Jókerinn

egjoker

egjoker2

Hrekkjavökupartý í skólanum.


Að vera Evrópusambandssinni. . . . eða ekki?

Ég var eitt sinn alfarið á móti ESB aðild. Vildi ekki fórna sjálfstæðinu. Seinna var ég hlynntur aðild. Brussel tæplega verri en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, hugsaði ég. Núna hreinlega hef ég ekki hugmynd um hvaða skoðun ég hef á þessu máli. En þó er ég nokkuð viss um að það sé ekki sniðugt að ana út í slíka ákvörðunartöku á meðan ástandið er eins og það er. Fólk segir og gerir margt þegar það er reitt. Hluti sem það sér jafnvel eftir þegar reiðin rennur af þeim. Ættum við ekki að jafna okkur aðeins og taka svona veigamiklar ákvaranir með jafnaðargeði?

Einn söguáfanga tók ég í menntaskóla sem fjallaði um Evrópusambandið/Evrópubandalagið, frá stofnun til þeirrar nútíðar sem var þegar ég sat áfangan. Mér fannst áfanginn áhugaverður og varð Evrópusambandssinni í kjölfarið. Margur fróðleikurinn sem ég þekkti þá, hékk ekki fast en ýmislegt nýtt komið í staðinn. Sjávarútvegsstefna ESB finnst mér ekki spennandi, ekki frekar en sú íslenska. Líkurnar á því að við fáum þeirri íslensku breytt, þótt litlar séu, eru meiri en að við fáum breytt stefnu þeirra í Brussel. Rámar samt í að eitthvað fallegt hafi verið við jaðarbyggðarstefnu sambandsins, man ekki svo gjörla hvað það var nákvæmlega. Hvernig var svo aftur ákvæðið um ákvarðana töku heima í héraði? Kannast einhver við það?

 

  


Rosalegur reiðilestur

Mér var bent á bloggfærslusem inniheldur opið bréf ungrar konu til "útrásarvíkingana". Stórkostleg lesning. http://fosterinn.blog.is/blog/fosterinn/entry/707499/

Ofurdrættir

Síðasta vor var ég með þáverandi einkasyni mínum að skoða hesthús hér í grenndinni. Þarna var kona að huga að gæðingnum sínum. Við tókum tal saman og hún spurði hvaða ég væri. Hún lyfti brúnum og spurði hvort það væri rétt að allir væru ógeðslega ríkir á Íslandi og ef svo væri, hvernig stæði þá eiginlega á því? Ég sagði henni að það væri mesti misskilningur. Aftur á móti væru nokkrir kallar sem héldu að þeir væru ógeðslega ríkir en væru í rauninni með þetta allt á yfirdrætti.
Líklegast hefur hún haldið að ég væri eitthvað að ýkja.


Burt með þetta helvítis drasl

Er hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokks með tengsl við bankana? Ég er farinn að halda að allir þarna inni séu stórir hluthafar eða stjórnarmeðlimir í einhverjum bankanum. Ef ekki þeir sjálfir þá maki þeirra. Ef baktjaldamakk bankana var svona slæmt þá getur ekki annað verið en að hálfur þingheimur hafi átt að vita nákvæmlega hvað var í gangi. Peningatilfærslurnar, árasirnar á krónuna, afskriftirnar og öll vitleysan fór fram við rúmstokkinn hjá Sjálfstæðisflokknum.
Burt með þetta drasl.

Ég þarf ekki að örvænta þó ég komist ekki á Austurvöll. Ég get mótmælt hérna úti (sjá hér).


Af dönskum sjávarútveg

Danska fríblaðið metroExpress segir danska sjómenn uggandi (eins og fiska) vegna yfirvofandi aflasamdráttar í Norðursjó, Kattegat og Skagerrak á næsta ári. ESB áætlar að skera niður veiðiheimildir ýmissa tegunda á þessum svæðum við úthlutun á næsta fiskveiðiári. M.a. verður fjórðungs niðurskurður á þorskkvóta úr Norðursjó.

Hvaða aðferðarfræði stendur á bakvið kvótakerfi ESB? Hver er grundvallarmunurinn á fiskveiðistjórnun ESB og Íslands (ef einhver) og svo því kerfi sem þjóðir við Barentshaf styðjast við?
Getur einhver frætt mig um þetta?


Kjósum menn og málefni - ekki stjórnmálaflokka

Á Facebook hefur verið stofnaður hópur til stuðnings þessari hugmynd. Sjálfur viðraði ég þessa hugmynd hér á blogginu fyrir nokkru. Ekki sá fyrsti til að fá þessa hugmynd en vildi að mér hefði dottið í hug að stofna þessa grúbbu. Hún hefur altént verið stofnuð og það er vel.

Smellið hér og finnið grúbbuna. 

Það gengur eitthvað illa hjá mér að setja inn hlekk.
Hér er því slóðin; http://www.facebook.com/group.php?gid=37918637230


Hugarflug

Í lestinni á leiðinni í skólann sem ég gjarnan djúpar og skemmtilegar bloggfærslur. Þær eru fullar heimspekilegum vangaveltum og háði á samfélag nútímans og sjálfið. Það er kannski rangt að kalla það bloggfærslur þar sem þetta eru bara hugsanir sem ná ekki lengra þó ég ætli þeim það hlutverk að enda á netinu í lok dags. Þegar ég sest við tölvu um kvöldið eru þessar hugleiðingar mínar horfnar að mestu og það eina sem skaddað minni mitt nær að endurheimta, eru hálfkláraðar setningar og hugtök sem erfitt er að ímynda sér hvernig raða eigi saman. Illa dugar að draga upp penna þegar hugur minn fer á flug í lestarferðunum, því penninn, líkt og tölvan, setur hugmyndum mínum gjarnan skorður. Þessar skorður eru tíminn sem það tekur að skrifa niður orðin, sem mynda setningarnar sem eiga að túlka þessar hugsanir. Stundum væri ágætt að vera tengdur við einhverskonar hugsana-sírita.

Þangað til ég kemst yfir svoleiðis tæki þurfa lesendur þessa bloggs að sætta sig við að lesa hálfar hugsanir og fabúleringar.


Kómedíuskólinn í 25 ár í Köben.

Það styttist í afmælishelgina miklu. Tveggja daga hátíðarhöld í skólanum um næstu helgi. Melodrama sýning 2. ár nema á föstudag og kabarett gamalla nemenda á laugardag. Kominn smá titringur í mannskapinn. Verkið sem hópurinn minn samdi og kemur til með að sýna á föstudag, The Testament, 20 mínútna langt fjölskyldudrama er farið að taka á sig mynd. Síðastliðið föstudagskvöld að loknum skóla eyddum við þrem tímum í að fínpússa fyrri helming verksins. Micro-directing dauðans. Greindum hvert einasta skref og handahreyfingu. Innsetning tónlistar dýpkaði stykkið, um leið og það í senn einfaldaði og flækti vinnu okkar.


Meiri ull og færri pizzur?

Mig er farið að langa á Austurvöll. Veit ekki alveg með eggin (voru þau keypt af Baugi?) en mér fannst Bónus fáninn sniðugur. Ég styð mótmælin, svona almennt. Íslendingar þurfa kannski ekki að vera jafn grófir og Frakkar, en fínt að þeir skuli vera farnir að láta í sér heyra. Merkilegt samt hvað ráðamenn sitja fastir í stólunum sínum loksins þegar landinn stendur upp úr sínum.
Fæ annað slagið spurningar um Ísland og ástandið; Er það rétt að sala á garni hafi aukist? Eru ólívuolía og pizzur hættar að seljast?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband