Hættu að væla, farðu í Tívolí.

Ég er orðinn þreyttur. Þreyttur á að fylgjast með fréttum og velta mér upp úr þessu öllu saman. Er hættur því. Ætla bara að njóta þess að vera hér í Danmörku og reyna að spara gjaldeyrinn minn eins mikið og ég get þangað til einhver hringir og segir mér að ég geti aftur farið að millifæra, þá ætla ég að halda áfram að spara en bara ekki alveg jafn mikið. Kannski kaupi ég mér latté eða fer í bíó þegar ég kemst í peningana mína.

Ég er með harðsperrur, meira að segja í hálsinum. Fór í acrobatics með fyrsta árs nemum í gær. Fyrsta skiptið í vetur sem ég drullast til að mæta. Vaknaði sem sagt klukkutíma fyrr en venjulega og dreif mig í skólann. Spriklaði og stóð á höndum og haus í tvo tíma. Fór meira að segja í brú. Teygði vel á bæði fyrir og eftir. Kann greinilega lítið að teygja á hálsi og maga.

Brjálauð stemmning á köppunum með aðra hönd á stýri.Fjölskyldan fór í Tívolí um helgina, tvisvar. Ekki af því við eigum svo mikinn pening heldur vegna þess að okkur var boðið. Bekkjarsystir mín vinnur í Tívolí, gaf okkur frímiða í garðinn og tækin. Ég og Alexander fórum í nokkur tæki, meðal annars rússíbana, Odin Express (sami rússíbani var sá fyrsti sem ég prófaði fyrir rúmum 16 árum). Hann stóð sig eins og hetja (Alexander, ekki rússíbaninn) og hló mikið fyrst, svo vældi hann smá og svo saug hann snuðið sitt. Að ferðinni lokinni hoppaði hann af gleði. Skemmtilegast fannst honum að sitja í litlum bíl sem keyrði eftir spori. Hann hamaðist á stýrinu af kappi sem var í litlu samræmi við hraða bílsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Æ veistu ég bara dauðöfunda þig..þó svo einstaka Dani sé með leiðindi þá er bara svo hyggeligt i Danmark

Katrín, 22.10.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband