Storytelling

Loksins erum við komin á tímabil í skólanum sem ég hef beðið eftir með eftirvæntingu en við erum að vinna í storytelling þessa dagana. Ekki það að mér hafi fundist það alslæmt sem á undan er gengið, síður en svo. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég hef haft takmarkaðan áhuga á ýmsu sem við höfum unnið með. Grímurnar voru til dæmis mjög áhugaverðar sem og persónusköpunin sem farið var í í janúar. Hreyfingatímabilið þótti mér hinsvegar afspyrnu leiðinlegt þó það hafi komið mér að gagni að ýmsu leyti.

Eins og áður sagði þá er núna storytelling tímabil og er hagkvæmnin við það form mér strax augljós. Sérstaklega hefur hún opnað augum mín gagnvart frekari útfærslu á því sem ég hafði aðeins fengist við áður en ég byrjaði í náminu. Einleikjaformið á að mínu mati flest sitt undir frásagnarlistinni (storytelling) þó að margt af því, ef ekki allt, sem við höfum farið í undanfarna mánuði nýtist vissulega sem hjálpartæki. Vikuverkefnum sem við höfum unnið að í hópum undanfarna mánuði hefur verið ýtt til hliðar og erum við þess í stað hvött til að leggja fram verkefni, sem við sjálf höfum frumkvæði af. Á hverjum degi gefst okkur tækifæri til að sýna það sem við erum að vinna að. Þetta mega vera bæði einstaklings og hópaverkefni. Þarna er þá verið að hvetja okkur til að búa til og setja saman, hvort sem er frumsamið eða byggt á áður birtu efni, sögur sem við setjum fram með hliðsjón af hinum ýmsu aðferðum frásagnar sem fyrir okkur hafa verið lagðar. Afraksturinn, ásamt einhverjum grímuverkefnum, verður svo fluttur á sýningu sem við munum setja upp í lok mánaðar.

Um síðustu helgi kokkaði ég upp stutta frásögn byggða á einni af þjóðsögum Jóns Árnasonar, Jón smali og huldufólkið. Téðri frásögn var þó upphaflega ekki ætlað að vera annað en redding til að hafa eitthvað til að sýna í tíma í gær. Ég var því ekki mikið að leggja í hana, endursagði hana bara eins og hún birtist mér. Ég lagaði hana þó aðeins að forminu, nýtti mér bæði frásögn í bundnu máli og svo leik þar sem því var við komið. Eftir ábendingar kennara og samnemenda ákvað ég að vinna aðeins betur með söguna. Sagan er nokkuð snubbótt líkt og íslensku þjóðsagnanna er háttur og því ætla ég aðeins að bæta við hana til að gefa henni meiri fyllingu. Einnig er ég mikið að líta í kringum mig eftir efni í fleiri atriði og set ég stefnuna á að hafa í það minnsta 3-4 atriði í handraðanum í lok annar. Það væri fínt að eiga eitthvað á lager ef mér tekst að trana mér fram við einhver tækifæri í sumar.

Uppástungur að efni eru vel þegnar frá lesendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

Smá kynlíf og fyllerí? Nei fyrirgefðu... það er náttúrulega kjarninn í öllum íslendingasögum...

Breik a leg!

Rúnar Karvel Guðmundsson, 7.3.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Já en Rúnar, ég er að vinna með þjóðsögu ekki íslendingasögu ;) 

Ársæll Níelsson, 7.3.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

enginn munur er á kúk og skít!

Rúnar Karvel Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband