Hátíðafundur í tilefni 60 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞUtanríkisráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa fyrir hátíðarfundi í Iðnó í dag, miðvikudag 10. des., í tilefni þess að þá eru 60 ár liðin frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af allsherjarþingi SÞ. 10. desember er jafnframt alþjóðlegur dagur mannréttinda.
Sextíu ára afmæli yfirlýsingarinnar verður minnst víða um heim undir yfirskriftinni virðing og réttlæti fyrir alla. Á hátíðafundinum í Iðnó verður kynnt ný þýðing yfirlýsingarinnar, auk útgáfu með verkum ungra hönnuða sem öll tengjast efni mannréttindayfirlýsingarinnar. Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Brynhildur Flóvenz, lektor við Háskóla Íslands og Páll Ásgeir Davíðsson, forstöðumaður Eþíkos. Þá verður frumsýnd hreyfimynd um mannréttindi við undirleik hljómsveitarinnar Hjaltalín og leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir fjallar um mannréttindayfirlýsinguna með sínum hætti.
Dagskrá hátíðarfundarins hefst kl. 16:30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Á meðan Samfylkingin lætur sér mannréttindi íbúa sjávarbyggða Íslands í léttu rúmi liggja, með því að styðja óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi og þar af leiðandi viðvarandi mannréttindarbrot, þá er gjörningurinn sem boðað er til hér að ofan ekkert annað en hræsni og móðgun við almenning.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1332
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er athyglisvert að skoða þessi neðangreind ákvæði í Mannréttindayfirlýsingunni.
1. grein
Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.
2. grein
1.Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.
2.Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
3. grein
Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.
4. grein
Engan mann skal hneppa í þrældóm né nauðungarvinnu. Þrælahald og þrælaverslun, hverju nafni sem nefnist, skulu bönnuð.
5. grein
Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
23. grein
1.Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi.
2.Hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreinarálits.
3.Allir menn, sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum réttlátt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef
þörf krefur.
4.Hver maður má stofna til stéttarsamtaka og ganga í þau til verndar hagsmunum sínum.
24. grein
Hverjum manni ber réttur til hvíldar og tómstunda, og telst þar til hæfileg takmörkun vinnutíma og reglubundið orlof að óskertum launum.
25. grein
1.Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert.
2.Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu félagsverndar.
26. grein
1.Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðumenntun. Börn skulu vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal öllum standa til boða og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar.
Níels A. Ársælsson., 10.12.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.