Neðansjávarhagkerfið

Ég vona að Lýður Árnason lífskúnstner og heilbrigðistarfsmaður fyrirgefi mér það að ég birti, án hans vitundar, grein sem hann fékk birta á bb.is í dag.

 Útgerðarmenn kaupa veiðirétt til að veiða sjálfir, leigja öðrum eða endurselja með hagnaði. Fá fyrirgreiðslu í banka, veðið veiðirétturinn sem verið er að kaupa. Standi útgerðirnar í skilum er hagsmunum bankans borgið. Standi útgerðirnar ekki í skilum er hagsmunum bankans áfram borgið því hann innleysir þá veðin og selur veiðiréttinn öðrum. Útgerðarmenn vilja ávöxtun á þeim veiðirétti sem þeir hafa keypt, þ.e. að endursöluverðið verði hærra en kaupverðið. Þess vegna hækkar fiskurinn út úr búð svo og kvótaleigan. Bankarnir dansa með og bjóða meiri fyrirgreiðslu til að greiða fyrir viðskiptum. Ríkisstjórnin hleypur undir bagga og setur fleiri fisktegundir í kvóta ásamt því að hunsa árlega tillögur eigin stofnunar sem kennir sig við hafrannsóknir. Þannig uppskrúfast verðgildi veiðiréttarins og markaðslögmálið sér um afganginn.

Útgerðarmenn hætta og selja veiðiréttinn. Hvert, er þeirra mál og söluhagnaðurinn notast að vild. Við áhvílandi skuldum taka nýjir kaupendur og bankinn eignast nýja viðskiptavini. Útgerðarmenn eru staddir á Old Trafford í boði bankans, stúkan hrynur og þeir farast. Veiðirétturinn fellur erfingjum í skaut og niðurkoma hans á þeirra valdi, réttarstaða sjávarbyggðanna hinsvegar engin.

Þetta er það neðansjávarhagkerfi sem við búum við og með því hafa auðlindir hafsins tapað mjög gildi sínu, umsetning þeirra og aðgengi algjörlega niðurnjörvuð í höndum hagsmunasamtaka sem eiga enga samleið með þjóðinni.

Boðberar breytinga í sjávarútvegi vilja ekki kollvarpa neinu nema einmitt þessu neðansjávarhagkerfi. Vernda tilkall þjóðarinnar til fiskimiðanna þannig að þeir njóti sem nýti og geri það á grundvelli heildarhagsmuna. Áframhaldandi óbreytt sjávarútvegsstefna er ávísun á landeyðingu og það er ekki samkvæmt spá heldur ferilskrá.

Lýður Árnason. Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður.

Hann er óvitlaus drengurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Komdu með tillögu að betra kerfi og ég skal kjósa þig.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.5.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Mín skoðun er sú að við ættum ekki að hika við að taka upp kerfi í líkingu það sem tíðkast í Færeyjum.

Ársæll Níelsson, 11.5.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband