Melodrama

Er lasinn. Aftur. Hitinn flakkar um ýktar hæðir og lægðir með tilheyrandi bein- og hausverkjum. Vanmáttur Íslands persónugerist í mér.
Þá er ég búinn að barma mér nóg.

MelodramaÁ þessu fyrsta tímabili skólans erum við að leggja stund á Melodrama. Útdautt leikhúsform sem þó á margt skylt við sápuóperur nútímans. Sonur minn getur líka verið frekar melódramatískur ef hann fær ekki það sem hann vill. Námið er gríðarlega skemmtilegt og ekki skemmir nýji kennarinn fyrir. Það sem er kannski verra er að hann kom ekki í staðinn fyrir neinn heldur bættist bara við. Greining hans á leiklistinni og orkan sem fylgir honum er ómetanleg og smitandi. Er hættur að draga í efa starfs- eða menntunarval mitt.
Bekkurinn hefur í hópum samið og flutt nokkur stutt Melodramatísk stykki. Vikuverkefnin. Höldum áfram að vinna með þau á næstu vikum og verðum svo með alvöru sýningu í skólanum þann 14. nóvember. Allir að mæta.

Ég er búinn að sækja um vinnu á tveim stöðum. Hard Rock Café og Wallmans. Hard Rock þarf varla að kynna en Wallmans er nokkurskonar hliðastæða Brodway á Íslandi. Þangað fóru efnaðir íslendingar að horfa á íslenska tónleika með Bó eða Sálinni. Núna verður Brodway eða nýi staður Sigga Hall að duga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Vona að heilsan sé að skána og vinna handan við hornið. 

Kveðjur frá hinu stríðshrjáða landi ísa

Katrín, 29.10.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband