Bekkurinn vinnur nú að því að leggja lokahönd á þau atriði sem verða sýnd á Cabaret sýningu sem við stöndum að næstkomandi mánudagskvöld. 18 atriði eru komin á dagskrána en suðræni leynigesturinn, sem líður einstaka sinnum yfir gólfið, er ekki talinn með.
Margir virðast telja að Cabaret sé ekki Cabaret nema hann innihaldi Lizu Minnelli, jazz og stórsveit. Þetta er misskilningur sem á vafalaust rætur sínar að rekja til kvikmynda eins og Cabaret og söngleiksins Chicago.Cabaret er settur saman af mörgum stuttum atriðum sem innihalda dans, söng eða gamanmál. Uppistand, leikþættir og jafnvel limrur eiga þar gjarnan erindi innan um sönginn og dansinn.
Eins og áður sagði þá eru 18 atriði komin inn í dagskrána. Þar af eru 5 sem ég tek þátt í - ef ekki eru talin þau tvö atriði sem ég sé um að kynna. Ég verð með uppistand, syng einsöng í söngþætti eftir mig og Auði - hef tvo leikara mér til halds og trausts, tek sporið í anda Bollywood-mynda, blotna í súrrealískri barsenu og túlka að lokum raunir söngvara í hæfileikakeppni. (Nokkuð mikill söngur sé tekið tillit til þess að ég fór í black-out af stressi þegar ég tók sjálfur þátt í söngkeppni).
Að lokum læt ég fljóta með nokkrar limrur sem ég samdi fyrir verkefni í upphafi þessarar námslotu;
Þetta er sagan um Benna
Sem upplifði tímana tvenna
Svo lennt´ann í krísu
En verkaði ýsu
Er hann fór loks í vinnu að nenna
Benni was always a mess
Because he suffered from stress
Although he could smile
Every once in a while
While prancing around in a dress
A student from The Commedia School
Tried not to look like a fool
While walking around
Dressed as a clown
And standing up on a stool
Þess má geta að engin þessara limra rataði inn í sýninguna.
Flokkur: Bloggar | 10.3.2009 | 21:21 (breytt kl. 21:21) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott til þess að vita að líf mitt hafi hjálpað þér við námið Ársæll minn.
Benni (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:53
Mér þykir leiðinlegt að valda þér vonbrigðum, Benni minn, en nafnið var sett inn í limrurnar vegna þess Benna sem sat við hlið mér þegar ég skrifaði þær. Benedikt Karl bekkjarbróðir minn.
Ársæll Níelsson, 12.3.2009 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.