Áhugaleikarar spreyta sig á einleikjum

 Eftirfarandi frétt er tekin af vestfirska fréttavefnum www.bb.is

Einleikarar

 Fjórir áhugaleikarar frumsýna einleiki á Hótel Ísafirði kl. 21 á fimmtudag en þeir hafa setið einleikjanámskeið Kómedíuleikhússins og LL. Námskeiðið ber yfirskriftina Leikur einn enda var þar unnið með einleiksformið og möguleika þess. Þátttakendur völdu sér loks einleik að eigin vali og hafa þeir verið æfðir síðustu þrjár vikur í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar, Kómedíustjóra, sem jafnframt var leiðbeinandi á námskeiðinu. Leikirnir sem verða sýndir eru Lover Man eftir Hallgrím Hróðmarsson og er hann einnig leikari, Um skaðsemi tóbaksins eftir Anton Tsjekof leikari Ársæll Níelsson og síðan eru tveir leikir úr smiðju Benóný Ægissonar. Nefndarformaðurinn sem Árni Ingason leikur og Álitsgjafinn með Mörtu Sif Ólafsdóttur. Einleikirnir verða sýndir á þremur sýningum í febrúar auk þess sem þeir verða á dagskrá einleikjahátíðarinnar Act alone sem haldin verður í fjórða sinn í sumar. „Það er skemmtilegt að fá tækifæri að koma fram á svona leiklistarhátíð þar sem aðrir flytjendur eru atvinnuleikarar og því gaman fyrir áhugaleikara eins og okkur að spreyta sig með þeim“, segir Ársæll Níelsson.

Einsog áður sagði er frumsýning fimmtudaginn 15. febrúar kl. 21. Önnur sýning er fimmtudaginn 22. febrúar kl. 21. og þriðja og síðasta sýning er föstudaginn 23. febrúar kl. 21. Kaffihúsastemmning mun ríkja á sýningum á hótelinu og verður kaffi og með því innifalið í miðaverði sem hljóðar upp á 2000 krónur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú geysist fram á bloggvöllinn öflugri en nokkru sinni fyrr sé ég. Mjög fyndið þetta með föðurland spámannsins. Verðug pæling. Ég er annars flutt í bæinn (sko, Ísó, ekki þennan stóra fyrir sunnan sem ég var að flytja frá) þannig að við sjáumst væntanlega. 

Tinna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband