Óskalistinn

Ég ætla að gera eins og Tinna og birta óskalista fyrir jólin.

  • Flug "heim" um jólin. (Við hjónin búin að splæsa þessari gjöf á hvort annað.)
  • Armbandsúr. Ég er nægjusamur, þetta Seikó úr myndi duga.
  • Nýjar náttbuxur. Helst Joe Boxer (stærð m/m eða l/m).
  • Hatt. Þessi og þessi eru til dæmis frekar svalir (stærð L/LX). Engin pressa samt.
  • Bækur
    - Íslenskar skáldsögur og krimmar.
    - Erlendir krimmar (helst ekki þýddir ef skrifaðir á ensku)
      ~Vænlegir höfundar; Jeffery Deaver, Jeff Lindsay, P.J. Parrish,
        James Patterson, Robert Harris, Steve Berry, Lee Child o.m.f.
    - Fræðibækur
      ~ Sagnfræði, leikhús, kvikmyndir, heimspeki, trúarbragðafræði,
          matreiðslubækur.
  • DVD
    - Klovn (með íslenskum texta).
    - Dagvaktin. Geri ráð fyrir því að þáttaröðin komi út fyrir jólin líkt og Næturvaktin.
    - Chaplin myndir. ( Í safni mínu eru þegar The Kid, The Great Dictator og City Lights.)
  • Kannski eitthvað fallegt fyrir syni mína.
  • Ný ríkistjórn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er allt mjög í hófi sem þig langar í jólagjöf en varðandi nýja ríkisstjórn þá langar mig til að vita hvernig þú vilt hafa hana sam setta ?

Níels A. Ársælsson., 20.11.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég er þekktur fyrir hófsemi enda drakk ég hana með móðurmjólkinni.

Varðandi ríkistjórnina þá á ég erfitt með að gera upp hug minn. Ég er farinn að vilja sjá VG í ríkistjórn, veit ekki hverja þeir ættu að taka með sér. Best væri ef ríkistjórnin væri samsett af fólki úr öllum flokkum.

Ársæll Níelsson, 20.11.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvað segiru þá um Heimastjórnarflokk Davíðs Oddssonar og VG ?

En eins og spurst hefur að handan frá mínum forfeðrum þá ku Davíð alvarlega huga að stofnun nýs flokks sem væntalega mundi stúta Sjálfstæðisflokki ESB.

Níels A. Ársælsson., 20.11.2008 kl. 19:41

4 identicon

Ársæll, ég skora hér með á þig (og þá sem þetta lesa) að skila auðu í komandi kosningum (ef þær verða). Ég veit að þú ert sammála mér um að hér á landi þurfi nýtt kosningakerfi og þangað til skulum við skila auðu.

Benni (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:02

5 identicon

Ólíkt föður þínum þykir mér jólagjafalistinn þinn úr hófi stilltur. Gerir þú þér ekki grein fyrir því að hér ríkir Kreppa. Helst að þú fengir nýja ríkistjórn, umslag undir tréð á aðfangadagskvöld með loforði um nýja stjórn á nýju ári.  Gæti helst staðið við það.!

Guðrún (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Ársæll Níelsson

Pabbi: Ég er ekki alveg tilbúinn að fyrirgefa honum Davíð svo glatt. Hann er jafn ábyrgur fyrir ástandinu og sitjandi ráðamenn, ef ekki ábyrgari. Af tvennu illu þá fyndist mér hinn ímyndaði Heimastjórnarflokkur skárri kostur en Sjálfstæðisflokkurinn. Hverjir væru annars líklegir til að fylgja Davíð yfir?
Ég vona reyndar að þessar spekúlasjónir upp klofning Sjálfstæðisflokksins reynist sannar og að um raunverulegt klofningsframoð væri að ræða, ekki bara eitthvert örbrotsframboð eins og Borgaraflokkinn eða Frjálslynda.

Benni: Ef kosið yrði á morgun þá myndi ég skila auðu (reyndar gæti ég ekki kosið af því að ég er í útlöndum og væri orðinn of seinn að kjósa utan kjörstaðar). Ég er samt ekki viss um að það að skila auðu þar til komið verður á nýju kerfi sé endilega lausnin (er heldur ekki viss um að það sé ekki lausnin).

Guðrún: Ég veit að það er Kreppa enda ætla ég að fyrirgefa það þesi jól ef margir safnast saman á ein gjöf til mín. Hlakka til að opna frá þér umslagið. 

Ársæll Níelsson, 20.11.2008 kl. 20:34

7 identicon

Oh, ég hefði átt að skipta út heimsfriði fyrir nýja ríkisstjórn á óskalistanum mínum!

Tinna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:21

8 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hafðu ekki áhyggjur af því Tinna. Þér er velkomið að fá nýju ríkistjórnina mína að láni, í skiptum fyrir heimsfriðinn, þegar ég er búinn að nota hana.

Ársæll Níelsson, 23.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband