Múlatinn og mótmælin

Það er tvennt sem gerir daginn í dag eftirminnilegan um ókominn tíma.
Hinn blakki Obama lifði af vígsluathöfnina og fer fljótlega að sofa sem forseti í fyrsta skipti. Það var nokkuð magnað að fylgjast með fyrstu ræðunni sem hann flutti í embætti og ekki laust við að maður væri nokkuð stoltur af því að vera borgari jarðar (nokkuð klént, ég veit en satt engu að síður).

Seinni ástæðan fer líklega ekki í sögubækur utan Íslands en er engu að síður eftirminnileg fyrir hina íslensku þjóð. Það er ekki margt sem hefur gerst á Íslandi eftir að ég flutti út sem mér finnst ég bókstaflega hafa misst af. Mótmælin í dag (og núna, þar sem þau standa víst enn yfir) eru þó nokkuð sem mér finnst ég vera að missa af. Eignarspjöllinn verða þeir sem að þeim standa að eiga við sig. Ég hefði persónulega ekki tekið þátt í slíkum aðgerðum nema hugsanlega ef tilgangurinn væri skýr og aðgerðin líkleg til að skila árangri (rúðubrot falla að mínu mati ekki í þann flokk). Á sama tíma og gjörningurinn innan veggja Alþingis fyllti mig síst stolti þá gerir hún það samstaðan utandyra.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

víst þú ert þarna úti. hvernig hefði sá danski tekið á svona mótmælum?

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Það var nokkuð stór hópur sem reglulega hélt uppi kröftugum mótmælum á sínum tíma vegna ungdómshússins. Reglulegar kröfugöngur, ræðuhöld og samstöðu tónleikar sem allt fór friðsamlega fram. Lögreglan hafði ávallt mikinn viðbúnað og markmið hennar greinilega ekki síður að verja mótmælendur. Að loknum skipulögðum mótmælum brutust nokkrum sinnum út óeirðir þar sem eignartjón var m.a. gríðarlegt og í slíkum tilvikum hikaði lögreglan ekki við að beita handtökum, t.d. voru um 750 manns handteknir í einu tilviki. Einnig notaði lögreglan gas sem þeir viðurkenndu seinna að hefðu verið mistök þar sem þessi ákveðnu gashylki voru hönnuð til að vera skotið í gegnum veggi og hurðar og þar af leiðandi lífshættulegt að nota gegn hópi fólks. Þar að auki notuðu þeir tækifærið og æfðu viðbragð hryðjuverka sveitar sinnar á mótmælendum auk þess að setja á sérstaka reglugerð þar sem fyrirvaralaus líkamsleit án rökstudds gruns var leyfileg á sérstökum svæðum Norðurbrúar og Kristjánshafnar.
Mig rekur þó sérstaklega ekki minni til þess að hafa heyrt af kylfubeitingu þó að það sé auðvitað ekki útilokað.

Stærðargráða þessara atburða er þó það mismunandi að tæplega er hægt að bera þá saman en líklega má segja að viðbrögð Danans væru svipuð þeim á Íslandi, með einni undantekningu; ávallt var reynt eftir fremsta megni að ræða við mótmælendur og ekki fyrr en hörð mótmæli höfðu snúist í upplausn og óeirðir sem valdi var beitt.

Ársæll Níelsson, 21.1.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband