Ég var eitt sinn alfarið á móti ESB aðild. Vildi ekki fórna sjálfstæðinu. Seinna var ég hlynntur aðild. Brussel tæplega verri en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, hugsaði ég. Núna hreinlega hef ég ekki hugmynd um hvaða skoðun ég hef á þessu máli. En þó er ég nokkuð viss um að það sé ekki sniðugt að ana út í slíka ákvörðunartöku á meðan ástandið er eins og það er. Fólk segir og gerir margt þegar það er reitt. Hluti sem það sér jafnvel eftir þegar reiðin rennur af þeim. Ættum við ekki að jafna okkur aðeins og taka svona veigamiklar ákvaranir með jafnaðargeði?
Einn söguáfanga tók ég í menntaskóla sem fjallaði um Evrópusambandið/Evrópubandalagið, frá stofnun til þeirrar nútíðar sem var þegar ég sat áfangan. Mér fannst áfanginn áhugaverður og varð Evrópusambandssinni í kjölfarið. Margur fróðleikurinn sem ég þekkti þá, hékk ekki fast en ýmislegt nýtt komið í staðinn. Sjávarútvegsstefna ESB finnst mér ekki spennandi, ekki frekar en sú íslenska. Líkurnar á því að við fáum þeirri íslensku breytt, þótt litlar séu, eru meiri en að við fáum breytt stefnu þeirra í Brussel. Rámar samt í að eitthvað fallegt hafi verið við jaðarbyggðarstefnu sambandsins, man ekki svo gjörla hvað það var nákvæmlega. Hvernig var svo aftur ákvæðið um ákvarðana töku heima í héraði? Kannast einhver við það?
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rosalega skil ég þig vel, enda sjálfur að hugsa á þessum nótum. Gamla Evrópubandalagið er ekki það sama og Evrópusambandið eftir Maastricht. Ég hef meira að segja reynt að pæla gegnum Maastricht samninginn og sýnist að við verðum a.m.k. ekki evru-tæk fyrr en eftir 15 ár.
Svo heldur sambandið áfram að breytas og næst er það Lissabon samningurinn sem leiðir til meiri miðstýringar þar sem höfðatalan telur meira en nú. Þá verður Ísland minna. Og þó við göngum inn hættir sambandið ekki að breytast.
Þetta er skref sam þarf að hugsa mjög vandlega og kynna vel fyrir fólki. Ákvörðun sem ekki er gæfulegt að taka í krísu.
Haraldur Hansson, 14.11.2008 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.