Loksins með eigin nettengingu.

Þá eru heimilið loksins orðið nettengt. Það tók þrjár vikur að fá tenginguna, þrátt fyrir að ég hafi sjálfur sett hana upp. Hef síðustu 4 vikur setið úti í eldhúsglugga, að stela bandvídd frá nágrönnum, til að geta athugað póstinn minn. Hef þar af leiðandi ekki nennt að blogga mikið þar sem vinnuaðstaðan í glugganum er takmörkuð.

Fjölskyldunni hefur tekist ágætlega að aðlagast lífinu hérna úti og erum að mestu búin að koma okkur fyrir í íbúðinni. Nýju IKEA húsgögnin eru amk öll komin saman.

Guðbjartur var í borginni í síðustu viku. Ég bauð honum í mat á föstdaginn og tók svo með honum smá pöbbarölt. Kom að sjálfsögðu við á Hvid´s Vinstue. Þegar inn var komið varð mér strax ljóst að óvenjumikið af íslendingum væru þar staddir. Innan úr yfirfullu reykingarherberginu bárust íslensk ættjarðarlög og andinn minnti einn helst á ættarmót. Í ljós kom að þarna voru starfsmenn Landbúnaðarvéla í útrásarhug. Við stoppuðum ekki lengi.

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sérlega ánægður með LÍN þessa dagana. Leit á lánsáætlunina sem er komin á "Svæðið mitt" hjá LÍN og fæ ekki betur séð en til standi að lána mér tæplega kr140.000 fyrir þetta skólaár. Þetta er uppihalds-, skólagjalda-, bóka- og ferðalán fyrir 9 mánuði í námi. Dugar ekki fyrir tveggja mánaða leigu.
Ef einhver veit um lausa stöðu við ritstörf þá má hinn sami láta mig vita. Pistlaskrif, gagnrýni, þýðingar, fréttaskrif eða annað slíkt er tilvalið.

Þetta er Ársæll Níelsson sem bloggar frá Kaupmannahöfn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

WHAAAT? Ætlar Lína frænka ekki að lána þér meiri pening en þetta? Það getur ekki verið, er þetta ekki bara í dönskum krónum?

Tinna (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hmmm, finnst enn ólíklegra að ég fái 1,6milljónir í lán frá þeim á einu ári. Það væri samt ekki leiðinlegt.
Þetta eru allavega þær tölur sem standa á lánsáætluninni í dag.

Ársæll Níelsson, 30.10.2007 kl. 21:14

3 identicon

Við hefðum átt að halda styrktartónleikana fyrir þig,

En ef þú vilt,þá rekur goðkunningi minn tóbaksbúð á strikinu, gæti reddað þér.

Þór Sveins (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hefðum átt að gera það, ekki bara peningana vegna heldur hefði það líka verið gaman.
Hvernig ætti vinur þinn að geta hjálpað mér? Ég á ekkert tóbak til að selja.

Ársæll Níelsson, 30.10.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Marta

Ohhh... Djöfulsins bögg er þetta! Ég tek vel í styrkatartónleika, ég meina ég skulda ykkur ennþá lag.. ;) En ég er mjög hamingjusöm að þið séuð aftur komin á netið! Gangi ykkur vel!

Marta, 31.10.2007 kl. 00:17

6 identicon

En gaman að þú ert byrjaður að blogga aftur! LÍN er fífl. Getur ekki verið að það sé bara reikningsvilla? Þetta gerðist fyrir vinkonu mína, þannig að ég myndi hafa samband við þá ASAP. Þú átt greinilega að vinna með skólanum... skil ekki hvernig þessi lán eru útreiknuð. Fáranlegt. Ég t.d. er með 5þ krónur í ferðastyrk. Það borgar kannski bensínið til Sauðakróks. Whoopí. ;)

Vonandi er annars allt ljómandi að frétta! KOSS OG KNÚS frá Akureyrinni!

Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband