?


Barnalegar spurningar

Í færslu hér á blogginu í gær varpaði ég fram nokkrum spurningum. Ég hafði vonað að fá við þeim einhver svör og að jafnvel skapaðist í kringum þær smá umræða. Þrátt fyrir að 100 manns hafi lesið þá færslu þá kom ekki ein athugasemd. Spurningarnar voru ekki retórískar og varla svo heimspekilegar að enginn treysti sér til að svara þeim. Voru þær bara svo heimskulegar og barnalegar að engum fannst taka því?

Annars líst mér ágætlega á Hið nýja Ísland Steingríms Joð. Kallinn er svalur þó hann kunni að æsa sig.

Að lokum vill ég biðja mongólíta afsökunar á óheppilegu orðalagi mínu í upphafi síðustu færslu.


Hvað með Krónu-bandalag?

Ég set risastórt spurningarmerki við það að hafa jaðarmongólíta sem talsmann okkar viðræðum við eitthvað alheimsbákn sem virðist setja ofur-frjálshyggju sem skilyrði fyrir aðstoð og getur jafnvel svipt okkur sjálfræði ef svo ber undir. (Þannig skil ég a.m.k. þennan sjóð. Önnur sjónarmið vel þegin.) Einnig kemst ég tæplega hjá því að halda að e-ð hljóti að hanga á spýtunni hjá Rússum sem virðast eiga nógu erfitt með sjálfa sig í augnblikinu og reyndar mörg undanfarin ár.

Því spyr ég: Hafa ekki Norðmenn, a.m.k. formaður stjórnarandstöðunnar sem hlaut lof í lófa fyrir, lýst því yfir að vel komi til greina að koma okkur til aðstoðar? Afhverju er ekki gengið á þá og það mál skoðað af fullri alvöru?
Norðmenn eru vinir í raun og virðast ekki erfa við okkur frekjuna í síldarmálum. Þeir tala um okkur sem frændur sína, ólíkt Dönum sem ennþá líta á okkur sem nýlenduna sem slapp frá þeim með svikum. Á meðan Danir grínast með það á kaffistofum að ástandið verði til þess að við komum skríðandi aftur til þeirra þá lýsa Norðmenn yfir áhyggjum fyrir okkar hönd.

Annað sem hef verið að velta fyrir mér í nokkurn tíma er hvort ekki sé mögulegt að koma á samnorrænni krónu. Er Evran, og þá innganga í Evrópusambandið, virkilega eini möguleikinn ef skipta á um gjaldmiðil? Bæði Svíar og Danir eru í ESB em standa engu að síður fyrir utan myntbandalagið. Krónan fengi að lifa, hún væri bara ekki alltaf með eitthvað þjóðarforskeyti.
Hefur þetta einhvern tímann verið skoðað?


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðum kemur betri tíð

Kansas_man_nail_headLengi vel sá ég fyrir mér að fólk sem hitti naglann á höfuðið, hitti það í rauninni í höfuðið, þ.e. í höfuðið á sér. Fyrir hugskotum mínum var slíkt fólk því oft nokkuð pönkaralegt með nöglum skreyttar kúpur. Einn slíkur nagla pönkari er Lýður læknir. Það sést betur þegar litið er undir prjónahúfuna hans. Í bloggi sínu kallar hann núverandi ástand á Íslandi núllstillingu. Eftir að ég las færsluna sá ég hann fyrir mér reka nagla í höfuð sitt.

Einhvern tímann á síðasta ári sagði ég að kreppa væri nauðsynleg og ekki langt í burtu. Skellurinn þyngri en nokkur gat ímyndað sér en staðan gefur engu að síður enga ástæðu til vonleysis. Nú er bara að labba meira, baka eigin flatbökur (í stað þess að falla fyrir 3.000kr "tilboðum"), hætta að nota Maldon í grautinn (kreppuráð fengið að láni frá Tinnu)og horfa aftur á eitthvað af kvikmyndunum í DVD safninu í stað þess að kaupa alltaf nýjar.
Margir eiga það samt andskoti erfitt núna, því er ekki að neita. Fólk sem virkilega safnaði, en átti ekki allt sitt á lánum, og hefur þurft að horfa á ævisparnaðinn brenna upp, á mína samúð. Kannski að einhver víkingurinn gefi svoleiðis fólki brot af árangurstengdu ofurlaunum sínum og tryggi sér þannig syndaaflausn og himnavist. Ólíklegt.
Maðurinn sem býðst til að borga með Range Rovernum sínum á hinsvegar litla samúð skilið.

Nú eru örugglega margir sem vildu óska að það væri ekki búið að kremja alla bíla sem eru eldri en 6 ára. Hvað ætli verði þá um alla nýju bílana sem engin getur borgað?

Hvaða áhrif á þetta allt saman eftir að hafa á sjávarútveginn og ruglið sem er búið að eiga sér stað í kringum kvótann? Endalausar veðsetningar, lántökur og fáránlegt "kaupverð varanlegra heimilda".

Það hlakkar í Dönum. Ef ég væri ekki að þiggja af þeim húsaleigu- og barnabætur þá væri ég alveg brjálaður. 


Adam Smith í vegagerð.

Það má sjá hinum ýmsu vefmiðlum greinileg merki þess að sumarið er brátt á enda. Menn eru farnir að hnýtast og kýtast með bloggum og pistlum. Rifist er um fiskinn, olíuna og aurinn. Þetta er allt saman hið besta mál. Menn þurfa að vera ósammála og við hin eigum rétt á að hlýða á sem flest sjónarmið. Þannig fæst vonandi einhvern tíman ásættanleg lausn á hvern þann vanda sem um er rifist. Þetta er þó ekki endilega öruggt en vonum þó að það sé líklegast.

Eitt rifrildi er þó ofar mínum skilningi. Þá meina ég ekki að ég hafi ekki vit eða skoðun á því sem um er rifist. Það sem ég á við er að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna um þetta er rifist. Þau sjónarmið rifrildisins sem ég tek undir með finnst mér liggja svo í augum uppi að ég vorkenni fullorðnum, menntuðum mönnum sem eru ekki sama sinnis. Einn þeirra er, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða, fordómafullur einstaklingur sem unnir greinlega einungis eigin frelsi. Viðkomandi hefur nýverið farið hamförum í greinarskrifum og athugasemdum varðandi vegagerð hér fyrir vestan. Nýjasta útspilið var svo þegar hann viðurkenndi að það sem skipti hann mestu máli í vegamálum vestfirðinga væri það sem kæmi honum sjálfum best, skítt með alla sunnan við Ísafjörð. Vopnaður blindri trú á hagfræði kallar hann hvern þann sem er honum ósammála röklausan rómantíker.

Hvers vegna vilja menn halda áfram að föndra við Djúpveg í stað þess að klára Vestfjarðarveg, sem býður upp á stystu leiðina á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur?

Vonandi verður lokað endanlega fyrir svona vitleysu á Fjórðungsþinginu um helgina.


Á sumarvegi

Í fyrradagvar hringt í mig og ég beðinn um að hlaupa í skarðið fyrir föður minn og vera síðasti gestastjórnandi þáttarins Á sumarvegi. Þátturinn var svo tekinn upp í gærmorgun. Ég taldi mig hafa meiri undirbúningstíma og brá því nokkuð þegar tæknuimaðurinn ræsti mig klukkan 8 í gærmorgun og gaf ég eina og hálfa klukkustund til að mæta í stúdíó. Afraksturinn var spilaður tvívegis á Rás 1 í dag og hlusta má á afraksturinn með því að smella hér.


Ekkert

Kem heim á laugardaginn. Er búinn að týna símakortinu mínu þannig að ég verð símalaus til að byrja með, eða með bráðabirgðarnúmer sem verður þá auglýst síðar. Annar verður eflaust hægt að ná í mig í gegnum konuna.

Í fréttum finn ég lítið sem vekur hjá mér bloggkenndir. Hitinn hérna úti er við það að drepa mig. Það verður fínt að komast "heim" í örlítið mildara hitastig. Ætli ég verði ekki farinn að blóta því eftir tvær vikur. Helvíti ljótt að hafa misst af Viggó. Líklega var hann líka svekktur að fara á mis við mig. Hlakka líka til að fá góðan ost, harðfisk og Thule.


Mannréttindabrot

Samfylkingin svíkur þá,
sem fögur loforð hlustuðu á,
á meðan LÍÚ tekur lýðinn aftan frá
með dyggri aðstoð Einars K.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband