Bloggræður

Það hefur ekki vantað kröftuga/r og góða/r ræðumenn/konur með kröftugar og góðar ræður á Austurvöll undanfarna Laugardaga. Ég er oftast sammála flestu sem fram hefur komið í þeim ræðum sem ég hef lesið og heyrt af. Eitt er það þó sem mér þykir miður. Ræðurnar eru oftar en ekki lítið annað enn upphrópanir og fyrirsagnir, slagorð og myndlíkingar. Eilítið kannski eins og óteljandi bloggfærslur síðustu vikna, bara lengri og mun betur skrifaðar í flestu tilfellum. Höfum við ekki fengið nóg af slíku? Ég væri til í að heyra kröftuga og góða ræðu sem býður upp á röksemdir og lausnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Var einmitt að hugsa það sama þegar ég horfði á fréttirnar í kvöld. Innantóm köll og hróp..flottar fyrirsagnir

Gangi þér vel heimilisstörfin:)

Katrín, 30.11.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband