Færsluflokkur: Bloggar
Var að horfa á Kastljósið. Það kviknðu hjá mér tvær spurningar.
Var Kompás hent í ruslið útaf rannsókn þeirra á bankahruninu og útrásinni?
Var Kristinn Hrafnsson með í vörinni?
Þjóðin hlýtur að eiga heimtingu á að fá svör við þessum spurningum.
Bloggar | 27.1.2009 | 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fylgdist spenntur með fréttum í gærmorgun. Þegar klukkan sló íslenskt hádegi þurfti ég hinsvegar að drífa mig í skólann. Ég bað eiginkonu mína að senda mér textaskeyti um leið og niðurstaða kæmi í viðræðum stjórnarflokkana. Það var stund milli stríða þegar ég fékk fréttirnar. Stjórnin fallin. Ég gladdist og varð spenntari. Hvað tekur við?
Um kvöldið varð ég pínu kvíðinn. Hvað ef það verður löng stjórnarkreppa? Hvernig er með þessa utanþingsstjórn, er það raunverulegur möguleiki? Núna er ég aðeins rólegri og vona að Denni og Solla landi þessu. Mér líst vel á Jóhönnu (afhverju vissi ég ekki að hún væri samkynhneigð?) og treysti því að hún eigi eftir að standa sig vel ef hún fær tækifærið. Hennar tími vonandi kominn.
Bloggar | 27.1.2009 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komst að því fyrr í kvöld, þegar ég horfði á hina frábæru Zack and Miri make a porno, að Helgi Dan og Jason Mewes (hugsanlega betur þekktur sem Jay, hinn mjög svo ræðni félagi Silent Bob) eru í raun einn og sami maðurinn.
Bloggar | 24.1.2009 | 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stöð 6 hóf útsendingar hérna í Danmörku í upphafi árs. Markaðsetur sig sem "strákastöð".
Hasar um helgar, fótbolti á kvöldin og Felicity á morgnana.
Bloggar | 22.1.2009 | 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er tvennt sem gerir daginn í dag eftirminnilegan um ókominn tíma.
Hinn blakki Obama lifði af vígsluathöfnina og fer fljótlega að sofa sem forseti í fyrsta skipti. Það var nokkuð magnað að fylgjast með fyrstu ræðunni sem hann flutti í embætti og ekki laust við að maður væri nokkuð stoltur af því að vera borgari jarðar (nokkuð klént, ég veit en satt engu að síður).
Seinni ástæðan fer líklega ekki í sögubækur utan Íslands en er engu að síður eftirminnileg fyrir hina íslensku þjóð. Það er ekki margt sem hefur gerst á Íslandi eftir að ég flutti út sem mér finnst ég bókstaflega hafa misst af. Mótmælin í dag (og núna, þar sem þau standa víst enn yfir) eru þó nokkuð sem mér finnst ég vera að missa af. Eignarspjöllinn verða þeir sem að þeim standa að eiga við sig. Ég hefði persónulega ekki tekið þátt í slíkum aðgerðum nema hugsanlega ef tilgangurinn væri skýr og aðgerðin líkleg til að skila árangri (rúðubrot falla að mínu mati ekki í þann flokk). Á sama tíma og gjörningurinn innan veggja Alþingis fyllti mig síst stolti þá gerir hún það samstaðan utandyra.
Bloggar | 20.1.2009 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn bætist í hóp frægra einstaklinga sem deila með mér þeirri blessun sem þriðja geirvartan er.
Bloggar | 19.1.2009 | 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 15.1.2009 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftirfarandi texti birtist á vef Vegagerðarinnar í gær (2.1.09);
"Undanfarin ár hefur snjólétt tíðarfar leitt til þess að reglurnar hafa verið túlkaðar nokkuð rúmt og mokað þar sem samkvæmt reglanna hljóðan ætti ekki að moka. Þannig hefur þjónustan smátt og smátt aukist umfram snjómokstursreglurnar. Þetta ásamt fleiri þáttum hefur leitt til þess að meiru fé hefur verið varið til vetrarþjónustunnar en fjárveitingar leyfa.
Halli er á vetrarþjónustunni sem ekki var bættur á fjáraukalögum 2008. Í ljósi þess og almenns niðurskurðar ákvað yfirstjórn Vegagerðarinnar að nauðsynlegt væri að fara í öllu eftir snjómoksturreglunum og beita aðhaldi einsog kostur er. Ekki er heldur útlokað að skerða þurfi þjónustuna frá því sem nú er.
Hjá Vegagerðinni er mönnum ljóst að vegfarendur og landsmenn allir gera eðlilega auknar kröfur um bætta þjónustu á vegakerfinu. Vilji er til þess að bæta þjónustuna en það verður ekki gert án fjármagns."
Sigurður Hreinsson segir í athugasemd við síðustu færslu mína; "Ég las það í skýrslu frá árinu 2005 að snjómoksturskostnaður á Dynjandisheiði væri áætlaður 8,1 milljón á ári. Í annari skýrslu kemur fram að meðaltals fjöldi mokstursdaga á Dynjandisheiði væru 16 á ári en heiðin er að meðaltali lokuð 120 daga á ári."
Miðað við að þessar upplýsingar séu réttar má finna út að meðaltalskostnaður við einn mokstursdag á Dynjandisheiði sé rétt rúm hálf milljón en það er sú upphæð sem ég setti einmitt spurningarmerki við í síðustu færslu minni. Mér þætti fróðlegt að sjá í hverju þessi gríðarlegi kostnaður liggur og hversu mikið ódýrara væri að hafa sömu starfsmenn og sinna mokstrinum sitjandi inni á kontór að drekka þunnt kaffi.
En gott og vel, vegagerðin er sem sagt loksins farin að fylgja þeim reglum sem meina þeim að moka. Er þeim líka skylt samkvæmt sömu reglum að ljúga að vegfarendum eða gera þeir það einungis til að firra sig ábyrgð? Við vitum að daginn áður en ég fór yfir heiðina höfðu fleiri bílar keyrt hana á leið til Ísafjarðar. Í dag fór svo vinur minn yfir heiðina á Subaru Legazy. Sökum hlýinda og rigninga síðustu daga er heiðin auðveldari yfirförum nú heldur en þegar ég fór um hana. Hvað sem þessu líður og þrátt fyrir ábendingar vegfarenda sem farið hafa um heiðina þá hefur vegagerðin enn ekki séð ástæðu til þess að breyta upplýsingum um ástand veganna. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru enn sagðar ófærar.
Hvaða hvatir liggja þarna að baki? Vilja þeir með þessum blekkingum reyna að koma í veg fyrir að kröfur um tíðari mokstur verði algengari?
Bloggar | 2.1.2009 | 18:05 (breytt 3.1.2009 kl. 16:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær birtust í fjölmiðlum tilkynningar þess efnis að fjallvegir á Vestfjörðum yrðu ekki opnaðir. Eyrarfjallið vegna nýs boðlegs vegar fyrir Reykjanesið en Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar vegna þess að það er "búið að skerpa á tímasetningum" snjómokstursreglna. Einnig var fjárskortur nefndur sem ástæða þessa sinnuleysis.
Í gær hafði ég áætlað að keyra frá Suðureyri til Tálknafjarðar og vonaðist til að komast stystu leið. Vegagerðin var beitt nokkrum þrýstingi og veit ég að yfir hana rigndi fyrirspurnum. Forráðamenn hvikuðu þó hvergi og stóðu fast við fyrri yfirlýsingar þó þær haldi tæplega vatni. Þó fengum við fregnir af því að "einhverjar vinnuvélar hafi stungið sér í gegn yfir Hrafnseyrarheiðina" til að koma efni inn á Mjólkárvirkjun. Þrátt fyrir það var ástandslýsingu Hrafnseyrarheiðarinnar ekki breytt á vefsvæði Vegagerðarinnar en þar er leiðin yfir heiðina enn merkt rauðum til til marks um ófærð. Einnig fréttum við af jeppum sem komið hefðu "þarna vesturúr"
Í morgun var ákveðið að skella sér af stað og láta reyna á heiðarnar. Tengdafaðir minn ákvað að renna með okkur enda á góðum jeppa. Við lögðum snemma af stað því varaáætlunin fól í sér að siglt yrði eftir okkur frá Bíldudal og á Þingeyri. Það kom á daginn að um Hrafnseyrarheiðina er flennifæri. Dynjandisheiðin er hinsvegar þungfær og alls ekki fær fólksbílum. Hægt og rólega tókst okkur þó að skríða yfir snjóspýjurnar fimm sem töfðu för okkar yfir heiðina. Sú hæsta hefur kannski verið um hálfur metri að þykkt og voru þær allt upp í 20-30 metra breiðar. Snjórinn var passlega þéttur í sér og jeppanum tókst vel að skríða yfir skaflana. Þess á milli var ýmist auður vegur eða hálka. Ég get ekki ímyndað með að það tæki nema í mesta lagi klukkutíma fyrir plóg að renna þarna í gegn.
Er þessi stofnun ekki með menn í fullri vinnu? Hvernig stendur á því að ekki er hægt að senda einn mann til að plægja í gegnum samtals 200 metra af snjó á 20km vegarkafla? Ef slík aðgerð er svo gríðarleg kostnaðaraukning að nauðsynlegt er að brjóta mannréttindi heils landsfjórðungs þá er greinilega nauðsynlegt að endurskoða vinnu- og framkvæmdareglur Vegagerðarinnar. Ég hreinlega neita að trúa því sem einhver hélt fram, að kostnaðurinn við að halda þessu opnu hlaupi yfir hálfa milljón króna, án þess að sjá fyrir því sannanir. En burtséð frá aumum fyrirslætti varðandi mokstursleysi heiðana þá er ekkert sem afsakar þá helberu lygi sem borin er á borð fyrir Vestfirðinga.
Upplýsingarnar sem fram koma á myndinni að ofan eru rangar. Þetta er ekki spurning um ranga túlkun á aðstæðum, misskilning eða skort á vitneskju um raunverulegt ástand. Þetta er hrein og klár lygi sem er lögð fram að ásettu ráði.
Bloggar | 30.12.2008 | 19:36 (breytt kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 20.12.2008 | 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar