Af náminu.

Mig langađi allt í einu rosalega mikiđ til ađ blogga. Vissi samt eiginlega ekkert um hvađ. Renndi í gegnum fréttirnar, tók bloggrúntinn en fékk engan innblástur sem heitiđ getur.

Ćtla bara ađ skrifa um sjálfan mig ađ ţessu sinni.

Síđasta föstudag var Melodrama sýningin sem viđ höfum undirbúiđ síđan í byrjun október. Gríđarlega góđ mćting, vel yfir hundrađ sálir, enda afmćlishelgi skólans. Sýningin gekk vel, áhorfendur og leikarar sáttir. Ljúfsárt ađ standa ţarna undir lófaklappinu og hugsa til ţess ađ ţessu tímabili námsins vćri lokiđ. Melodramađ er kúnstugt og glettilegt skemmtilegt form. Safngripur segja sumir. Ég vill gjarnan dusta rykiđ af ţessum safngrip og vinna ađeins međ ţetta form ţegar ég kem heim. Kannski ég reyni ađ fá kómedíuleikaran í samstarf um ţađ verkefni.

Á laugardag var móttaka í skólanum. Veitingar og gestagangur frá ţvi upp úr hádegi. Um kvöldiđ sýndu fyrrverandi nemendur stutt skemmtiatriđi. Flest var nokkuđ áhugavert. Sér í lagi ţótti mér ţetta góđ leiđ til ađ sćkja mér innblástur og sjá hvernig fólk er ađ nýta námiđ. Ég dreifđi Act Alone póstkortum á liđiđ.

Á mánudaginn hófst stutt tímabil textavinnu. Erum ađ glugga í Shakespeare og lítum á Checkov í nćstu viku.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já ég er til - enda mikill unnandi Mellódrömunnar

Já útíbúiđ í Kómedíuskólanum hefur gjarnan veriđ gjöfullt til handa Act alone

Gott gengi viđ jöfrana í Tragedíunni

Elfar Logi Hannesson, 20.11.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Ársćll Níelsson

Flott, ţá er bara ađ hella sér yfir melódrama handrit og finna gott stykki.

Ţrír bekkjarfélagar ţínir stigu á stokk á laugardaginn; Linnea, Marianne og Mr. Tross.

Ársćll Níelsson, 20.11.2008 kl. 15:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband