Leiðist að koma með gagnrýni á fréttir. Geri það samt núna.
Í fréttinni segir að Tómas Lemarquis hafi ekki leikið í kvikmynd á Íslandi síðan hann lék í Nóa Albínóa. Þetta er rangt. Hann lék í Kaldri Slóð árið 2006. Ég veit að þessi fréttaflokkur er tæplega æðsta markmið hvers blaðamanns en það ætti ekki að hindra það að þeir vinni vinnuna sína. Einföld leit á imdb hefði getað komið í veg fyrir þessi mistök.
Bjartsýnismynd um jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.12.2008 | 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 19.12.2008 | 21:27 (breytt kl. 21:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölskylduna bar heldur harkalega niður á flugbrautina á Miðnesheiði um miðseinnipart gærdagsins. Flugvélin skoppaði lítillega og sýndi listir sínar í skautadansi. Börn grétu á meðan foreldrar brostu brosum sem ekki tókst að hylja áhyggjur augnanna. Allt fór þó vel og vélin tæmdist á mettíma nánast áður en vélin hafði stöðvast. Tengdamóðir mín tók á móti okkur og við tókum stefnuna beint vestur. Nýr Staðarskáli fóðraði mig af kjötbollum og grænkálsbættu skyri. Runnum inn Skutulsfjörðinn um það leyti sem fimmtudagur rann inn í föstudag.
Við verðum hér í rúma viku. Kveðjum svo árið og heilsum því næsta í Tálknafirði.
Bloggar | 19.12.2008 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólin hafa smám saman fjarlægst hið yfirlýsta markmið kristninnar. Það er í sjálfu sér bara fínt. Hátíð um þetta leyti eru mun eldri en kristnin og til mun víðar en í kristnum samfélögum. Miðsvetrarhátíðir hafa verið haldnar lengur en sagan veit og því er það hið besta mál að fólk haldi hátíð á þessum árstíma á sínum forsendum.
Ég sjálfur held hinsvegar kristinn jól. Í það minnsta er fæðing frelsarans sú afsökun sem ég nota, þó svo að allt bendi til þess að hann hafi verið vorbarn eins og ég sjálfur. Nákvæm dagsetning skiptir heldur svo sem ekki mestu máli. Aðalatriðið er minningin um þann mann sem skiptir svo miklu fyrir svo marga eða öllu heldur minningin um það sem hann stóð fyrir. Hvort sem hann var meiri Guðsonur en ég sjálfur skiptir breytir í rauninni litlu. Það er ekki faðernið heldur boðskapurinn sem hvað helst veldur aðdáun minni á manninum. Hafi hann hinsvegar ekki verið raunverulegur eins og margir halda fram, þá skiptir það eiginlega ekki máli heldur. Enn á ný þá er það boðskapurinn, sem í það minnsta hefur safnast saman í goðsögninni um hann, sem vegur hvað þyngst. Yfirdrifin neysluhyggja og dýrkun á Kóka-kólasveini er hinsvegar leiðinlegur fylgifiskur nútíma jóla. Fögnum hækkandi sólu, fæðingu frelsarans, lífinu, fjölskyldunni, ást og kærleik en fyrir alla muni fögnum ekki græðgi, ofneyslu og gjaldeyri.
Þessi jólin eru engar jólaskreytingar á heimili mínu. Okkur hjónunum fannst ekki taka því að eyða peningum og tíma í skraut fyrir tímabundinn íverustað sem við eyðum ekki jólunum á. Þegar að því kemur að við höfum fundið heimili til að setjast að þá mun það hinsvegar verða skreytt fyrir jólin. Skreytt með ljósum og jötum. Ímyndum hækkandi sólar, boðbera friðar og kærleiks.
Í mínum huga er það í raun einn og sami hluturinn.
Bloggar | 16.12.2008 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hátíðafundur í tilefni 60 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞUtanríkisráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa fyrir hátíðarfundi í Iðnó í dag, miðvikudag 10. des., í tilefni þess að þá eru 60 ár liðin frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af allsherjarþingi SÞ. 10. desember er jafnframt alþjóðlegur dagur mannréttinda.
Sextíu ára afmæli yfirlýsingarinnar verður minnst víða um heim undir yfirskriftinni virðing og réttlæti fyrir alla. Á hátíðafundinum í Iðnó verður kynnt ný þýðing yfirlýsingarinnar, auk útgáfu með verkum ungra hönnuða sem öll tengjast efni mannréttindayfirlýsingarinnar. Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Brynhildur Flóvenz, lektor við Háskóla Íslands og Páll Ásgeir Davíðsson, forstöðumaður Eþíkos. Þá verður frumsýnd hreyfimynd um mannréttindi við undirleik hljómsveitarinnar Hjaltalín og leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir fjallar um mannréttindayfirlýsinguna með sínum hætti.
Dagskrá hátíðarfundarins hefst kl. 16:30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Á meðan Samfylkingin lætur sér mannréttindi íbúa sjávarbyggða Íslands í léttu rúmi liggja, með því að styðja óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi og þar af leiðandi viðvarandi mannréttindarbrot, þá er gjörningurinn sem boðað er til hér að ofan ekkert annað en hræsni og móðgun við almenning.
Bloggar | 10.12.2008 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í Danmörku eru fleiri svín en menn. Ekert annað land í heiminum getur státað sig af sama afreki.
Í ljósi þessarar staðreyndar þykir mér Damörk undarlegur áfangastaður fyrir landflótta múslima.
Bloggar | 7.12.2008 | 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.12.2008 | 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rétt fyrir síðustu kosningar skrifaði ég færslu sem ég kallaði "Kvótakofinn". Vegna umræðu síðustu daga um áhrif kreppunnar (og reyndar góðærisins) á sjávarútveginn varð mér hugsað til þessarar færslu. Mér þótti hún góð og kíkti því aftur á hana. Mér þykir hún enn góð og ætla að birta hana aftur.
Kvótakofinn
Kvótakofinn er bygging sem stendur við sjávarsíðuna. Úr fjarlægð lítur kofinn ágætlega út, enda reglulega málaður. Húsverðirnir og nokkrir þeirra sem eiga stærstu herbergi kofans keppast við að dásama kofan bæði við íbúa sjávarþorpsins sem og erlenda gesti sem koma til að skoða kofann og taka af honum myndir.
Staðreyndin er hinsvegar sú að þrátt fyrir að hafa verið reistur fyrir aðeins tuttuguogþremur árum þá er kofinn ónýtur. En betur að því seinna.Inni í kofanum búa nokkrar hræður sem vilja helst ekki hleypa fleirum inn. Áður fyrr bjuggu þarna mun fleiri enda var nóg af herbergjum. Lífsins gangur sá til þess að eigendur einstaka herbergja féllu frá og gekk því herbergi viðkomandi einstaklings í arf til ættingja. Oftar en ekki seldu erfingjarnir herbergið þar sem þeir höfðu ekki áhuga á því að búa þarna. En í stað þess að selja herbergin til aðila utan kofans þá voru þau yfirleitt seld til aðila í næstu herbergjum sem svo brutu niður veggi til að stækka eigin herbergi.
Þak hússins er hriplekt og vindar spillingar og græðgi næðir í gegnum óþétta veggi og glugga. Samt er fjöldinn allur af bæjarbúum sem vilja komast inn í kofann og einstaka sinnum er einhverjum hleypt inn og hann látinn sofa á gólfinu, gegn himinháu gjaldi, í stöðugum ótta við að vera fleygt út og það jafnvel án þess að fá að taka farangurinn sinn með.
Eins og áður sagði þá er kofinn ónýtur. Grunnurinn er sprunginn og skakkur enda reistur úr lélegum efnum og á sandi í ofanálag. Burðarveggir og sperrur eru ormétnar og fúnar. Aðalinngangur kofans er einnig ónýtur og því ómögulegt fyrir bæjarbúa að nota hann og í raun er ógerningur að komast inn nema með því að troðast inn um brotna glugga og eiga þá á hættu að skera sig og blæða út því innandyra er litla hjálp að fá.
Kofinn er í raun óíbúðarhæfur en eigendur hans og verktakarnir og arkitektar sem að byggingu hans stóðu eru í afneitun, vilja ekki laga hann.
Kofinn er hinsvegar það illa farinn að það ógerningur að gera við hann. Það er nauðsynlegt að kveikja í honum og reisa stærri og betri kofa á nýjum stað. Efniviðurinn skal vera íslensk reynsla og teikningarnar fluttar inn frá Færeyjum. Í kjallara nýja kofans væri svo hægt að henda húsvörðum þess gamla.
Nú er kofinn endanlega að hruni kominn vegna íþyngjandi lána hvers aukni þungi er ormétnu burðarveggjunum um megn.
Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.11.2008 | 19:17 (breytt kl. 19:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 29.11.2008 | 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Útvarpsstöðin Radio Soft spilar gjarnan danska 80´s slagarann I´m not an actor með hljómsveitinni Mikael learns to rock. Í laginu er að finna einhverja yndislega verstu textagerð sem ég hef kynnst.
Vek sérstaka athygli á viðlaginu;
I'm not an actor I'm not a star
and I don't even have my own car
But I'm hoping so much you'll stay
that you will love me anyway
Ég held meira að segja að hljómsveitin hafi ekkert verið að grínast með þetta lag.
Bloggar | 29.11.2008 | 09:22 (breytt kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar