Á heimilinu er það konan sem sér um þvottinn. Að öðru leyti er verkskiptingin mjög nútímaleg. Ég vaska upp, skúra, ryksuga og sé um börnin til jafns við hana og þangað til nýlega sá ég alfarið um eldamennskuna.
En aftur að þvottinum.
Í gær var konan að brjóta saman þvottinn. Frænkan var í heimsókn og sat hún með Tristan í fanginu og spjallaði við konuna á meðan hún glímdi við hreinu fötin. Allt í einu andvarpar konan og segir að þetta húsverk taki svo sannarlega tímana tvo. Ég lá magaveikur uppi í rúmi en heyrði til hennar og kallaði fram eftirfarandi vísu;
Að þetta taki tímana tvenna
er þér að kenna
því þú félst sjálf í þá kviku
að þvo bara einu sinni í viku.
Jújú, það blundar nú einu sinni í manni smá Arnfirðingur.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Búinn að tapa eldhúsinu ??????
Og ný búinn að fá uppskriftina af hveitikökum formæðranna !
Níels A. Ársælsson., 27.11.2008 kl. 20:10
Ekki alveg búinn að tapa eldhúsinu. Af illri nauðsyn eldar Auður kvöldmatinn á virkum dögum af því að ég er yfirleitt ekki kominn heim úr skóla fyrr en kl 19.
Það fór reyndar illa fyrir hveitikökunum. Þarf aðeins að æfa mig betur. Auk þess held ég að Ljóminn sé alveg nauðsynlegur til að þær gefist vel.
Ársæll Níelsson, 27.11.2008 kl. 21:43
thess vegna magaveikur?
Thu veist hvernig fer med tha sem verda gradugir!
Rúnar Karvel Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 22:17
Reyndar kom magapínan á undan hveitikökunum.
En jú, veit hvernig fer með þá sem verða gráðugir. Þei fela sig í útlöndum á meðan landið brennur. . . . . er þaggi?
Ársæll Níelsson, 27.11.2008 kl. 22:24
Öll helstu skáld þjóðarinnar í gegn um aldirnar voru við nám í Kaupmannahöfn, er það ekki. Get ekki séð annað á þessari vísu en að Þú sért á leið í þann hóp.
Ingólfur H Þorleifsson, 28.11.2008 kl. 09:16
Haha, sjúklega fyndið að kalla vísuna innan úr herbergi.
Tinna (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:00
Já þú hefur kunnátu á mörgum stílum sýnist mér. Varstu ekki hreinlega andsetinn þegar þessi vísa spratt út úr þér? Float around og þessi vísa koma allavega sterkt inn hjá þér.
Birgir Olgeirsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:41
Já Ingólfur, ég er kannski Fjölnismaður nútímans?
Tinna: Það fannst mér líka :)
Birgir, það er spurning hvort ég þurfi ekki að vera hálfmeðvitundarlaus. dreymdi Float Around og var í magakveisu móki þegar ég setti saman þessa vísu.
Ársæll Níelsson, 28.11.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.