Vestfirðir á teikniborðinu

Skýrsla Framtíðarlandsins um samantekt af vetrarþinginu "Vestfirðir á teikniborðinu" var birt fyrir skömmu og er þegar farin að valda nokkru umtali. Sem er gott mál. Þarna er að finna margar góðar og skemmtilegar hugmyndir.
vestf_mynd2
Leiðinlegt hefur mér fundist að lesa blogg þar sem fólk talar niður þetta framtak, nefnir eina til tvær tillögur úr skýrslunni sem dæmi og gerir grín þeim, efast um ágæti þeirra eða burði til að skapa mörg störf. Þarna er oftast á ferðinni fólk sem hefur hengt sig á Olíuhreinsunarstöðvardrauminn og neitar að sleppa sama hvað tautar og raular. Einhverjir virðast blindaðir af gylliboðunum um 700 störf og sjá sig því tilneydda til að rakka niður hugmyndir sem "einungis" færa vestfirðingum 2-3 störf. Eins og ég las einhver staðar þá eru "molar líka brauð" og því óábyrgt að kasta hugmyndum í ruslið vegna smæðar. Það eru einmitt þær hugmyndir sem mestu skipta. Verst þykir mér þó að sjá hvað það hreinlega hlakkar í sumum vegna þess að þeim finnst tillögurnar slæmar, sennilega vegna þess að þeir telja þá olíudrauminn kominn skrefi nær.

Ólína Þorðvarðar skrifaði grein þar sem sem hún meðal annars veltir fyrir sér tengslum magns og gæða í byggðarþróun. Ég er sammála því að það er ekki endilega sama sem merki þar á milli.cgan211l Ég get ekki ímyndað mér að svona stór vinnustaður, sem olíuhreinsunarstöð yrði, sé sniðug lausn fyrir vestfirðinga. Við ættum að vita það manna best hvað það er slæmt fyrir jafn fámennt samfélag þegar einn atvinnuvegur skipar áberandi stóran sess, hvað þá einn vinnustaður. Við ættum að vera búin að læra af fyrri mistökum og sleppa því að skella öllum eggjunum í eina körfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ef  þú ert að vitna í mitt blogg þá er það rangt hjá þér að ég sé að rakka eitthvað niður. Ég er einungis að segja að við þurfum að fá einhverjar alvöru lausnir í þetta skiptið. Tvö störf þar og fjögur hér eru góð líka en það bara dugar ekki.

Það er líka öruggt að það er vel hægt að vinna minni hugmyndir með þeirri stóru um olíuhreinsistöðina. Það er líka rangt hjá þeim sem halda því fram að ekkert sé unnið að neinu nema olíuhugmyndinni. Það er fullt af fólki úr öllum flokkum búið að vinna að hugmyndum í mörg ár og því verður ekkert hætt.

Ég mun áfram vera á þeirri skoðun að við þurfum eitthvað stórt ef við ætlum ekki að sogast suður í borgríkið.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.2.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég ætlaði nú ekki að sigta út ákveðna bloggara en fyrst þú vekur máls á því þá skal ég viðurkenna að bloggið þitt er eitt þeirra sem ég hafði í huga.

Afhverju þarf eitthvað stórt? Ætti aðdráttarafl Vestfjarða ekki einmitt að vera smæðin?

Ársæll Níelsson, 28.2.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Smæðin dugar ekki til að halda uppi því þjónustustigi sem fólk vill hafa árið 2008. Það þarf að auka tekjur til sveitarfélaganna á vestfjörðum all verulega ef ekki á illa að fara. Tekjur af berjalíkjör og refasetri duga þar engan veginn til.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.2.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hvað með tekjur af berjalíkjöri, bjórframleiðslu, vatnsátöppun, heilsuhæli, refasetri, háskóla, aukinni ferðaþjónustu, fullvinnslu afurða og prjónaverksmiðju? Hve mörg sveitarfélög ættu að hafa tekjur af olíuhreinsunarstöð og hve mikið tapast þegar Vestfirðir missa hreinleika stimpilinn sem mörg sprotafyrirtæki hafa verið að gera út á síðustu misseri?

Ársæll Níelsson, 28.2.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú ekki eins og það flæði svartolía yfir allt hér þó að það kæmi olíuhreinsistöð. Fiskvinnsla og útgerð eru enn svo stór tala í dæminu að það þarf eitthvað stórt til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur á síðustu 15 árum. En vissulega verður að halda áfram að skoða allar hugmyndir. ÉG hef bara þá skoðun að smáar hugmyndir gagnist ekki til þess að koma okkur á kortið aftur.

Það verður hins vegar fínt að geta fengið sér einn öl og berjasnafs eftir langan dag í olíustöðinni.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.2.2008 kl. 21:35

6 identicon

Já þessi olíuhugmynd er víst ekkert lélegur brandari eins og ég hef haldið þar til nú fyrir stuttu.

Fín orð hjá þér.

Ef þessi vonda hugmynd kemst á framkvæmdarstig þá mun ég ganga til liðs við hressikrakkana í Saving Iceland, sveimérþá.

Haukur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég geri mér grein fyrir því, þó er altaf hætta á því að upp komi olíuslys og hvað þá? En er ekki rétt munað hjá mér að rannsóknir sýni fram á mengandi áhrif slíkrar stöðvar á bæði loft og sjó?

Þar fyrir utan þá þarf svæði ekki að vera þakið svartolíu til að fólk missi trú á hreinleika þess.

Þú ætlar sem sagt að sækja um starf?

Ársæll Níelsson, 28.2.2008 kl. 21:42

8 Smámynd: Ársæll Níelsson

Haukur: Við skulum bara vona að það komi ekki til þess.

Ársæll Níelsson, 28.2.2008 kl. 22:04

9 identicon

Ætlum við að gera ráð fyrir því að olíuhreinsistöð geti ekki farið á hausinn eða verði ekki lokað þegar Grænlendingar opna betri og ódýrari stöð? Fær Ísafjarðarbær tekjur af olíuhreinsistöð í Arnarfirði? Við höfum skýrt dæmi frá austfjörðum hvernig það fer í byggðarlag að reisa þar stórfyrirtæki. Það fer allt á flug í smátíma en síðan dalar það. Þeir firðir fyrir austan sem ekki hafa álver eru alveg í sama fólksfækkunarvandanum og áður. Heildarfólksfjöldi á Austfjörðum verður ekki mikið breyttur og fyrir álver eftir að þeir sem byggðu það og virkjunina fara. Þetta eru skynidlausnir sem virka vel til skams tíma. Vestfirðingar eiga ekki að byggja olíuhreinsistöð til að fá mannsæmandi vegakerfi. 

Að lokum kveð ég með þessu:

Þorskurinn og olían munu hverfa á endanum. En náttúra og kraftur fólksins á Vestfjörðum er eilíf.  Amen.

Benni (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:44

10 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Eins og þú veist þá er ég í fínni vinnu og á ekki von á að fara annað. Varðandi það hvort Ísafjarðarbær fær tekjur af stöð í Arnarfirði þá eru tveir staðir sem koma til greina. Hvesta í Arnarfirði og Sandar í Dýrafirði, ekki hefur verið ákveðið hvor staðurinn verður fyrir valinu. Mönnum ber alls ekki saman um mengun frá svona stöð. Stöð sem er hituð með rafmagni mun menga sáralítið, hugmyndir ganga út frá því að keyra þessa stöð fyrir rafmagni.

Helst er talað um sjónmengun. En það er nú misjafnt hvað mönnum finnst fallegt.

Ingólfur H Þorleifsson, 29.2.2008 kl. 06:59

11 Smámynd: Ársæll Níelsson

Eins og talað út úr mínu hjarta Benni.

Einhvers staðar hef ég nú séð talað um stöð sem er sjálfbær á orku. Þýðir það ekki að hún nýti þá eigin brennslu til að keyra sig? Yrði hún eingöngu keyrð á rafmagni (hvaðan sem það ætti nú að fást), er þá ekki samt óumflýjanleg töluverð mengun sem verður til við brunan sem fer í að skilja olíuna?

Ársæll Níelsson, 29.2.2008 kl. 18:08

12 identicon

Ég held bara að þrátt fyrir að olíuhreinsistöð yrði ómengandi og frábær í alla staði þá breyti hún engu um vandamál vestfjarða til lengri tíma... en hey, ég er enginn hagfræðingur.  En sjáið bara álver á Reyðarfirði, hverju hefur það breytt? Jú, fleiri búa á Egilsstöðum og Reyðarfirði, þeir annað hvort þjónusta álver eða vinna í því. En önnur nýsköpun er lítil sem engin. Ástandið er alveg eins fyrir álver hvað það varðar. Ef álverið af einhverju ástæðum hættir, þá eru austfirðingar í verri málum en þeir voru fyrir álver.

Mér finnst bara sorglegt að það þurfi umræður um olíhreinsistöð til vestfirðir komi upp á borðið sem vandamál. Og við skulum ekki gleyma þvi að olíuhreinsistöð var kosningatrix sjálfstæðisflokksins. Rétt eftir vandamálafundinn í Hömrum síðasta vor þar sem kallað var á aðgerðir stjórnvalda, þá, púff stökk fram á sjónarsviðið olíuhreinsistöð! Aldrei hafði þessi hugmynd verið viðruð áður.  Það er eins og henni hafi verið kastað fram til að við gætum rifist um hana í nokkur ár og gleymt öllu því sem við eigum að fá. Smjörklípa einhver?

En kannski er bara með svona fjörugt ímyndunarafl :)

Benni (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 12:55

13 Smámynd: Ársæll Níelsson

Feit smjörklípa.

Álverið olli að mér skilst meira að segja fækkun í öðrum bæjarfélögum en þeim tveim sem fjölgaði í. Þ.e. álverið sogaði til sín fólk úr nágrannasveitarfélögunum og veikti þau fyrir vikið.

Það þarf að gera þeim rekstri sem fyrir er auðveldara fyrir. Koma á mannsæmandi vegasamgöngum til að tengja í það minnsta suður og norður firðina í eitt svæði og opna háskóla. Ég hlusta ekki á eitthvað kjaftæði um að það komi með tilkomu olíuhreisnunarstöðvar, við eigum ekki að láta bjóða okkur svona rugl.

Ársæll Níelsson, 3.3.2008 kl. 20:50

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þarna talið þið Benni af mikilli vanþekkingu og fordómum. Og það er nú ekki eins og það sé erfitt að kynna sér málin eins og þau hafa þróast á Reyðarfirði.

Benni segir: "En sjáið bara álver á Reyðarfirði, hverju hefur það breytt? Jú, fleiri búa á Egilsstöðum og Reyðarfirði, þeir annað hvort þjónusta álver eða vinna í því. En önnur nýsköpun er lítil sem engin. Ástandið er alveg eins fyrir álver hvað það varðar".

Og Ársæll: "Álverið olli að mér skilst meira að segja fækkun í öðrum bæjarfélögum en þeim tveim sem fjölgaði í".

Kynnið ykkur íbúaþróun á svæðinu fyrir álversframkvæmdir. Stöðug fækkun í öllum byggðakjörnum nema helst á Egilsstöðum. Fækkunin í jaðarbyggðum jókst ekki með tilkomu álversins.

Ég skora á ykkur að kíkja á ÞETTA

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2008 kl. 01:23

15 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég þakka Gunnari fyrir gott og fróðlegt innlegg. Ég viðurkenni að sú athugasemd mín, sem Gunnar vitnar í hér að ofan, er ekki niðurstaða nokkurar rannsóknarvinnu af minni hálfu, rakst á þessa fullyrðingu á einhverju bloggi og gerði þau mistök að gleypa við henni.

Þetta breytir samt litlu um álit mitt á olíuhreinsunarstöð. Ég get ekki ímyndað mér að slík starfsemi eigi mjög langan líftíma miðað við aðstæður í heiminum í dag. Stöðugt er verið að horfa til nýrra orkugjafa bæði vegna verðlags olíunar, mengunar sem af henni hlýst og vegna þes að einhverjir segja að hún klárist fyrr en síðar. Ísland og þá kannski sérstaklega Vestfirðir, stóriðjulausir, ættu því ekki að líta við slíkri starfsemi. Ég er enn sannfærður um að langtímaávinningur af slíkri stöð yrði minni heldur en ef önnur og jafnvel tímafrekari uppbygging ætti sér stað.
Ef rannsóknir hinsvegar leiða það í ljós að þarna væri hægt að tryggja okkur hreinlátustu olíuhreinsunarstöð í heimi sem muni halda sinni starfsemi gangandi lengur en framsýnustu menn geta sagt um,  þá skal ég hugsa mig betur um.

Ársæll Níelsson, 10.3.2008 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband