Jólon Íslandus

Fjölskylduna bar heldur harkalega niður á flugbrautina á Miðnesheiði um miðseinnipart gærdagsins. Flugvélin skoppaði lítillega og sýndi listir sínar í skautadansi. Börn grétu á meðan foreldrar brostu brosum sem ekki tókst að hylja áhyggjur augnanna. Allt fór þó vel og vélin tæmdist á mettíma nánast áður en vélin hafði stöðvast. Tengdamóðir mín tók á móti okkur og við tókum stefnuna beint vestur. Nýr Staðarskáli fóðraði mig af kjötbollum og grænkálsbættu skyri. Runnum inn Skutulsfjörðinn um það leyti sem fimmtudagur rann inn í föstudag.

Við verðum hér í rúma viku. Kveðjum svo árið og heilsum því næsta í Tálknafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband