Þegar fjölskyldan flutti hingað út fyrir rúmu ári síðan hljóðaði áætlunin upp á 5-7 ára útlegð. Að loknum tveimur árum í The Commedia School skyldi stefnan tekin á annan leiklistarskóla með öðruvísi stefnu. Svona upp á fjölbreytnina. Spússan ætlaði sér líka í háskólanám svona um leið og báðir ungarnir væru nógu fiðraðir til að afbera smá aðskilnað við móður sína. Hún hefur hinsvegar enn ekki fundið nám sem vekur áhuga þó ég hafi fundið skóla sem hugsanlega myndi henta minni stefnu.
Nú eru hinsvegar uppi hugmyndir um að slá jafnvel botninn í þetta ævintýr og snúa heim á ný strax að loknu námi við The Commedia School, þ.e. næsta sumar. Það hefur nefnilega komið í ljós að Kvikmyndaskóli Íslands, sem ég hef hingað til haldið að kenndi aðeins þau fræði sem fram færu á bak við myndavélina, býður einnig upp á svið sem kallast Framkomufræði: leiklist fyrir kvikmyndir, þáttastjórnun og fréttamennska.
Það er ýmislegt sem mælir með því að pakka bara saman og snúa aftur heim. Þyrftum þá reyndar að flytja á höfuðborgarsvæðið sem hefur aldrei verið "heima". Værum líka að flytja í kreppuna. Það er þó kostur að húsnæðisverð er væntanlega á niðurleið. Allt annað á uppleið. Annar kostur er líka sá að líklega væri auðveldara fyrir mig að vekja athygli á mér og undirbúa ferilinn heima fyrir. Á meðan leiklistarlífið hérna úti býður svo sem upp á mun fleiri möguleika þá er samt lítið í boði fyrir þá sem ekki tala dönsku eins og innfæddir (eða a.m.k. eins og meirihluti innflytjenda).
Þegar upp er staðið þá ræðst þetta auðvitað af því hvort konan geti jafnauðveldlega (eða erfiðlega) fundið nám við sitt hæfi á íslandi eins og hér í Köben. Húsnæðismálin hljóta svo auðvitað að hafa eitthvað um það að segja. En það hlýtur að vera hægt að finna ódýra íbúð nú þegar 800 íbúðir standa auðar í Rvk.
Spurning hvað verður.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.