Auðlindin hefur aftur göngu sína í eftir rúma viku. Gaman að því. Ég hugsa að afi gamli verði glaður.
Annars er kaninn byrjaður að kjósa. Spennandi. Ætli Obama fái vorkunnar atkvæði út af ömmunni? Ég vona í það minnsta að hann vinni.
Sá að Óli Stefáns er að flytja til Köben næsta sumar. Ég ætla að vingast við hann og ræða við hann heimspeki. Hann kennir mér leyndarmálið og ég verð sjónvarpsstjarna í Danmörku. Leik í 3 þáttaröðum á sama tíma, svona eins og Iben Hjele.
Svo var ég líka að heyra að ég ætti Hotel D´Anglantere. Held ég taki út eina lúxus helgi með konunni. Fáum forsetasvítuna og látum senda okkur osta og fínerí upp í rúm. Ekki samt danska osta, þeir eru ofmetnir. Bara íslenska osta. Dala Brie og svoleiðis.
Kannski bíð með þetta fram í desember. Þá get ég horft á skautasvellið á Kongens Nytorv út um gluggann á meðan ég skola íslenskum Dala Brie niður með áströlsku rauðvíni. Þetta getur þá verið svona eyja þema hjá mér. Reyki kúbanskan vindil og dansa nakinn herbergið með balíska stríðsgrímu á hausnum. Læt dverga frá Bago-bago þjóna mér.
Bloggar | 4.11.2008 | 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á föstudaginn var Halloween partý. Ég mætti sem Jókerinn (hans Heath Ledgers, ekki Jack Nicholsons). Birti mynd af því seinna.
Á laugardagsmorgun tók ég að mér smá vinnuviðvik. Hópferð hafði verið bókuð hjá hjólatöxum í Köben. Ég var einn 20 hjóleiðamanna. Skemmtileg reynsla. Hélt að líf mitt væri á enda um miðja fyrstu ferðina. Tókst svo loks að gera gírana mér hliðholla og var brattur við upphaf annarar ferðar. Vegna skorts á hjólum var þá skellt á mig 3. farþeganum. Sú ferð var þó stutt og ég lifði hana einnig af. Í þriðju og síðustu ferðinni var hjólið gírað lágt og farþegarnir tveir einungis meðalþungir.
Bloggar | 3.11.2008 | 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun át ég jarðaberja jógúrt með Crúslí. Var að spá í að fá mér ristað brauð með. Nennti því svo ekki. Hefði haft það með skinku. Finnst það líka gott með bönunum en var meira í stuði fyrir skinku í morgun.
Laus við hitann og lætin. Fór í acrobatics á þriðjudag til að halda upp á það. Fór í brú og tognaði lítilega í kviðvöðva. Gat samt farið í einhent handahlaup.
Er byrjaður að lesa síðasta Harry Potterinn.
Mér finnst ristað brauð með likrakæfu líka alveg býsna gott.
Bloggar | 30.10.2008 | 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er lasinn. Aftur. Hitinn flakkar um ýktar hæðir og lægðir með tilheyrandi bein- og hausverkjum. Vanmáttur Íslands persónugerist í mér.
Þá er ég búinn að barma mér nóg.
Á þessu fyrsta tímabili skólans erum við að leggja stund á Melodrama. Útdautt leikhúsform sem þó á margt skylt við sápuóperur nútímans. Sonur minn getur líka verið frekar melódramatískur ef hann fær ekki það sem hann vill. Námið er gríðarlega skemmtilegt og ekki skemmir nýji kennarinn fyrir. Það sem er kannski verra er að hann kom ekki í staðinn fyrir neinn heldur bættist bara við. Greining hans á leiklistinni og orkan sem fylgir honum er ómetanleg og smitandi. Er hættur að draga í efa starfs- eða menntunarval mitt.
Bekkurinn hefur í hópum samið og flutt nokkur stutt Melodramatísk stykki. Vikuverkefnin. Höldum áfram að vinna með þau á næstu vikum og verðum svo með alvöru sýningu í skólanum þann 14. nóvember. Allir að mæta.
Ég er búinn að sækja um vinnu á tveim stöðum. Hard Rock Café og Wallmans. Hard Rock þarf varla að kynna en Wallmans er nokkurskonar hliðastæða Brodway á Íslandi. Þangað fóru efnaðir íslendingar að horfa á íslenska tónleika með Bó eða Sálinni. Núna verður Brodway eða nýi staður Sigga Hall að duga.
Bloggar | 26.10.2008 | 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 25.10.2008 | 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flokkar eru frekar glatað og úrelt fyrirbæri. Eina sem flokkapólitík leiðir af sér er að góðir menn lenda í liði með fávitum og fávitarnir verða ráðherrar. Það má enginn hafa skoðun á neinu ef hann er flokksbundinn því þá er einhver sem segir honum að halda kjafti af því að einhver auli í sama flokki var fífl fyrir 30 árum og gerði einhverja vitleysu. Svo þarf að hygla einhverjum pappakössum fyrir að hafa stutt flokkinn, það er gert með því að setja snillinginn í stjórn banka, orkuveitu eða yfir einhverja nefnd sem situr við hringborð og reykir peningaseðla úr pípu. Menn eru svo bundnir í báða og tjóðraðir við stefnuskrá og hagsmuni flokksins í stað þess að fylgja eigin sannfæringu.
Í vor ætti að kjósa um fólk en ekki flokka.
Bloggar | 23.10.2008 | 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er orðinn þreyttur. Þreyttur á að fylgjast með fréttum og velta mér upp úr þessu öllu saman. Er hættur því. Ætla bara að njóta þess að vera hér í Danmörku og reyna að spara gjaldeyrinn minn eins mikið og ég get þangað til einhver hringir og segir mér að ég geti aftur farið að millifæra, þá ætla ég að halda áfram að spara en bara ekki alveg jafn mikið. Kannski kaupi ég mér latté eða fer í bíó þegar ég kemst í peningana mína.
Ég er með harðsperrur, meira að segja í hálsinum. Fór í acrobatics með fyrsta árs nemum í gær. Fyrsta skiptið í vetur sem ég drullast til að mæta. Vaknaði sem sagt klukkutíma fyrr en venjulega og dreif mig í skólann. Spriklaði og stóð á höndum og haus í tvo tíma. Fór meira að segja í brú. Teygði vel á bæði fyrir og eftir. Kann greinilega lítið að teygja á hálsi og maga.
Fjölskyldan fór í Tívolí um helgina, tvisvar. Ekki af því við eigum svo mikinn pening heldur vegna þess að okkur var boðið. Bekkjarsystir mín vinnur í Tívolí, gaf okkur frímiða í garðinn og tækin. Ég og Alexander fórum í nokkur tæki, meðal annars rússíbana, Odin Express (sami rússíbani var sá fyrsti sem ég prófaði fyrir rúmum 16 árum). Hann stóð sig eins og hetja (Alexander, ekki rússíbaninn) og hló mikið fyrst, svo vældi hann smá og svo saug hann snuðið sitt. Að ferðinni lokinni hoppaði hann af gleði. Skemmtilegast fannst honum að sitja í litlum bíl sem keyrði eftir spori. Hann hamaðist á stýrinu af kappi sem var í litlu samræmi við hraða bílsins.
Bloggar | 22.10.2008 | 10:20 (breytt kl. 10:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í lestinni heim úr skólanum hringdi ég í konuna til að láta vita af mér. Að símtalinu loknu spurði mig maður, varfærnislega, að því hvort ég hafi verið að tala Íslensku eða Færeysku. Af ótta við aðkast gældi ég við að ljúga að manninum. Þar sem þekking mín á Færeyjum er svo takmörkuð að ég lagði ekki í að svara hugsanlegum fylgispurningum mannsins, þá svaraði ég honum sannleikanum samkvæmt. Enda vel upp alinn.
Daninn var áhugasamur um Ísland og ástandið þar. Hann hvorki hló að mér né öðrum íslendingum og þótti gott að heyra að ástandið væri ekki alveg eins slæmt og erlendir fjölmiðlar hafa gefið í skyn. Hann var ánægður með hjálparhönd Rassmusens, sagði að dönum væri skylt að aðstoða íslendinga, m.a. vegna gömlu tengslanna og ekki síst vegna slæmrar framkomu gömlu kónganna í okkar garð.
Bloggar | 17.10.2008 | 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1331
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar