Jólaboðskapur

Jólin hafa smám saman fjarlægst hið yfirlýsta markmið kristninnar. Það er í sjálfu sér bara fínt. Hátíð um þetta leyti eru mun eldri en kristnin og til mun víðar en í kristnum samfélögum. Miðsvetrarhátíðir hafa verið haldnar lengur en sagan veit og því er það hið besta mál að fólk haldi hátíð á þessum árstíma á sínum forsendum.

Ég sjálfur held hinsvegar kristinn jól. Í það minnsta er fæðing frelsarans sú afsökun sem ég nota, þó svo að allt bendi til þess að hann hafi verið vorbarn eins og ég sjálfur. Nákvæm dagsetning skiptir heldur svo sem ekki mestu máli. Aðalatriðið er minningin um þann mann sem skiptir svo miklu fyrir svo marga eða öllu heldur minningin um það sem hann stóð fyrir. Hvort sem hann var meiri Guðsonur en ég sjálfur skiptir breytir í rauninni litlu. Það er ekki faðernið heldur boðskapurinn sem hvað helst veldur aðdáun minni á manninum. Hafi hann hinsvegar ekki verið raunverulegur eins og margir halda fram, þá skiptir það eiginlega ekki máli heldur. Enn á ný þá er það boðskapurinn, sem í það minnsta hefur safnast saman í goðsögninni um hann, sem vegur hvað þyngst. Yfirdrifin neysluhyggja og dýrkun á Kóka-kólasveini er hinsvegar leiðinlegur fylgifiskur nútíma jóla. Fögnum hækkandi sólu, fæðingu frelsarans, lífinu, fjölskyldunni, ást og kærleik en fyrir alla muni fögnum ekki græðgi, ofneyslu og gjaldeyri.  

Þessi jólin eru engar jólaskreytingar á heimili mínu. Okkur hjónunum fannst ekki taka því að eyða peningum og tíma í skraut fyrir tímabundinn íverustað sem við eyðum ekki jólunum á. Þegar að því kemur að við höfum fundið heimili til að setjast að þá mun það hinsvegar verða skreytt fyrir jólin. Skreytt með ljósum og jötum. Ímyndum hækkandi sólar, boðbera friðar og kærleiks.
Í mínum huga er það í raun einn og sami hluturinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Þar sem boðskapurinn hefur ekki gleymst þarf ekkert jólaskraut.

Vona samt að þið hafið haft tíma til að fara á ekta julefrokost......

mmmm  dejligt  þó auðvitað smörrebrödet på Hotellet er rigtig godt men ingenting kan toppe dansk julefrokost....

Kveðjur til Köben

Katrín, 17.12.2008 kl. 00:11

2 identicon

Rosalega er ég sammála þér Ársæll minn í öllu sem þú skrifaðir!

Hvernig er það kemur þú á klakann um jólin? Ég þyrfti að fá að knúsa þig aðeins...

Benni (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Höfum reyndar ekki haft tækifæri til að fara á ekta julefroskost, höfum reyndar ekki einu sinni gefið okkur tíma í smörrebröd.

Já Benni, við verðum á klakanum yfir jólin. Lendum á morgun, fimmtudag, og brunum beint vestur. Verðum á Súganda fram yfir jól og skellum okkur svo á Tálknafjörð ef vegagerðin lofar.

Ársæll Níelsson, 17.12.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband