mánudagur, október 18, 2004
Ég fell stundum í einhver mikinn trans þar sem streymir um mig einhver aragrúi pælinga sem í sjálfu sér eru með öllu vita gagnslausar, þar er iðulega fæst enginn botn á málið. Ekki alls fyrir löngu sat ég á bekk við fjölfarna götu í höfuðborginni. Þar sem ég virti fyrir mér allt fólkið sem átti leið hjá, fólk sem ég hafði aldrei áður séð, leiddi ég hugann að því hvernig lífi þeirra er háttað.
Afhverju skildi ég vera ég en ekki gaurinn sem keyrði framhjá mér á rauða bílnum. Ekki svo að skilja að mér þætti hann öfundsverður, hann var manonsþræll á ljótum bíl sem hann hafði skreytt með sorglegu glingri hins auma bílahnakka. Færir það manni gleði að líma plastdrasl utan um sjálfrennibassaboxið sitt, að geta ekki skroppið út í verslun án þess að hljóta ævarandi skaða á heyrn eða að brjóta hljóðmúrinn á leið niður Ártúnsbrekkuna?
Konan sem gekk framhjá mér og talaði af miklum eldmóð um köttinn sinn, við ósýnilegan áheyranda, var nokkuð áhugaverð. Ekki það að mér leiðist að tala við sjáanlegt fólk eða barmi mér yfir því að eiga ekki kött. Síður en svo. Kettir eru ógeðslega lífverur og mér þykir skemmtilegast að fá viðbrögð í samræðum mínum. - Samræður er að tala saman en samræði er að stunda kynlíf, eins gott að gera ekki ásláttarvillu á daglegum samskiptum og slysast til að ríða einhverjum sem maður ætlar bara að spjalla við. - Maður getur samt ekki annað en pælt. -"Að pæla" er ekki fallegt orð.- Ég velti því fyrir mér hvernig hennar lif er. Þegar hún fer út í búð, reynir hún þá að borga við ómannaða búðarkassann eða lætur hún undan normi samfélagsins og fer í röðina þar sem sjáanleg afgreiðslupersóna er við störf?
Það er til alls konar fólk. Það er óumflýjanlegur sannleikur að ég er ég sjálfur og get lítið gert til að sporna við því, enda engin ástæða til. Ég er sáttur við þann mann sem mér var falið að vera. Hann er fallegur og skemmtilegur en þó laus við sjálfsdýrkun og hroka.
Spurt er
Hvað af þessum nöfnum fer best á vestfirskt kaffihús?
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1331
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg pæling. Pæling er ekki svo galið, það þýðir að moka eða velta við hnausum. Til að pæla var notað verkfærið páll, sem er bara skófla (stunguskófla) Af hverju í ósköpunum þetta apparat heitir mannsnafni veit ég ekki. Skyldi það vera úr bók bókanna? Páll postuli var aldrei tengdur mokstri og svo hét hann ekki einu sinni Páll heldur Sál. Kannski er átt við annan Pál eða eitthvað enn merkilegra.
Kannski tökum við bara upp nýtt hugtak yfir pælingar. Það er vert að velta hnausum um það.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.