Kjósum menn og málefni - ekki stjórnmálaflokka

Á Facebook hefur verið stofnaður hópur til stuðnings þessari hugmynd. Sjálfur viðraði ég þessa hugmynd hér á blogginu fyrir nokkru. Ekki sá fyrsti til að fá þessa hugmynd en vildi að mér hefði dottið í hug að stofna þessa grúbbu. Hún hefur altént verið stofnuð og það er vel.

Smellið hér og finnið grúbbuna. 

Það gengur eitthvað illa hjá mér að setja inn hlekk.
Hér er því slóðin; http://www.facebook.com/group.php?gid=37918637230


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er búið að margtala um þetta áratugum saman. Í ýmsum öðrum löndum er fyrir löngu búið að koma á kerfum sem efla kjör á einstaklingum. Hér á Íslandi er eins og ekki sé nokkur leið að koma þessu á koppinn og þó getum við valið úr því besta á þessu sviði hjá öðrum þjóðum.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 22:27

2 identicon

Ég skellti inn færslu um daginn um þetta málefni, þar viðra ég hugmyndir og útfærslur til að laga þetta flokkavandamál.

http://benedikthreinn.wordpress.com/2008/11/02/kosningar/

Endilega skoðið þetta og segið hvað má laga :)

Benedikt (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ómar: Hvaða önnur lönd er um að ræða?

Ársæll Níelsson, 11.11.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Benni: Færslan sem þú vísar í er svo löng að ég sofnaði við lestur hennar. Þegar ég vaknaði og kláraði að lesa hana þá gat ég ekki betur séð en mér litist ágætlega á útfærslur þínar og hugmyndir. Má ég kjósa þig?

Ársæll Níelsson, 11.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband