Skellti mér í bíó í gær og set því inn smá gagnrýni á myndina.
The Informant
Ágætis mynd þar sem frammistaða Matt Damons er eftirtektarverðust. Ég er mikill aðdáandi
Steven Soderbergh en mér fannst hann svolítið ráðviltur við leikstjórn þessarar myndar. Myndin er byggð á bók Kurt Eichenwald og fjallar um Mark Whitacre, sem á síðasta áratug síðustu aldar starfaði um nokkura ára skeið sem uppljóstrari fyrir FBI og hjálpaði til við að varpa ljósi á verðsamráð á matvælamarkaði. Sagan er áhugaverð og er ýmislegt í henni sem kemur á óvart. Það er greinilegt að bókin hefur verið í skondnari kantinum en umvörpun sögunar í kvikmyndaform hefur svo að einhverju leyti þynnt húmorinn. Að lokum fer svo að leikstjórinn veit varla hvort hann er að gera gamanmynd eða drama. Það kemur svo sem ekki niður á framvindu sögunnar en gerir áhorfendum eilítið erfitt fyrir.
Myndina er engu að síður vel þess virði að sjá þó það sé kannski óþarfi að taka sprettinn í næsta kvikmyndahús. Það má vel bíða eftir að hún út á DVD. Eins og áður sagði þá er það frammistaða Matt Damons í hlutverki Marg Whiteacre sem heldur myndinni uppi. Um leið var þó skemmtileg nostalgía fólgin í því að sjá Scott Bacula í einu af aðalhlutverkunum.
Fyrir þá sem ekki muna eftir Scott Bacula þá lék hann aðalhlutverkið í 80´s sci-fi þáttunum Quantum Leap. Lítið hefur farið fyrir honum síðan, aðallega aukahlutverk í kvikmyndum sem fara beint á leigur og gestahlutverk í misgóðum sjónvarpsþáttum.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.