Tíminn kominn?

Ég fylgdist spenntur með fréttum í gærmorgun. Þegar klukkan sló íslenskt hádegi þurfti ég hinsvegar að drífa mig í skólann. Ég bað eiginkonu mína að senda mér textaskeyti um leið og niðurstaða kæmi í viðræðum stjórnarflokkana. Það var stund milli stríða þegar ég fékk fréttirnar. Stjórnin fallin. Ég gladdist og varð spenntari. Hvað tekur við?
Um kvöldið varð ég pínu kvíðinn. Hvað ef það verður löng stjórnarkreppa? Hvernig er með þessa utanþingsstjórn, er það raunverulegur möguleiki? Núna er ég aðeins rólegri og vona að Denni og Solla landi þessu. Mér líst vel á Jóhönnu (afhverju vissi ég ekki að hún væri samkynhneigð?) og treysti því að hún eigi eftir að standa sig vel ef hún fær tækifærið. Hennar tími vonandi kominn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Þú varst nú ekki einn um það að vita ekki um kynhneigð frú forsætisráðherra.  Ég kom af fjöllum..

Lilja Einarsdóttir, 29.1.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband