Stjórnkerfislegur vampírismi

Um daginn horfði ég um stund á þátt á National Geographic. Þátturinn fjallaði um ýmiskonar samfélagsleg tabú, svo sem Scarification og Vampírisma. Í hlutanum um Vampírisma fengum við að fylgjast aðeins með parinu Steven og Jane.
Bæði tilheyra þau gothic neðanjarðar menningarsenu fólks sem lítur á sig sem vampírur. Fyrir flestum er þetta einhverskonar blæti, líkt og drag, smá helgar útrás fyrir þrám sem ekki allir vilja viðurkenna fyrir sínum nánustu. Þó eru til dag-vampírur. Fólk sem hversdagslega tekur goth-lúkkið skrefinu lengra og sverfir neglur sínar svo þær líkist klóm og lætur setja krónur á augntennur sínar til að ná heildarmyndinni. Steven var í þættinum sagður einn af 50 einstaklingum í Bandaríkjunum  sem vitað væri til að féllu í ýktasta flokkinn. Hann þarf reglulega að drekka blóð annars upplifir hann alvarleg fráhvarfseinkenni.
Jane er undirgefinn vampíra, hún drekkur aldrei blóð en leyfir Steven að nærast sínu. Í hvert sinn drekkur Steven u.þ.b. 3-4 matskeiðar af blóði úr Jane og getur sá skammtur dugað honum í nokkra mánuði í senn áður en löngunin gerir aftur vart við sig. Með skurðhníf dregur hann grunna skurði í maga eða bak ástkonu sinnar. Stundum skefur hann blóðið upp með hnífnum og sleikir af honum eða sýgur beint úr sárinu. Hann trúir því að blóðsins þurfi að neyta áður en það verður kalt og það "deyr".

Parið lýsir þessari sem afskaplega innilegri og bindandi upplifun. Hann er háður blóðgjöf hennar og Jane er svo undirgefin að þrátt fyrir sársaukann og heilsuógn þá segist hún lifa fyrir þetta. Blóðgjafirnar skilgreina hana.

Eftir að hafa horft á þennan þátt varð mér hugsað til sambands Sjálfstæðisflokksins við íslensku þjóðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bújah!

Benni (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband