Um síðustu helgi fór ég ásamt kennurum og nemendum skólans til Póllands. Eftir 12 tíma siglingu til Swinouscjie (eða eitthvað í þá áttina) tók við 6 tíma rútuferð til Sopot. Þar gistum við á hóteli sem upprunalega var byggt af pólskri verksmiðju á tímum Kommúnismans, í þeim tilgangi að senda þangað verkamenn sína í 2 vikna sumarfrí með fjölskyldur sínar. Þetta var þó ekki sumarleyfisferð hjá okkur, heldur vorum við þarna sem gestir á leiklistarhátíð.
Fyrir utan það að sprella úti á götu með leðurgrímu á andlitinu (Commedia Dell´Arte ekki Texas Chainsaw) þá tók ég kraftútsýnisgöngu um Gdansk, synti í þrígang í 8 gráðu heitu Eystrasaltinu (vindjakkaklæddu konurnar sem leita að rafi í flæðarmálinu ráku upp stór augu í hvert sinn), borðaði sushi og gekk út á 1 km langa trébryggju. Gweði svo sem ýmislegt fleira en þetta bar hæst.
Á föstudaginn var svo síðasti skóladagurinn hjá bekknum mínum og um kvöldið var lokasýningin. Undarleg tilhugsun að þessu tímabili lífs míns skuli vera lokið.
Næstu tvær vikur fara svo í að undirbúa kaffihúsið og heimferð okkar Alexanders. Við feðgar förum til Íslands eftir tvær vikur til að undirbúa opnun Kaffi Sæla og aðstoða við fermingarveislu yngsta bróður míns. Auður og Tristan fljúga til íslands tveim vikum síðar, þegar Auður er búinn með sitt nám.
Kaffi Sæla opnar þriðjudaginn 2. júní.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæm stafsetning er Świnuojście.
Fínt að vera í Póllandi. Ég var oft í næsta bæ við Sopot; Gdynia.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.5.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.