Af dönskum sjávarútveg

Danska fríblaðið metroExpress segir danska sjómenn uggandi (eins og fiska) vegna yfirvofandi aflasamdráttar í Norðursjó, Kattegat og Skagerrak á næsta ári. ESB áætlar að skera niður veiðiheimildir ýmissa tegunda á þessum svæðum við úthlutun á næsta fiskveiðiári. M.a. verður fjórðungs niðurskurður á þorskkvóta úr Norðursjó.

Hvaða aðferðarfræði stendur á bakvið kvótakerfi ESB? Hver er grundvallarmunurinn á fiskveiðistjórnun ESB og Íslands (ef einhver) og svo því kerfi sem þjóðir við Barentshaf styðjast við?
Getur einhver frætt mig um þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband