Eftirfarandi málsgreinar ritaði Einar Q. Guðfinnsson á bloggsvæði sitt fyrr í vikunni;
"Einu sinni var stjórnmálaflokkur sem sagði að árangursríkast væri að stjórnmál byggðust á samræðum en ekki átökum. Þess vegna ætti að leita lausna á grundvelli pólitískra umræðna, en ekki tilskipana. Þessi flokkur hét Samfylking.
Svo var það annar flokkur sem lagði líka í umræðum, áherslu á mikilvægi þess að menn ættu þess kost að ræða málin, undirbúa þau vel og gefa sem flestum kost á aðkomu við undirbúning mála. Þessi flokkur hélt upp á tíu ára afmæli sitt nú um helgina og heitir Vinstrihreyfingin grænt framboð.
Nú vitum við að það var ekki orð að marka þetta. Þessir flokkar eru í ríkisstjórn - í minnihlutaríkisstjórn - og hafa ekkert gert með fyrirheit sín, en stjórna þess í stað í tilskipana og "vér-einir-ráðum" stíl." (#)
Einu sinni var stjórnmálamaður sem sagðist ekki geta stutt ríkistjórn sem ekki gerði breytingar á kvótakerfinu. Hann vildi þó ekki afnema kvótakerfið en í hans huga var þó ævinlega ljóst að breytingar og það tafarlausar breytingar væru óhjákvæmilegar. Þessi maður hét Einar K. Guðfinnsson.
Svo var það stjórnmálamaðurinn sem lagði líka áherslu á að halda handfærabátum fyrir utan þetta sama kvótakerfi. Hann lofaði því í ræðum og riti að tryggja hag sjávarbyggðanna og gera sitt til að tryggja að trilluflotanum yrði haldið inni í dagakerfinu. Þessi maður vék nýlega sæti sjávarútvegsráðherra og heitir Einar K. Guðfinnsson.
Og nú vitum við að það var ekki orð að marka þetta. Þessi loforð, auk fjölda annarra innantómra loforða, tryggðu honum brautagengi og þingsæti. Þessi loforð treystu tak flokks hans á stjórnartaumnum eitt kjörtímabil fyrir tilstilli trúgjarnra vestfirðinga.
Einar Q ætti manna best að skilja að maður segir eitt til að fá atkvæði en gerir annað þegar rennur á mann sú gleðivíma sem hlýst af setu í nálægð við rjúkandi kjötkatlana.
Fyrir um 4 árum lagði Einar Quisling fram atkvæði sitt til stuðnings afnáms dagakerfisins. Sem formaður sjávarútvegsnefndar á árunum 1999 til 2005 og sjávarútvegsráðherra á árunum 2005 til loka nýliðins janúarmánaðar gerði hann ekkert sem líta má á sem tilraun til breytinga á kvótakerfinu, í það minnsta ekki á þann veg sem hann hafði áður lofað.
Svo launar kálfurinn ofeldið.
Flokkur: Bloggar | 11.2.2009 | 17:28 (breytt kl. 17:52) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar Q er bjáni.
Það vekur furðu fólks hér fyrir vestan að hann skuli ætla fram aftur eins og ekkert hafi í skorist.
Níels A. Ársælsson., 11.2.2009 kl. 18:16
Ég endurtek: Bújah!
Benni (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:10
Takk, Benni.
Já, pabbi. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að reynir að ljúga sig aftur inn.
Ársæll Níelsson, 11.2.2009 kl. 21:14
að þú skulir tala svona illa um samfjórðungsmann þinn
birgir olgeirsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:44
Þetta eru nú bara staðreyndir.
Ársæll Níelsson, 12.2.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.