The Informant

Skellti mér í bíó í gær og set því inn smá gagnrýni á myndina.

 

The Informant

2009-09-the-informant-matt-damon.jpgÁgætis mynd þar sem frammistaða Matt Damons er eftirtektarverðust. Ég er mikill aðdáandi
Steven Soderbergh en mér fannst hann svolítið ráðviltur við leikstjórn þessarar myndar. Myndin er byggð á bók Kurt Eichenwald og fjallar um Mark Whitacre, sem á síðasta áratug síðustu aldar starfaði um nokkura ára skeið sem uppljóstrari fyrir FBI og hjálpaði til við að varpa ljósi á verðsamráð á matvælamarkaði. Sagan er áhugaverð og er ýmislegt í henni sem kemur á óvart. Það er greinilegt að bókin hefur verið í skondnari kantinum en umvörpun sögunar í kvikmyndaform hefur svo að einhverju leyti þynnt húmorinn. Að lokum fer svo að leikstjórinn veit varla hvort hann er að gera gamanmynd eða drama. Það kemur svo sem ekki niður á framvindu sögunnar en gerir áhorfendum eilítið erfitt fyrir.

Myndina er engu að síður vel þess virði að sjá þó það sé kannski óþarfi að taka sprettinn í næsta kvikmyndahús. Það má vel bíða eftir að hún út á DVD. Eins og áður sagði þá er það frammistaða Matt Damons í hlutverki Marg Whiteacre sem heldur myndinni uppi. Um leið var þó skemmtileg nostalgía fólgin í því að sjá Scott Bacula í einu af aðalhlutverkunum.

Fyrir þá sem ekki muna eftir Scott Bacula þá lék hann aðalhlutverkið í 80´s sci-fi þáttunum Quantum30c5b1358503296a1987f74a1d20e7fe.jpg Leap. Lítið hefur farið fyrir honum síðan, aðallega aukahlutverk í kvikmyndum sem fara beint á leigur og gestahlutverk í misgóðum sjónvarpsþáttum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband