Fólk í stað flokka

Flokkar eru frekar glatað og úrelt fyrirbæri. Eina sem flokkapólitík leiðir af sér er að góðir menn lenda í liði með fávitum og fávitarnir verða ráðherrar. Það má enginn hafa skoðun á neinu ef hann er flokksbundinn því þá er einhver sem segir honum að halda kjafti af því að einhver auli í sama flokki var fífl fyrir 30 árum og gerði einhverja vitleysu. Svo þarf að hygla einhverjum pappakössum fyrir að hafa stutt flokkinn, það er gert með því að setja snillinginn í stjórn banka, orkuveitu eða yfir einhverja nefnd sem situr við hringborð og reykir peningaseðla úr pípu. Menn eru svo bundnir í báða og tjóðraðir við stefnuskrá og hagsmuni flokksins í stað þess að fylgja eigin sannfæringu.

Í vor ætti að kjósa um fólk en ekki flokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er raunverulega kominn upp sá tími að hægt er að velja fólk en ekki flokka, lýðnetið gerir þetta kleift. Það má fletta hverjum og einum upp og skoða bak og fyrir. Ákveða svo hvort viðkomandi fær atkvæðið eða ekki. Ég veit samt ekki hvernig er hægt að ná samkomulagi á þingi ef allir eru einstaklingskjörnir. Væri ekki hver höndin uppi á móti annarri?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.10.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Katrín

mikið er ég sammála þér.  Þetta er vel hægt sbr. Þýskland þar sem kjósendur kjós annars vega lista stjórnmálaflokka og hins vegar einstakling.  Kannski þyrfti einmenningskjördæmi til þess að þetta væri mögulegt, ég veit það ekki en þess virði að skoða nánar.  Orri gaman að sjá þig hér!

Katrín, 23.10.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Það er leiðinlegt a hugsa til þess að eina leiðin til að ná samkomulagi á þingi sé með einhverskonar flokks-kúgun. Nú hafa mörg dæmi sannað að menn úr ólíkum flokkum, jafnt úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa unnið saman að gerð frumvarpa sem hafa svo verið samþykkt. Menn hljóta að geta komist að samkomulagi á óflokksbundnu Alþingi rétt eins og flokksþingum.

Kannski að einmenningskjördæmi sé málið.

Ársæll Níelsson, 25.10.2008 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband